1.6.2008 | 17:05
Meiri stöðnun framundan
Ekki forsendur til að greiða skaðabætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.6.2008 | 16:28
Sjómannadagurinn
Í Snæfellsbæ eru tvenn hátíðarhöld í dag í tilefni Sjómannadagsins. Í Ólafsvík og á Hellissandi. Að sjálfsögðu fórum við í Sjómannagarðinn á Hellissandi í kalasanum, en það er talsverður strekkingur í dag. Skólastjóri okkar Snæfellsbæinga hélt meiren frábæra hátíðarræðu og eftir að hafa hlustað á hann langar mig að minnast sjómannadagsins í Hólminum hér fyrr á árum.
Það var alltaf mikið stuð við höfnina í Stykkishólmi á Sjómannadaginn. Áhafnir bátana kepptu í kappróðri og frystihúsakonurnar líka. Svo margar áhafnir kepptu hér á árum áður að þetta tók 2-3 klukkutíma bara kappróðurinn og önnur dagskrá. Þá var líka og er víst en gert í Hólminum að keppa í línubeitningu, enda Hólmarar margir hverjir góðir beitningarmenn. Svo var línan lögð yfirleitt af austur enda hafskipabryggjunar. Það var gert þannig að renna var sett á bryggjukantinn og að aðstoðarbáturinn, yfirleitt Gísli Gunnarsson SH 5 dró svo úr bölunum inní innra sundið sem nú er reyndar búið að loka fyrir 20 árum síðan þegar aðstaða fyrir nýjan Baldur var sett upp út í Súgandisey. Eitt árið man ég þó eftir, 1982 mynnir mig, að þá var Hermann SH 116 aðstoðarbátur. Það var nýlega keyptur um 7 tonna bátur í eigu Kidda Gests, Kjartans á Tindum og Björgvins Guðmunds. Kiddi var sjálfur með hann í þessu hlutverki, og það var eins og því miður kom fyrir austan kaldi. Þegar Kiddi byrjaði að draga út línuna austur sundið gekk allt vel í fyrstu, en þegar inn úr sundinu kom og kaldabáran jókst þá hafði báturinn eiginlega ekki kraft til að draga það sem eftir var af línuni út. Þetta vakti smá kátínu fólks enda gerði kynnirinn sem mig minnir að hafi eins og svo oft áður verið Rafn Jóhanns, smá grín að þessu.
En svo í seinni tíð fór eins og svo sem annasstaðar bátum fækkandi og liðum sem nenntu að róa líka. Eins fóru kappróðrabátarnir sjálfir forgörðum og ég held að þeir hafi ekki en verið endurnýjaðir. Sjómannadagurinn hefur víða um land farið halloka eftir því sem útgerð dregst saman. Tökum sem dæmi Stykkishólm. Á árunum 1975 til 1990 voru 13 til 18 bátar af stærðini 12 til 150 tonn í Stykkishólmi. Uppúr 1990 fór þeim fækkandi, sérstaklega vegna breytinga og eigenda skipta á Rækjunesi hf. Að vísu fjölgað trillum mjög á þessum tíma og mín byrjunn í trilluútgerð er einmitt á þessum tíma. En frá þessum tíma fer svo stig af stigi að verða samdráttur í útgerð stærri skipanana enda ýmsar breytingar gerðar, sem dæmi að Sigurður Ágústson hf gerði út 3-4 báta um 1990 seldi þá alla nema einn Kristinn Friðriksson SH 3 og keypti í staðinn nýjan Hamrasvan SH 201. Síðan má segja að frá því um 2000 og fram að þessu hafi þetta allt dregist saman í Hólminum og nú er staðan sú að aðeins 3 bátar yfir 100 eru gerðir út frá Stykkishólmi. Tveir þeirra liggja núna verkefnalausir við bryggju, en sá þriðji er norður í landi að veiðum, og enginn hólmari í áhöfn.
Svona saga er ekki einsdæmi á landinu í dag. Það yrið mín einasta ósk á þessum degi að hinir 63 kjörnu fulltrúar okkar á Alþingi, sæu sóma sinn í að snúa þessari þróunn við, og kveiktu líf í hinum aðkreppt sjávarbyggðum landsins. Það að fjölga álverum og styrkja hlutabréfa og fjármalamarkaðinn, kemur okkur ekkert við sem viljum hafa okkar lifibrauð af því sem sjórinn gefur. Slíkt er bara ölmusuboð.
30.5.2008 | 19:56
Dúndrandi sumarskjálfti
Jæja það er að verða kominn júnímánuður á almanakið og björt sumarnóttin að ná hámarki. Það er ekki hægt að segja annað en sumarið byrji með látum á Suðurlandi, og það er mikil guðs mildi að ekki urðu stórslys. Spurningin sem brennur samt á manni er sú, að fyrst skjálftarnir 2000 voru ekki stóri Suðurlandsskjálftinn, var þetta þá hann, eða má búast við þessu aftur innan fárra ára?
Sjómannadagurinn er svo á sunnudaginn með miklum dýrðum víða um land. Í sumum höfnum er hann að vísu orðinn aflagður í hátíðlegri mynd, því miður. Hér fyrir vestan verður mikið um dýrðir bæði í Ólafsvík og Rifi. Að sjálfsögðu verðum við í Rifi og ég ætla að róa með strákunum. Vonandi gengur þetta vel hjá okkur. Hátíðahöld við hafnirnar verða á morgunn, og á sunnudag verður svo sjómannahóf.
Eftir helgi er svo síðasti túrinn framundan og í vikuni þar á eftir verður svo viku afslöppun í Búlgaríu í boði starfsmannafélags Örvars SH. Við erum búnir að vera mjög duglegir að safna í sjóð í vetur og afraksturinn er sá að við förum nánast frítt til Búlgaríu, og þá er gjaldeyrir líka með í sjóðnum. Geri aðrir betur.
Gleðilega hátíð
22.5.2008 | 12:29
Smá Hólmaragrín.
Einu sinni var Hólmari, sem var sjómaður, staddur í Reykjavík. Hann ákvað að bregða sér á bar og fá sér einn öllara. Á barnum hitti hann mjög vinalegan barþjónn sem tók að spjalla við hann, spyrja hvaðan hann sé og hvað hann gerði. Hólmarinn svaraði glaðhlakkalegur: Ég er sjómaður og Hólmari, jájá. En hvað gerið þú spurði hann barþjóninn. Barþjóninn svaraði: Ég er barþjónn og rökfræðingur frá Háskóla Íslands. Rökfræðingur spurði Hólmarinn. Hvað er það? Jú sjáðu til, áttu gullfiska? Já svarar Hólmarinn. Áttu krakka sem finnst gaman að gefa gullfiskunum spyr barþjónninn. Já svarar Hólmarinn. Nú þá áttu væntanlega konu og ert ekki hommi segir barþjóninn. Þetta er rökfræði bætir hann við.
Þegar Hólmarinn kemur svo vestur ákveður hann að prófa hvort hann geti ekki líka verið rökfræðingur. Hann fer á barinn og hittir þar nýjan barþjón. Hann bíður hann velkominn í Hólminn og spyr að starfi. Ég er nú bara barþjónn svarar barþjónninn. En hvað gerir þú spyr hann á móti. Ég er sjómaður og rökfræðingur svarar Hólmarinn. Rökfræðingur spyr barþjónninn, hvað er það. Jú sjáðu til segir Hólmarinn. Áttu gullfiska?? Nei segir barþjónninn. Sko svarar Hólmarinn, þú ert hommi!!
16.5.2008 | 13:03
Flóttamenn á og af Skaganum
Það kemur svoldið spánskt fyrir mínar sjónir, eftir mína reynslu af að búa á Skaganum í um 4 ár, að sjá og heyra að Akranesbær skuli ætla að fara að taka á móti stórum hóp af flóttamönnum frá stríðshrjáðu landi. Eftir okkar reynslu spyr maður einfaldlega vorum við ekki nógu hrjáð til að eiga sjéns á að búa þarna til frambúðar. Við fluttum á Skagan í des 2002. Þá áttum við von á eldri dóttur okkar í heiminn vorið eftir og ég var að klára skóla um sama leiti. Við keyptum okkur hús á Neðri Skaga sem okkur leið mjög vel í og okkur fannst framtíðin mjög björt hjá okkur.
En strax vorið eftir fórum við að finna fyrir því hve erfitt það er að vera aðfluttur Skagamaður. Það var ekki séns að fá vinnu fyrir mig í þeim geira sem ég var að mennta mig í og yfir höfuð ekki séns að fá neina vinnu sem gaf það mikið að hægt væri að sjá sómasamlega fyrir stækkandi fjölskyldu. Endirinn varð sá að um sumarið var ég að vinna hjá Strætó b.s. og varð svo að stunda sjó veturinn eftir, fyrst á Suðurnesjunum í skítapássi, og svo í mínum gamla heimabæ á Gretti SH 104. Strax þá fór að hvarla að mér að best væri bara að koma sér aftur vestur í Hólm, en það var ekki svo einfalt, sérstaklega vegna þess að maður var búinn að binda sig á Skaganum þegar við keyptum húsið okkar á Háteignum. Svo Skaganum var gefinn séns þangað til sumarið 2006 að við tókum stóra ákvörðun að selja, sem og tókst og fara af Skaganum. Það var eiginlega ekki orðið frá neinu að hverfa vegna þess að manni fannst vera smátt og smátt að fjara undan manni vegna þess mikla kostnaðar sem fylgdi að sækja vinnu utan heimahagana.
Því spyr ég hvernig ætlar bæjarstjórnin á Akranesi að standa að þessu. Í fyrsta lagi: Hvar á fólkið að búa og hver á að sjá því framfæris. Í öðrulagi: Dagvistarmál hafa alltaf verið í vandræðum á Akranesi, og langir biðlistar. Eigi fólkið svo með tíð og tíma að fara að sjá fyrir sér sjálft. Hvar á þá að koma börnum þeirra í vistunn.
Þegar mágkona mín flutti á Skagan með dætur sínar 2, þá var hún á hrakhólum með húsnæði í marga mánuði, ef það skipt ekki árum. Hún var í fastri vinnu, 100% vinnu, og rúmlega það. En þó hún væri einstæð móðir með 2 börn fékk hún ekki mikla aðstoð frá félagsmálayfirvöldum bærjarins þó hún leitaði eftir því, og það var nú kannski ekki eins dæmi. Það er reyndar gaman frá því að segja að hún þraukað þrátt fyrir að fá ekki mikla að stoð frá bænum og er kominn fast og öruggt eigið húsnæði núna, ekki sé þökk bæjarbatteríinu.
Það var ömurlegt að heyra í fréttum Stöðvar 2 áðan, hvað iðnaðarráðherra legst lágt að ráðast á blogginu, á Magnús Þór Hafsteinsson. Magnús er bara að benda á þær sömu staðreyndir og ég er að benda á hérna. Það verður að fara að gæta sín á að ganga ekki of langt í innfluttningi á fólki til landsins, og það þarf að vera á hreinu að hægt sé að hlúa að því án þess að það sé tekið framfyrir rótgróna Íslendinga, unga sem gamla.
Frjálslyndir á Akranesi lýsa stuðningi við Magnús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.5.2008 | 18:59
Veislan er búinn.
Partýið er búið og timburmenn framundan
Umfang uppsagna kom á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.5.2008 | 20:13
Skagamenn!!!! Takið ykkur á í umferðini!
Þá fer að síga á Hvítasunnuhelgina og sjóferð framundan í kvöld. Fram að mánaðarmótum róum við bara einusinni á milli helga, frá sunnudagskvöldi og í land á fimmtudagsmorgni.
Helgini eyddi fjölskyldan á Akranesi eins og svo oft áður á hótel tengdamömmu í vellystingum að venju, og kunnum við henni okkar þakkir fyrir það.
En það var ljóður á dvölini á Skaganum. Það stakk okkur mjög hversu tillitsleysi, ruddaskapur og frekja er farin að verða áberandi í umferðini á Skaganum. Sérstaklega á þetta við gagnvart gangandi vegfarendum í umferðini. Ekki er stoppað fyrir fólki við gangbrautir, og varla hægt á fyrir fólki sem er komið af stað með börn sín og hunda útá gangbrautir. Rauð gangbrautarljós eru ekki virt frekar en umferðarljósin á mótum Kirkjubrautar, Kalmannsbrautar og Stillholts. Troðningur og frekjuskapur ökumanna við aðra ökumenn er mjög áberandi og tillitsemi og greiðasemi enginn. Sem dæmi á bílaplaninu á Skarðsbraut lenti ég í því að einn ökumaður tróð sér afturfyrir mig þegar ég var að bakka uppað bílskúrnum hjá tengdapabba. Það var bara heppni að ég sá hann og bakkaði ekki á hann eða fyrir hann, og fýlusvipurinn sem ég fékk frá þessum ágæta manni var ekki fallegur. Sú regla gildir í umferðini eins og annasstaðar, að þú kemur fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig. Eins var það áberandi, að vegna þess að íbúum hefur fjölgað mjög á Skaganum að þá hefur umferð á álagstímum þynngst, að þá myndast umferðarhnútar á fjölförnum götum. Ekki virðast ökumenn á Akranesi vera í stakk búnir að takast á við slíkt hvað þá kunna á slíkt. Eins virðast ökumenn ekki taka mikið tillit til hraðatakmarka einsog á Skarðsbraut og Vestugötu og bruna því framhjá skólum og leikskólum eins og þeir vilja sennilega að brunað sé framhjá þeirra heimili þegar börn og barnabörn eru að leik fyrir utan.
Það var því hálf óttablandið að fá sér göngutúr í góðaveðrinu með fjölskylduna á Akranesi vegna þess að manni fannst maður ekki öruggur þegar við fórum yfir götu, jafnvel þó gangbrautarljós væru til staðar.
Skagamenn!! Gerið betur!
8.5.2008 | 13:19
En einn túrinn að baki.
Þeim fer nú fækkandi róðrunum á Örvari SH 777. Ekki það við fiskum ekki neitt, heldur það að svo vel hefur fiskast að draga hefur orðið úr sóknini vegna þess að mjög er farið að ganga á þorskkvótan og ekkert annað fæst en þorskur, sama hvar línuni er dýpt í sjóinn. Samkvæmt síðustu og þar síðustu mælingu Hafrannsókarstofnunar, og eiginlega öllum mælinum þar á undan á þetta ekki að eiga sér stað. Þorskstofninn á að vera kominn niðurfyrir hættumörk vegna veiða umfram ráðgjöf, ekki bara undanfarin ár, heldur áratugi. En svo virðist staðreyndin vera þveröfug.
Á yfirstandandi kvótaári hefur flotanum verið beint sem mest í ýsu og aðrar tegundir eins og keilu og löngu. Það er samt ekki svo einfalt vegna þess að til að veiða ýsu á línu eða í troll er ekki hjá því komist að fá þorsk með sem náttulega meðafla eins og staðan er í dag. En eins og áður þá er það ekki svo auðvelt, því þorskurinn verður aldrei bara meðafli og reyndin er sú að til að reyna að ná sem mestu af ýsu og öðrum tegundum enda menn með lámark 50 til 60 % þorsk. Það er ekki bara meðafli. Það er þá orðin uppistaðan í aflanum.
Einungis munaði 15000 tonnum á aflamarki þorsks og ýsu á þessu fiskveiðiári. Því var varla til sá línukoppur stór eða smár að honum væri ekki stefnt í ýsuslóð. 6 eða 600 tonn af stærð skipti ekki máli, allir voru að elta lítil ýsukvóð og reyna að sneiða hjá þorskinum. Svona lagað er bara bull og minnir freka á leik kattarins að músini. Allir að elta sama krílið.
Því er spurningin sú verða sérfræðingar Hafrannsóknarstofnunar ekki að fara að reyna að breyta sínum rannsóknaaðferðum og reyna að komast í takt við það sem er að gerast á miðunum áður en þeir fórna ýsustofninum fyrir þorsk?
4.5.2008 | 15:38
Ekki hættur.
24.4.2008 | 14:28
Er ætlast til að fólk styðji grjótkastara.
Lögreglumaður á slysadeild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |