Flóttamenn á og af Skaganum

Það kemur svoldið spánskt fyrir mínar sjónir, eftir mína reynslu af að búa á Skaganum í um 4 ár, að sjá og heyra að Akranesbær skuli ætla að fara að taka á móti stórum hóp af flóttamönnum frá stríðshrjáðu landi. Eftir okkar reynslu spyr maður einfaldlega vorum við ekki nógu hrjáð til að eiga sjéns á að búa þarna til frambúðar. Við fluttum á Skagan í des 2002. Þá áttum við von á eldri dóttur okkar í heiminn vorið eftir og ég var að klára skóla um sama leiti. Við keyptum okkur hús á Neðri Skaga sem okkur leið mjög vel í og okkur fannst framtíðin mjög björt hjá okkur.

En strax vorið eftir fórum við að finna fyrir því hve erfitt það er að vera aðfluttur Skagamaður. Það var ekki séns að fá vinnu fyrir mig í þeim geira sem ég var að mennta mig í og yfir höfuð ekki séns að fá neina vinnu sem gaf það mikið að hægt væri að sjá sómasamlega fyrir stækkandi fjölskyldu. Endirinn varð sá að um sumarið var ég að vinna hjá Strætó b.s. og varð svo að stunda sjó veturinn eftir, fyrst á Suðurnesjunum í skítapássi, og svo í mínum gamla heimabæ á Gretti SH 104. Strax þá fór að hvarla að mér að best væri bara að koma sér aftur vestur í Hólm, en það var ekki svo einfalt, sérstaklega vegna þess að maður var búinn að binda sig á Skaganum þegar við keyptum húsið okkar á Háteignum. Svo Skaganum var gefinn séns þangað til sumarið 2006 að við tókum stóra ákvörðun að selja, sem og tókst og fara af Skaganum. Það var eiginlega ekki orðið frá neinu að hverfa vegna þess að manni fannst vera smátt og smátt að fjara undan manni vegna þess mikla kostnaðar sem fylgdi að sækja vinnu utan heimahagana.

Því spyr ég hvernig ætlar bæjarstjórnin á Akranesi að standa að þessu. Í fyrsta lagi: Hvar á fólkið að búa og hver á að sjá því framfæris. Í öðrulagi: Dagvistarmál hafa alltaf verið í vandræðum á Akranesi, og langir biðlistar. Eigi fólkið svo með tíð og tíma að fara að sjá fyrir sér sjálft. Hvar á þá að koma börnum þeirra í vistunn.

Þegar mágkona mín flutti á Skagan með dætur sínar 2, þá var hún á hrakhólum með húsnæði í marga mánuði, ef það skipt ekki árum. Hún var í fastri vinnu, 100% vinnu, og rúmlega það. En þó hún væri einstæð móðir með 2 börn fékk hún ekki mikla aðstoð frá félagsmálayfirvöldum bærjarins þó hún leitaði eftir því, og það var nú kannski ekki eins dæmi. Það er reyndar gaman frá því að segja að hún þraukað þrátt fyrir að fá ekki mikla að stoð frá bænum og er kominn fast og öruggt eigið húsnæði núna, ekki sé þökk bæjarbatteríinu.

Það var ömurlegt að heyra í fréttum Stöðvar 2 áðan, hvað iðnaðarráðherra legst lágt að ráðast á blogginu, á Magnús Þór Hafsteinsson. Magnús er bara að benda á þær sömu staðreyndir og ég er að benda á hérna. Það verður að fara að gæta sín á að ganga ekki of langt í innfluttningi á fólki til landsins, og það þarf að vera á hreinu að hægt sé að hlúa að því án þess að það sé tekið framfyrir rótgróna Íslendinga, unga sem gamla.


mbl.is Frjálslyndir á Akranesi lýsa stuðningi við Magnús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÞAÐ VITA ALLIR ..

AÐ ÞETTA ER "PET PROJECT" INGIBJARGAR SÓLRÚNAR

OG ÞAÐ SKÍN PÓLÍTÍSK RÉTTHUGSUN AF ÞESSU.

LS.

LS (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 13:14

2 identicon

Hvernig er það með þessa Palestínumenn, eru þeir ekki alltaf að sprengja sjálfa sig og aðra í loft upp?

Ég mundi hugsa mig tvisvar um áður en ég flytti þessa manntegund inn til Íslands.

Magnús hefur alveg á réttu að standa, aðgát skal höfði í svona málum. 

Ljónshjarta (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 14:18

3 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Þetta er rétt hjá ykkur, og nær væri að hugsa betur um fólkið í landinu og hlú að því, bæði innfæddum og innfluttum. Ekki fara að hrúga inn stríðshrjáðu fólki og planta því í ólíklegasta bæjarfélagið sem hægt er að hugsa sér. Allavega upplifðum við Skagan þannig að ekki væri verið að gera mikið fyrir okkur, og það situr mikil biturð í okkur síðan við fórum þaðan.

Sigurbrandur Jakobsson, 16.5.2008 kl. 18:01

4 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Það er nefnilega það Ingunn, sem okkur finnst fyndið og ekki fyndið. Auðvitað er ekkert að því að hjálpa fólki, en jafnt verður yfir alla að ganga og eitthvað lyktar þetta flóttamannamál af vanhugsun. Svo er nú kannski ekkert af því að vera duglegur að bjarga sér sjálfur og það sem bjargaði mér þessi ár á Skaganum var að geta hangið á strætó, enda líkaði mér það ekki illa en það líka kostaði sitt.

Ef þú ert að spá í að flytja á Skagan, þá get ég samt mælt með því, vegna þess að það er gott að vera útúr skarkala borgarinar. Það þarf bara að hugsa það betur en bæjaryfirvöld eru að gera núna varðandi flóttamennina.

En ég hef líka samanburð á að búa á Skaganum og í Grafarholtinu, og mér finnst Grafarholtið hafa vinninginn, því þú ert meira utan skarkalans þar en á Skaganum. Ef við flytjum aftur suður, (sem ég á von á með tíð og tíma) þá er Grafarholtið fyrsti valkosturinn. Svo er svo stutt í Strætó þaðan.

Sigurbrandur Jakobsson, 18.5.2008 kl. 19:05

5 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

P.S. svo bið ég að heilsa öllum gömlum vinnufélögum hjá Strætó. Ég er að fara að ná mér í hálf mánaðarlaun hjá Strætó á 4 dögum.

Sigurbrandur Jakobsson, 18.5.2008 kl. 19:07

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband