Með 3G pung á Fiskideginum á Dalvík.

Við fjölskyldan erum núna í kuldanum í tjaldi á Fiskideginum mikla, á Dalvík. Hér er mikið fjör og margt um maninn. Við erum á tjaldstæði ofan við Íþróttavöllinn og það er söngur og gleði í húsunum hérna næst okkur. Dynjandi harmónikkutónar við fjölraddaðan söng, þar sem hver syngur með sínu nefi. Flugeldar er á lofti annaslagið, stelpunum okkar til mikillar gleði, svo varla er hægt að halda þeim í tjaldinu til að fara að sofa. Veðrið hefur skánað en það hefur kólnað með kvöldinu. Ég fékk mér 3G pung hjá Nova og gengur þokkalega að nota hann, en samt virðist vanta en mjög uppá notkunargildið vegna þess hve fáir sendarnir er en. Þetta 3G kerfi er en ekki nógu vel á veg komið til að það notist sem skyldi.

Sama sagan á Skaganum

Það er hörmulegt að heyra svona fréttir af Akranesi. Því miður hefur þetta loðað við Skagan alltof lengi. Gott mál hjá Skagalögguni að reyna að uppræta þetta með svona átaki.
mbl.is Fimm fíkniefnamál á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður kostu fyrir lögregluna.

Það hlýtur að létta mikið á viðbragðsflýti lögreglunar að hafa þyrlu Landhelgisgæslunar í þjónustu sinni um verslunarmannahelgina, eins og í þessu tilfelli. Löggan bara mætt á svæðið fyrirvaralaust áður en gæjarnir fóru að gera eitthvað sem þeir mundu ekki vilja gera.

Samkvæmt skilgreininguni í dag er starfsmenn Landhelgisgæslunar löggæslumenn, og ég held að sérstaklega sjómenn geri sér ekki nógu glöggt fyrir því valdi og eftirliti sem LHG er komin með á hafinu kringum Ísland.

Því er upplagt sem það er og gert að þessar tvær einingar LHG og lögreglan hafi samstarf.
mbl.is Vopnaðir höfðu í hótunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða tilgangi skilar þetta.

En á ný er Saving Iceland með tilgangslausan fíflagang. Meira segja lögreglan nennir ekki að eltast við þetta, og það skrítna er þó að fjölmiðlar nenna enþá að eltast við þetta, þó fram komi í fréttini að þetta veldur engum skaða eða töfum. Kannski starfsmenn Alcan aumki sig yfir þá og gefi þeim fatnað eða könnur merktar Alcan eins þeir segja að starfsmenn OR hafi gefið sér. Þetta er nú meira ruglið og skapar engum málstað stuðning. Saving Iceland pakkið saman og hættð þessu veseni á meðan enginn verður fyrir skaða af óvitahætti ykkar.
mbl.is Engar umferðartafir við Straumsvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er fólk að verða kolklikkað?

Hvað er allt að verða vitlaust. Er hatur og illkvittni farin að ná svo miklum tökum á fólki að náungakærleikurinn er farinn fyrir róða.

 


mbl.is Nágrannaerjur á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snæfellsnes á góðum degi

Það var fallegt um að litast á Snæfellsnesinu í dag. Að vísu heilsaði morguninn með austan strekkingi, sem fór svo að linast þegar leið að hádeginu, og sólin fór að skarta sínu fegusta. Í Grundarfirði er fjölskylduhátíðin Á góðri stundu, og þar virtist vera margt um manninn. En það sem merkilegra var að ekki virtust vera mikið færri ferðamenn í Hólminum þegar við vorum þar áðan. Að vísu var að nálgast brottför hjá Baldri, en það var samt biðröð út úr dyrum á Bensó og slatti af ferðamönnum í Bónus að versla. Tjaldstæðið var þéttskipað tjöldum, fellihýsum og þess háttar. Á bakaleið úr Hólminum var maður stanslaust á bremsuni vegna túrista á bílaleigubílum sem voru að dóla og skoða hið stórkostlega umhverfi Snæfellsnesins. Hérna útfrá var líka talsverð umferð og nóg að gera í sjoppuni í Ólafsvík. Fólk er greinilega að fíla töfra Snæfellsnesins, og er ekki skrítið, því á svona dögum er nesið í sínum fegustu klæðum. En er eftir ein bæjarhátíð en. Aðalhátíðin vil ég segja og reikna með að hún verði að venju fjölsótt. En það eru Danskir dagar í Stykkishólmi, sem eru að verða með elstu bæjarhátíðum landsins. Vonandi verður ekki lát á að halda Danska daga hvernig sem fer, því alltaf má bæta úr því sem miður fer, eins og gert hefur verið með Danska daga. Danskir dagar eru líka á góðum tíma hvað það varðar að vera undirlok sumars og sumarfría, en að vísu í samkeppni við Menningarnótt. Ég er búinn að fara það oft á Menningarnótt að í mínum huga eru Danskir dagar mörgum sinnum betri, því ekki á maður á hættu á að vera fastur í umferðahnútum og troðast í þvögu. Svo er flugeldasýningin í Súgandisey alveg dýrleg. Ég mæli með að fólk gefi Menningarnótt frí og skelli sér í Hólminn í ágúst.

Á heiður skilið fyrir þrautseigju.

Fyrir um 5 árum síðan var ég mættur fyrren ég átti til vinnu minnar hjá Strætó b.s. Klukkan eitthvað um sex að morgnni svo ég ákvað að fá mér smá rúnt um Lauganesið og Langholtshverfið. Ég var svo mikill sveitamaður og þekkti borgina ekki vel á þessum tíma, nýbyrjaður hjá Strætó og þekkti bara mína leið, 111. Ég bjó nefnilega fyrst í Hafnarfirðinum eftir að ég flutti suður á bóginn. Þegar þessi rúntur leiddi mig inná Langholtsveginn, þarna eldsnemma morguns, veit ég ekki fyrren ég sé gamlan mann standa með mótmælaskilti á horni Langholtsvegar og Holtavegar, einan og ekki nokkur annar á ferli. Seinna þegar leið 5 fór að að mikluleiti mín leið fór ég að venjast því að Helgi Hóseasson stæði þarna á horninu 2-3 skipti á dag, nokkra klukkutíma í senn. Í fyrstu ferð á morgnana var hann mættur á hornið og stóð þar frameftir morgnni. Og svo aftur þegar umferð fór að þyngjast síðdegis. Þetta er ein af mínum ljúfustu minningum frá strætótímabilinu. Þegar Helgi verður allur vona ég að honum verði reistur minnisvarði þarna á horninu, sem minni á það að það á aldrei að láta deigan síga og gefast upp hversu vonlítið sem það er. Sjáið bara Helga hann gefst ekki upp!


mbl.is Rokkað til heiðurs Helga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Letin á enda! Æi!

Jæja góðir hálsar þá fer að styttast í fríinu í bili, en ég tek meira í ágúst. Þá eru líka Dönsku dagarnir í Hólminum og þeim missi ég ekki af, auk þess sem í bígerð er að fara á fornar slóðir vestur í Súðavík. Þrátt fyrir leiðinlegan endir í Súðavík, sakna ég Djúpsins alltaf. Ísafjarðardjúp fyllir mig alltaf lotningu vegna sinnar fallegu og stórbrotnu náttúru. Breiðfirskt sumar er alltaf gott, en svo skrítið sem það er þá er sumar og haust við Djúp stórfenglegra. Ég þakka nú samt mínum sæla að vera ekki að streða á strætó í Reykjavík í svona fallegu verðri eins og er í dag. Sumar úti á landi er skemmtilegra en í Reykjavík, þó vissulega hafi verið gaman sumurin sem ég var á strætó, og það er svoldið sem ég er feiginn að hafa upplifað.

Nú við hjónin vorum eina viku á Golden Sands í Búlgaríu með félögum mínum af Örvari og þeirra mökum. Við nutum sólarinar og góðs matar þessa viku. Við fórum einn daginn í jeppasafarí og um kvöldið á Búlgarsktkvöld. Það var svaka ævintýri og nóg af rakía (sem er 50-70% vín), sem varð til þess að sumir urðu svoldið valtir á fótunum þegar kom á hótelið um kvöldið. En það stoppaði okkur ekki í að fara út á lífið um nóttina og klukkan var um 2.30 þegar ég kom heim á hótel. Við vorum flest saman þetta kvöld og auk þess kom með dönsk vinkona okkar Rannveigar sem við kyntumst þarna úti og skemmti sér konunglega með þessari íslensku áhöfn af Örvari. Það sama var ekki að segja um íslenska ferðafélaga á Búlgaskakvöldinu. Konu eini úr Reykjavík fannst við karlarnir af Nesinu vera mestu ruddar og mótmælti hástöfum þegar við vorum að spá í að taka lagið í rútuni á leið á hótelið aftur. Það var nefnilega stungið uppá að taka Fingurinn, sem er lag sem Eddi kokkur og Dralli háseti sömdu þegar ég fékk krók í fingurinn í vor svo sauma þurfti 5 spor. Konan hélt við ætluðum að fara með klámvísu, sem þetta ekki erHalo, enda lagið um mig og fingurinn minn. Svo ég hélt smá tölu yfir henni þegar ég komst að því að hún væri úr ReykjavíkTounge. (Þessir Reykvíkingar). Þetta var æðisleg ferð og Terra Nova á hrós skilið. Flugið með Air Primera var líka fínt þó það væri um 5 tímar.

En nú er letin svo á enda því ég er að fara að leysa af sem vélavörður á Friðriki Sigurðssyni ÁR 17. Hann er á humarveiðum svo það verður humarveisla í sumar og haustHappy. Ég verð í þessu allavega fram að Verslunarmannahelgi, því eins og ég sagði, þá er nóg skemmtilegt framundan í ágúst.

Nóg í biliCool


Kominn í sumarfrí.

Búlgaría er framundan á morgunn og notaleg slökunn á sólarströnd. Við verðum eins og greifar þarna strákarnir á Örvari, með þjóna á hverjum fingriCool. Nei ég segi bara svona. Allavega er viku dvöl þarna úti, og örugglega af nógu að taka. Örvar fer svo ekkert aftur af stað fyrren í lok ágúst með nýju kvótaári.

Ég verð ekkert á strætó í sumar því ekki er pláss fyrir mig þar og sennilega á ég ekki von á að fara þangað aftur á næstuni því miður. Enda náttulega í góðu plássi á Örvari. Það hefði þó verið gaman að nýta eitthvað af sumarfríinu í að keyra svona bara til að fá smá tilbreytingu frá línuni. En svona er lífið.

Þess í stað verð ég eitthvað að vinna um borð við að snurfussa og endurbæta, auk þess sem ég kannski tek einhverja lausatúra ef í boði eru, því alltaf er sjósókn yfir sumartíman að dragast saman, þökk sé fiskifræðingum og kann ég þeim miklar þakkir fyrirAngry að sjálfsögðu. Síðan er líka bara notalegt að vera hér í óbeislaðri náttúrufegurðini í sumarJoyful.


Að rífa niður!

En eitt sumarið kemur Hafrannsóknarstofnunn með svarta niðurstöðu um ástand þorskstofnsins og reyndar ýsustofnsins líka. Eftir allan þann niðurskurð sem varð í fyrra voga þeir sér að heimta en meiri niðurskurð. Þetta bara skilur engin, nema kannski hvað ýsuna varðar, því í fyrra beindu þessir sömu fræðingar hjá Hafró öllum flotanum á ýsuna. Í fyrsta skiptið í söguni var heimilt að veiða nánast sama magn af þorski og ýsu. En hvað þorskinn varðar þá skilur þetta engin vegna allrar þeirrar friðunar sem búinn er að vera síðustu rúm 20 ár í krafti kvótakerfis og minkandi sóknar, og að það er sama hvar veiðarfærum er dýpt í sjó allstaðar er þorskur. Hefðbundinn netaslóð nær héðan frá Breiðafirðinum austur um að Hornafirði, og alstaðar á þessu svæði voru menn að fiska sig í kaf með nokkra ónýta netabeðla. Sömu sögu var að segja hjá okkur á línuni. Það var sama hvar við reyndum að ná ýsu, alstaðar var bara þorskur. Hlutföllin hjá okkur voru 35% ýsa móti 65% þorsk (ca). 

Það er erfitt fyrir venjulega útgerðarmenn að standa í þessu og reyna að byggja sig upp og viðhalda sínum eignum og halda jafnframt uppi stöðugri atvinnu fyrir sitt fólk, þegar stöðugt er verið að reyna að rífa niður og reyna að fá starfskraftana þeirra til að vinna í stóryðju fyrir skít á priki. Ef þú spyrð ungt fólk í dag hvað það langi til að verða þegar það verður stórt, efast ég um að nokkurn dreymi um að vinna í álveri. Frekar á ég von á að einhverjir mundu frekar dreyma um að sækja sjó og njóta hreina loftsins og frjálsræðissins til sjós. Það segir sitt sem dæmi auglýsingar frá einu álverinu í vor undir yfirskriftini: Á að þéna vel í sumar. Tæpar 300 þúsund krónur í boði. Það nær ekki því sem í boði er fyrir að keyra strætó í sumar, og hefur kaupið í slíkri vinnu ekki þótt gott.

Hér áður fyrr fór ungt fólk, karlar og konur á vertíð, og þénuðu vel. Bæði í peningum og reynslu. Margt af því fólki sem en þraukar í sjávarbæjunum kringum landið, kom sem ungt vertíðarfólk á sínum tíma og gekk vel og settist að á stöðunum. Þetta fólk stendur nú frami fyrir því að eignir þess og ævistarf verði að engu. Ja það er ekki bara verið að rífa niður í 101. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband