Í kjölfar hamfara

Nú eru liðin rúm 2 ár frá því við gerðumst flóttamenn frá Hellissandi, og síðan hefur margt gerst og gengið á. Hæðst ber þó fæðing yngsta sonarins 26 ágúst síðastliðinn en þar á eftir allt það góða fólk sem við kynntumst fyrir austan sérstaklega á Djúpavogi. Vinskapurinn við það mun vonandi lifa um ókomna tíð til æviloka. Sama má segja um vinnufélaga mína á Egilsstöðum mikið heiðursfólk sem tók okkur opnum örmum.

Það er ekki að gamni sínu sem maður tekur sig upp eftir 4 ár á sama stað og rúma 4 áratugi á vestari helming landsins. Árin á Hellissandi voru okkur öllum mjög erfið og en þann dag í dag er maður að jafna sig á mörgu sem maður horfði uppá þar og í tengslum við þetta líka. Ég vil ekki kenna mig við einn sérstakan stað við innan verðan Breiðafjörðinn allir sem til mín þekkja vita náttulega að meira en helmig ævinar bjó ég í Stykkishólmi eða um 25 ár ef síðustu 2 árinn sem ég átti lögheimili þar eru tekin með. En aðrir vita að sjálfsögðu að ég á rætur úr Gufudalssveit eins og sá mæti maður Jón Gnarr. Öll mín uppvaxtarár í Stykkishólmi og reyndar frá því ég var púki á Reykhólum snérist lífið um sjóinn, trillurnar, þangslátt eyjarnar, siglingaleiðir um innanverðan Breiðafjörðinn og svo mætti lengi telja. Mannlíf á mínum heimaslóðum beggja vegna fjarðar var að sjálfsögðu breytilegt og margir kóngar og prinsar en allt hið mætasta fólk. Uppvaxtarárin í Stykkishólmi snérust að sjálfsögðu um hörpudiskin sem þá var auðlind byggðarlagsins og skilaði auði inní samfélagið sem en heldur vissum þáttum mannlífsins þar gangandi, þó kominn séu 11 ár frá því að síðustu skelini var landað í Hólminum. Sjálfur tók ég svo þátt í uppsvefluni sem kom með auknum smábátaumsvifum þar eins og víða um land á þeim tíma sem var dásamlegur tími.

En í dag er mér ekki skemmt hvað heimabyggðina mína varðar (Stykkishólm). Mér finnst að viss öfl séu farin að vaða þarna uppi sjálfum sér til góðs öfugt við það sem þessir gömlu jaxlar gerðu í uppbyggingu auðlidarinar á árunum 1970-90. Ég vona að nota bene Hólmarar geri sér grein fyrir því að það kemur ekkert það sem nú á sér stað fyrir vestan í staðinn fyrir uppganginn í veiðum og vinnslu á hörpuskel nema náttulega eins og annasstaðar í landinu ferðaþjónustan. Það gleður mig hvað búið er að gera marga góða hluti í ferðaþjónustu í Hólminum og það var svo sannarlega ekki byggt upp á einni nóttu. Eftir hátt í 30 ára vegferð í þessari uppbyggingu virðist þessi geiri fyrir vestan vera farinn að skila góðum og vel launuðum störfum. Enda er mitt fólk þar búið að vinna mikið og oft á tíðum vanþakklátt starf gegnum þessi 30 ár. Sama sá maður á Djúpavogi hjá Papeyjarferðum eftir 20 ára baráttu og mikið þrek er fyrirtækið á beinni braut.

Það eru margir að gera góða hluti í Stykkishólmi án þess að láta mikið á sér bera sem góðra Hólmara er siður líklega dæmi ég sjálfan mig ekki góðan Hólmara með þessum ummælum en ég fór jú fyrir 11 árum. En ég hef trú á öllum þeim sem eru að gera góða hluti í Hólminum :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband