Hvaða tilgangi skilar þetta.

En á ný er Saving Iceland með tilgangslausan fíflagang. Meira segja lögreglan nennir ekki að eltast við þetta, og það skrítna er þó að fjölmiðlar nenna enþá að eltast við þetta, þó fram komi í fréttini að þetta veldur engum skaða eða töfum. Kannski starfsmenn Alcan aumki sig yfir þá og gefi þeim fatnað eða könnur merktar Alcan eins þeir segja að starfsmenn OR hafi gefið sér. Þetta er nú meira ruglið og skapar engum málstað stuðning. Saving Iceland pakkið saman og hættð þessu veseni á meðan enginn verður fyrir skaða af óvitahætti ykkar.
mbl.is Engar umferðartafir við Straumsvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar aðgerðir Saving Iceland skila árangri, t.d. þegar vinna er stöðvuð í langan tíma eða þegar umræða um báxítgröft og skaðleg áhrif hans breiðist út í samfélagið, kvartar fólk og kveinar.

Svo nú þegar talað er um að ekki sé verið að stöðva neina vinnu, heldur vælið áfram.

Hvað er í gangi? 

Pétur Þór (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 15:42

2 identicon

Reyndar hafa þau stöðvað umferð að álverinu og þar með valdið truflun og hugsanlega vinnutapi. Það verður þó erfitt fyrir Alcan að krefjast skaðabóta eftir að lögreglan er búin að gefa það út að engar tafir hafi orðið á umferð.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 15:59

3 identicon

 Tilgangurinn er augljós. Hann er t.d. sá að koma neðangreindum kröfum og upplýsingu til almennings. Eftirfarandi er fréttatilkynning sem SI sendu frá sér í sambandi við aðgerina.

,,STÖÐVUM VIRKJUN ÞJÓRSÁR FYRIR HERGAGNAFRAMLEIÐANDA!”

HAFNARFJÖRÐUR - Aðgerðasinnar frá Saving Iceland hafa nú stöðvað umferð að
álveri Rio Tinto-Alcan í Straumsvík með því að hlekkja sig við hlið sem
hleypa umferð til og frá álverslóðinni. Saving Iceland mótmælir
fyrirhugaðri framleiðsluaukningu, nýjum álverum
og samhliða eyðileggingu íslenskri náttúru fyrir raforkuframleiðslu.
Samstarf Rio Tinto-Alcan við fjölmarga hergagnaframleiðendur er einnig
fordæmt.

Rio Tinto-Alcan hyggst nú auka framleiðslu álversins í Straumsvík um 40
þúsund tonn á ári án þess að stækka álverið sjálft. Einnig vinnur
fyrirtækið að undirbúningi nýs álvers á Keilisnesi eða í Þorlákshöfn (1).

Orkuveita Reykjavíkur hugðist reisa Bitruvirkjun til að koma til móts við
orkuþörf stækkaðs álvers í Straumsvík (2) en nú hafa framkvæmdirnar á
Bitru verið fjarlægðar af teikniborðinu  vegna andstöðu almennings og O.R.
ekki framlengt samning sinn við Alcan (3).

Á sama tíma stefnir Landsvirkjun nú ótrauð að byggingu þriggja virkjanna í
Þjórsá auk Búðarhálsvirkjunar í Tungnaá, en Landsvirkjun og Alcan eiga
sín á milli viljayfirlýsingar um orkuöflun fyrir stækkun álversins í
Straumsvík eða nýrra álvera (4). Í Desember 2006 skrifuðu Alcan og
Landsvirkjun einmitt undir samning um orkuöflun, en í samningnum sagði
einnig að Alcan tæki þátt í undirbúningskostnaði fyrirhugaðra
Þjórsárvirkjanna (5).

Spilling í Hafnarfirði
Í lok Mars 2007 fóru fram íbúakosningar í Hafnarfirði, þar sem stækkun
álversins var hafnað. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfirði, sagði sama
kvöld og kosningarnar fóru fram að þær væru ,,sigur fyrir lýðræðið” og
bætti því við að hann myndi hlíta niðurstöðunni (6).

Aðeins þremur mánuðum seinna sat Lúðvík fund með Rannveigu Rist, forstjóra
Alcan á Íslandi, og Michel Jacques, forstjóra Alcan Primary Metal Group,
þar sem framhaldsstarfsemi fyrirtækisins hér á landi var rædd. Meðal
annars var rætt um mögulega stækkun á landfyllingu út í sjó (7), en um
mánuði áður höfðu forsvarsmenn Alcan hér á landi rætt um að flytja
starfsemi fyrirtækisins til Þorlákshafnar.

,,Er þetta það sem Lúðvík Geirsson kallar sigur lýðræðisins? Svikin
loforð?” segir Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson frá Saving Iceland.
,,Hegðun Lúðvíks sýnir vel hversu mikið vald álfyrirtækin hafa hér á
landi. Valdhafar virðast einfaldlega ekki þora að standa í vegi fyrir
uppgangi stóriðju.”

Vafasamir viðskiptahættir Alcan
Þann 30. Ágúst 2006, skrifaði Alcan undir langtíma samning um þátttöku í
framleiðslu á orrustuþotunni F-35 Jointer Strike Fighter, ásamt
vopnaframleiðendunum Lockheed Martin, Northtrop-Grumman og BAE Systems
(8).

,,Þetta er ekki beint glæsilegur hópur” segir Sofie Larsen frá Saving
Iceland. ,,Hingað til hefur athyglin hér á landi aðallega beinst að Alcoa
þegar kemur að tengslum álframleiðslu og stríðsreksturs. Alcan er hins
vegar engu skárri, því fyrirtækið er viðriðið fjölmarga
hergagnaframleiðendur.”

Alcan framleiðir m.a. ál fyrir EADS (European Aerospace and Defense and
Space) (9), sem framleiðir herþyrlur, orrustuþoturnar Euorofighter Tycoon,
Mirage F1, EF18 Hornet og aðrar þotur. EADS er einnig leiðandi
framleiðandi flugskeyta (10).

,,EADS fullyrðir á heimasíðu sinni að vörur fyrirtækisins séu seldar til
landa þar sem sala á hátækni flughernaðartólum fer fram á ábyrgan hátt“
segir Sofie. ,,En á sömu síðu má finna myndbönd frá Þýskalandi á tímum
nasismans, þar sem fyrri heimsstyrjöldin og flugvélar Nasista eru lofaðar
hástöfum (11). Hvers konar siðferði er það?”

Virkjun Þjórsár
Nú stefnir allt í að Þjórsárvirkjanirnar þrjár og Búðarhálsvirkjun verði
að veruleika, þrátt fyrir  sterka andstöðu bænda við Þjórsá. Landsvirkjun
hefur farið hverja ferðina á fætur annarri upp að Þjórsá í þeim tilgangi að
reyna að fá bændur til að samþykkja framkvæmdirnar. Eftir að níu bændur af
þeim tíu sem munu verða fyrir áhrifum af byggingu Urriðafossvirkjunar,
afhentu Landsvirkjun bréf um að þeir tækju ekki frekari þátt í umræðum um
virkjanirnar, hefur Landsvirkjun hótað að beita eignarnámi til að ná sínu
fram.

Í viðtali við Sunnlenska, sagði Jón Árni Vignisson, bóndi við Þjórsá, að
Sveitastjórn Flóahrepps hafi samþykkt breytingu á aðalskipulagi þar sem
gert er ráð fyrir virkjun Urriðafoss, eftir að Landsvirkjun hafi lofað að
koma að ýmsum málum innan sveitarinnar, t.d. betra farsímasambandi,
vegagerð og vatnsöflun ásamt peningagreiðslu (12).

Stækkun álvers Rio Tinto-Alcan og virkjun Þjórsár eru stórspilltar
framkvæmdir, sem þarf að stöðva áður en þær hefjast.

Um Saving Iceland
Saving Iceland varð til þegar íslenskir umhverfissinnar kölluðu eftir
alþjóðlegri aðstoð til að verna íslensk öræfi - og samfélag - frá græðgi
ál- og orkufyrirtækja. Í sumar hefur hópurinn staðið fyrir fjórðu
aðgerðabúðum sínum; í þetta sinn á Hellisheiði, en áður hafa búðirnar átt
sér stað á Mosfellsheiði, við Kárahnjúka og á Reyðarfirði.

Nánari upplýsingar:
Sofie Larsen - s. 821 8236
Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson - s. 857 3521
savingiceland@riseup.net
www.savingiceland.org

Guðmundur (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 16:00

4 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Það er nú víst ekki allt rétt Eva, sem lögreglan lætur frá sér fara stundum. En fyrst svo er hvað tilgangi þjónar þetta, því ekki tek ég mark á ruglinu hér fyrir ofan. Mér vitanlega hefur fólki líkað betur að vinna hjá Alcan í Straumsvík en á Grundartanga. Þetta rugl veldur aðallega óbreyttum starfsmönnum óþægindum. Og ég spyr nú bara rugludallana hér fyrir ofan, lítið þið þá á þá sem vesæla heimskingja sem Alcan er að nýðast á hvern dag. Þetta er furðulegt hversu vitleysan gengur langt og hversu langt fólk ætlar að ganga til að veikja sinn málstað í augum almennings. Er Saving Iceland kannski eins drykkjuhrútar á sveitaballi að leita eftir átökum bara átakana vegna. Eigum við kannski von á að með tímanum fari þetta harðnandi.

Sigurbrandur Jakobsson, 1.8.2008 kl. 17:10

5 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Svo ég minna rugludallana á að ekki er allt slæmt sem hernaður leiðir af sér. Sem dæmi Hummer, GPS staðsetningatæknin sem nánast er orðin lífsnauðsinleg öllum meirasegja Saving Iceland, langbylgjumastur RUV á Gufuskálum er gamalt loranmastur frá Bandaríkjaher, og háskólaþropið við Keili er svo gamla herstöðin á Keflavíkurflugvelli.

Og ekkert bull svo.

Sigurbrandur Jakobsson, 1.8.2008 kl. 17:15

6 Smámynd: Landfari

Það er morgunljóst að þetta skilar engum tilgangi.

Þetta þjónar ákveðnum tilgangi en svo ræðst það af atvikum hvort þetta skilar árangri eða ekki.

En þetta getur aldrei skilað neinum tilgangi frekar en nokkuð annað.

Landfari, 1.8.2008 kl. 18:09

7 identicon

Dásamaðu Hummer og GPS við þá sem hafa misst ástvini sína í stríði og þá sem búa við örkuml eftir sprengjur og önnur árásartæki. Og í hamingjunnar bænum slepptu því bulli að hernaður sé af hinu góða. Tækni fer fram jafnvel þótt menn stilli sig um að drepa mann og annan.

Ég lít ekki á starfsfólk Alcan sem heimskingja þótt upplýsingum um eðli og innræti eigenda fyrirtækisins hafi verið haldið leyndum fyrir því. Hitt er svo annað mál að þótt Alcan hafi komið vel fram við starfslið sitt á Íslandi, gegnir allt öðru máli um meðferð þessa skíta fyrirtækis á fólki sem ekki getur borið hönd yfir höfuð sér. Í Orissahéraði á Indlandi hafa hundruð þúsunda fátæklinga misst heimili sín vegna yfirgangs Alcan og eru nú á vergangi. Hér http://sapuopera.blog.is/blog/sapuopera/entry/601346/ geturðu séð pínulítið meira um aðstæður þess fólks, sem vissulega er vesælt, ekki frá náttúrunnar hendi heldur vegna kúgunar.

Nei, Saving Iceland liðar eru ekki að leita að átökum og allra síst átakanna vegna. Aðgerðir Saving Iceland hafa alltaf verið friðsamlegar og fráleitt að þær hafi einkennst af átökum. Einu átökin sem hafa orðið, hafa verið af hálfu lögreglunnar en nú virðist sem þar á bæ sé loksins búið að siða menn til og kenna þeim betri vinnubrögð, því lögregluofbeldi gagnvart mótmælendum hefur ekki verið vandamál í sumar.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 18:12

8 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Það er nú samt svo merkilegt að fólk kemst varla af án þess að hafa GPS í gemsunum. Og ég hef ekkert á móti GPS, hef unnið mikið með slíkan búnað. Og vegna þess að ég þekki hvernig hlutirnir voru fyrir tíð GPS tækjana, þá er maður þakklátur að fá að nota þessa tækni, því ég veit ekki betur en svo að þetta kerfi sé en í eigu Bandaríkjahers, og hann geti slökkt á því til notkunar fyrir almenning komi til stríðstíma. GPS tæknin hefur í sumum tilfellum bjargað mannslífum svo ég held að einhverjir ástvinir sé því ekki ósáttir.

Hvað með Reykjavíkurflugvöll. Hann var líka hernaðarmannvirki í sinni tíð. Nú þjónar hann mikilvægu hlutverki í samgöngum milli landsbyggðarinar og höfuðborgarsvæðisins. Þið í 101 viljið hann víst sem lengst í burtu. Kannski maður fari að sjá Saving Icelandliða hlekkja sig við Fokkerana vegna þess að þetta var herflugvöllur í sína tíð. Þá fá þeir kannski fatnað hjá hlaðmönnunum

Hvað varðar yfirgang Alcan á Indlandi, færir það mér eða starfsmönnum Alcan ekkert meira eða minna á diskinn okkar að vera að mótmæla því hér heima á Íslandi. Þó mig langi ekki að vinna í álveri, þá er það ekki vegna þess að einhver hluti framleiðslunar fer í hergögn.

Sigurbrandur Jakobsson, 1.8.2008 kl. 18:29

9 identicon

"Hvað varðar yfirgang Alcan á Indlandi, færir það mér eða starfsmönnum Alcan ekkert meira eða minna á diskinn okkar að vera að mótmæla því hér heima á Íslandi."

-Þarna er stóriðjusinnum rétt lýst. Þetta snýst ekki um líf og dauða annars fólks, heldur það hversu mikið við getum grætt. Það er svo aftur ömurleg kaldhæðni að þessir gróðafíklar sem stendur svona nákvæmlega á sama um meðbræður sína, fá alveg skelfilega lítið í sinn hlut, jafnvel þótt við reiknum ekki með náttúrunni sem við fórnum. Milljarðarnir sem fyrirtækin skila í í hagnað fara nefnilega ekki í vasa verkamanna Alcan og Alcoa, ekki einu sinni hinna íslensku.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 18:36

10 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Það er öllum frjálst að græða. Munurinn er bara sá að hér á Íslandi eru betri samningar um kaup og kjör en í vanþróuðum löndum á borð við Indland. Svo er ég nú ekki mikill stóriðju sinni. Fíflagangur á borð við þann sem hippaliðið í Saving Iceland er að stunda hér á landi hefur bara engan tilgang eins og þið ættuð að vera farin að sjá sjálf, nema afla stóriðjusinnum meira fylgis. Það yrði góður dagur þegar þið skilduð það og hættuð þessu.

Sigurbrandur Jakobsson, 1.8.2008 kl. 18:47

11 identicon

"Það er öllum frjálst að græða" þá væntanlega hvað sem það kostar. Ef þú ætlar að halda þessu til streitu þá hlýtur þú líka að viðurkenna rétt fíkniefnisala til að selja og markaðssetja sína vöru.

Ástandið í Indlandi og reyndar mörgum öðrum ríkjum er ekki vegna slæmra samninga um kaup og kjör heldur vegna þess að slíkir samningar eru ekki virtir og reyndar engin mannréttindi þeirra fátæku og fáfróðu.

Aðgerðir Saving Iceland hafa alls ekki aflað stóriðjusinnum meira fylgis. Þvert á móti sýna kannanir aukna andstöðu við stóriðju. Ég auglýsi hér með eftir EINUM fyrrverandi umhverfissinna sem hefur lagt eitthvað af mörkum til náttúruverndar (skrifað eina blaðagrein, skipulagt eina mótmælagöngu eða eina styrktartónleika eða eitthvað annað sýnilegt) sem hefur snúist til stóriðjustefnu vegna aðgerða Saving Iceland.

Sveinn; eins og allir vita snerist skipulagið sem kosið var um, um möguleikana á því að stækka álverið og ekkert annað. Það eru hreinir útúrsnúningar að halda öðru fram.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 19:02

12 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Öllum sem stunda starfsemi sem ekki er í andstöðu við íslensk lög er frjálst hagnast af sinni starfssemi. Fíkniefnasala er ekki leyfð lögum samkvæmt. En ég veit ekki til þess að Alcan hafi brotið íslensk lög, eða að starfsemi þeirra sé ólögleg, á sama hátt og fíkniefnasalana.

Þú virðist samt ekki skilja að ég er ekki stóriðjusinni, heldur styð ég ekki tilgangslausan fíflagang sem kemur okkur á Íslandi lítið við, enda eru margir meðlimir Saving Iceland af erlendum uppruna, þar á meðal talsmaður þeirra.

Á hinn bóginn er ég mikill náttúru unnandi og nýt þess mjög að búa hér á Snæfellsnesinu, laus við alla stóriðju. Að vísu erum við vonandi að fá vatnsátöppunarverksmiðju hingað í bæjarfélagið, sem skapar mörg störf fyrir þá sem eru til í að starfa við slíkt. Ég er ekki í þeirra hópi, og vil heldur streða við sjómennskuna meðan við fáum frið fyrir stjórnvöldum og stórfyrirtækjum í sjávarútvegi til þess. Það er ekki bjart útlit í þessari grein þessa dagana vegna réttindaskerðingar og öryggið í greinini ekki mikið. Því yrði það þýðingarmikið að fá stóriðju af því tægi sem vatnsverksmiðja er. Kannski eigum við von á Saving Iceland hingað með keðjurnar sínar vegna þess að vatnið færi kannski til þystra hermanna í Írak

Sigurbrandur Jakobsson, 1.8.2008 kl. 19:58

13 identicon

"Öllum sem stunda starfsemi sem ekki er í andstöðu við íslensk lög er frjálst hagnast af sinni starfssemi."

-Þrælahald er ekki leyfilegt samkvæmt íslenskum lögum. Það er heldur ekki leyfilegt að menga neysluvatn, reka fólk af landi sínu eða stofna lífi þess í vísvitandi í voða. Bæði Alcan og Alcoa hafa fengið á sig dóma fyrir umhverfisspjöll og mannréttindabrot en þessi mafíufyrirtæki halda ótrauð áfram.

Aðgerðir Saving Iceland eru ekki tilgangslaus fíflagangur heldur hafa þær þvert á móti vakið mikla athygli og umræðu. Það er út í hött að halda því fram að aðgerðir á Íslandi sem hafa áhrif á starfsemi fyrirtækja á Íslandi, komi Íslendingum ekki við. Nóg viðbrögð vekja þær allavega.

Hvaða máli skiptir það þótt margir SI liðar séu útlendingar?

Saving Iceland hefur ekki neinn einn talsmann. Talsmanni er skipt út á nokkurra vikna fresti. Þessa dagana er það Snorri Páll, íslenskur í húð og hár.

Ég efast um að vatnsátöppunarverksmiðja geti flokkast undir stóriðju og lýst mun betur á slíka starfsemi en álver. Saving Iceland hefur aldrei mælt með eða stuðlað að illri meðferð hermanna fremur en annars fólks svo það er allavega ekki líklegt að slíkri verksmiðju verði mótmælt á þeim forsendum.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 21:29

14 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Íslensk lög gilda aðeins á Íslensku yfirráðasvæði, sem dæmi get ég nefnt þér að allur Íslenski kaupskipaflotinn er undir erlendum flöggum. Þar af leiðandi er skipafélögunum heimilt að ráða á þau mannskap sem nánast er á þrælakaupi og svipta þar með Íslenska farmenn lífsviðurværi sýnu. Eins þurfa þau ekki að hlíta eins ströngum kröfum um öryggi áhafnar og skipa frekar en þau vilja, en ég held þó að þau skammist til að mann þau Íslendingu að meginhluta en um sinn og hafi strangari öryggiskröfur um borð í skipunum en þau þurfa. Gleggsta dæmið um slóðaskap var Vikartindur á sínum tíma. Eini Íslendingurinn þar um borð var hleðslumaðurinn. Hví gangið þið þá ekki gegn Eimskip og Samskip?

Í mínum huga er mannskapurinn í Saving Iceland ekki uppá marga fiska og ég held að það sé best að ég tjái mig sem minnst um mitt álit á þessu fólki. Ég sá til þeirra í Reykjavík í fyrra, og þetta er bara leikaraskapur. Það sem þau gerðu á Hellisheiði um daginn hefur þau ekki yfir lög og reglur, þó þau telji málstaðinn góðan. Valdir þú tjóni ertu bótaskyld, um það eru fjöldi laga og reglugerða. Að lenda fyrir dómara og verða sakfeldur er eitthvað sem þú þværð ekki af þér, og gertu orðið þér til trafala seinna í lífinu. Hafirðu ekki samvisku fyrir því ertu bara á stað og dópsalinn sem þú mintist á áðan.

Sigurbrandur Jakobsson, 2.8.2008 kl. 00:10

15 Smámynd: Ingunn Guðnadóttir

Sæl aftur

Mér finnst eitthvað einkennilegt við það hvað gert er upp á milli mótmælenda.

Einhvernveginn hef ég það á tilfinningunni, að harðara hefði verið tekið á þessu liði ef þetta hefðu verið íslenskir "trukkabílstjórar"

Ingunn Guðnadóttir, 2.8.2008 kl. 05:04

16 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Góður punktur hjá Ingunn. Þeir voru nærri barðir sundur og saman fyrir að valda töfum á umferð, vegna mótmæla sem skiptu okkur meira máli en þessi vitleysa. Svo fær þetta lið silkihanskameðferð þó það hafi svo áþreyfanlegt sé valdið tjóni.

Gaman að þú sért komin aftur á bloggið. Ég brá mér í 3 vikur á humarbát í Þorlákshöfn, og tók svo eftir að þú varst horfin áf blogginu þegar ég kom til baka. Við byrjum ekki á línuni fyrren í lok mánaðarins svo það er bara loks gott sumarfrí í fyrsta skiptið í mörg mörg mörg ár

Sigurbrandur Jakobsson, 2.8.2008 kl. 10:29

17 identicon

Sigurbrandur:

"Hví gangið þið þá ekki gegn Eimskip og Samskip?" 

-Vegna þess að við höfum ákveðið að einbeita okkur að baráttu gegn stóriðju á Íslandi. Það merkir ekki að við leggjum blessun okkar yfir allan annan skítbuxahátt í heiminum. Ef þú vilt skipuleggja mótmæli gegn illri framkomu skipafélaga gegn starfsmönnum sínum, skal ég mæta.

Ég hef sjálf fengið á mig dóm vegna aðildar að mótmælum. Þegar fólk tekur slíkar áhættur er það búið að gera upp við sig að málið sé nógu alvarlegt til að færa fórnir fyrir það. Á sama hátt fengu forsprakkar verkalýðshreyfingarinnar á sig dóma og helstu baráttumenn fyrir mannréttindinum hafa setið í fangelsi. Þegar er verið að berjast gegn lögum sem tryggja stjórnvöldum og fyrirtækjum kjöraðstæður til valdníðslu, þá þarf einhver að vera tilbúinn til að færa fórnir.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 11:05

18 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Góðan daginn Eva

Mér mundi ekki detta það til hugar að mæta við hliðið hjá Eimskip. Ég nefndi þetta bara sem dæmi um að það er ýmislegt að gerast nær en fær. Skipafélögin sýna líka meiri viðleitni til að bæta sig, en þið að viðurkenna að þið eruð bara að eyða tíma lögreglunar í vitleysu. Sem við skattborgarar greiðum svo á endanum!

Sigurbrandur Jakobsson, 2.8.2008 kl. 11:13

19 identicon

Ingunn: Í flestum tilvikum hefur mun harðar verið tekið á umhverfissinnum en bílstjórum. Trukkabílstjórar voru látnir í friði dag eftir dag, þrátt fyrir að valda almenningi alvöru truflun og augljósri hættu. Þegar lögreglan loksins beit í sig kjark til að taka á þeim, var gengið allt of langt. Svo virðist þó sem lögreglan hafi loksins lært eitthvað af mistökum sínum því alveg þar til í sumar hafa friðsamir mótmælendur á vegum SI sætt lögregluofbeldi, og ekki eftir margra daga aðgerðir, heldur strax. Það eru allt önnur vinnubrögð sem lögreglan hefur uppi núna.

Þá er athyglisvert að mál gegn vörubílstjórum hefur enn ekki verið dómtekið en mál gegn nokkrum hræðum á Hellisheiði verður dómtekið strax í ágúst. Dómskerfinu virðist liggja miklu meira á að afgreiða umhverfissinna en vörubílsstjóra. Það skyldi þó ekki vera vegna þess að umhverfissinnar ögra hinum raunverulegu valdhöfum -erlendum stórfyrirtækjum?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 11:13

20 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Ekki hér á Íslandi. Trukkarnir höfðu þó einhvern raunhæfan málstað að berjast fyrir. Það hafið þið bara ekki með hippalið í forsvari.

Sigurbrandur Jakobsson, 2.8.2008 kl. 11:18

21 identicon

það skal enginn segja mér að Mary Wollstonecraft, Joe Hill og Gandhi, hafi ekki öll heyrt endalaust suð um að málstaður þeirra hafi verið óraunhæfur.

Hvað áttu annars við með "hippalið"? Og er eitthvað að því að vera með slíkt "hippalið" í forsvari? Hafa hippar eitthvað minni rétt til að berjast gegn valdníðslu en annað fólk?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 13:00

22 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Útgangurinn á sumum er ekki traustvekjandi, hvorki núna eða í fyrra þegar maður sá þetta lið setjast uppá Hlemi fyrir utan lögreglustöðina.

Sigurbrandur Jakobsson, 2.8.2008 kl. 14:04

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband