Fallegt haust

Haustið er fallegt hér við Eyjafjörðinn það er ekki ofsögum sagt. Haustið gat líka verið fallegt á Djúpavogi í Stykkishólmi og í Súðavík. Síst var það fallegt í Neshreppi utan Ennis en útsyningurinn getur verið eins fallegur og hann er þeytandi við Faxaflóan það sá ég nú í vikuni. Stundum er eins og náttúran veður og vindar endurspegli mannlífið með köflum við Djúpavog er veðrið frekar hlutlaust og eins má segja um mannlífið fólk þar tekur öllum eins í Súðavík var veðrið alltaf fallegt og sama má segja um halloka samfélagið þar, í Stykkishólmi er veðrið breytilegt og fjölbreytt sama á við um mannlífið en ég er nú kannski ekki dómbær enda bullandi hlutdrægur þar. Á Hellissandi var alltaf kalt hvasst og blautt sama átti við um mannlífið kuldinn alsráðandi og grátur alla daga. Öfugt við þetta er mannlíf við Faxaflóan töffaraskapurinn einkennir útsýninginn þar og allir alltaf brosandi.

 

Það voru góðir og fjölbreyttir dagar sem við áttum á Akranesi í heila viku og okkur leið rosalega vel en mikið var gott að koma heim og nú tekur við vinna og flutningar í annað hverfi hjá okkur fjölskyldunin úr 600 í 603 þorpið.

ÁFRAM ÞÓR


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband