6.9.2008 | 19:51
Lítið að gerast.
Það er hálfgerð gúrkutíð þessa dagana hjá mér. Haustið er að færast yfir og náttúran að taka sínum breytingum eins og vant er á þessum árstíma. Þrátt fyrir hlýindi þessa dagana, þá eru samt merki þess að gras og gróður sé farið að gulna. Á föstudaginn fyrir viku síðan var nánast rok af norðri, fyrsta haustrokið líklega.
Á mánudaginn var, 1. september, gekk nýtt kvóta ár í garð og hafið hér fyrir utan gluggana hjá okkur fylltist af bátum, sem voru að byrja aftur eftir langt sumarstopp í sumum tilfellum.
23.8.2008 | 21:10
Eitt gott að vestan.
21.8.2008 | 22:59
Helgarfrí og helgi á Bifröst.
Helgin er framundan með menningarnótt í Reykjavík. Það kæmi mér ekki á óvart þó Reykvíkingum tækist vel til þetta árið. En það er gert ráð fyrir 100.000 manns. Viðkvæmni Hólmara á sér engan sinn líkan og ég ákvað að fjarlægja færsluna um Dönsku dagana vegna þess hversu ógeðlegar sumar athugasemdirnar við hana voru. Það mætti halda að skoðanafrelsi sé ekki vel séð í Hólminum. En ég er bara svo gamaldags að ég hefði viljað sjá minna fréttaefni um þessa hátíð af þessum toga.
Við förum á sjó í næstu viku, og höfum verið að vinna við að gera skipið klárt í þessari viku. Nú er því helgarfrí og vinnuhelgi hjá mér í Háskólanum á Bifröst. Ég ákvað að skella mér í fjarnám við frumgreinadeldina á Bifröst. Ég var búinn að vera að bræða það með mér í ein 2 ár og sló svo til í vor og sótti um. Hvernig gengur verður bara að ráðast, og ég tek bara einn vetur í einu.
18.8.2008 | 09:00
Strætó b.s. með sitt framlag til mótvægisaðgerða á landsbyggðini.
Þetta er nú lýsandi dæmi um þá þröngsýni sem virðist vera hjá Strætó b.s. þessa dagana. En það var samt vel að sér vikið að leysa vanda með þessar 300 millur sem vantar uppí reksturinn. Látum bara landsbyggðina borga.
Eins og ég hef alltaf skilið þessi námsmannakort þá eiga þau að vera fyrir þá nemendur sem búa og stunda nám á höfuðborgarsvæðinu. Það ætti engu máli að skipta hvort einhverjir nemar hafi lögheimili en hjá mömmu og pabba á Þórshöfn, því ekki eru þau að stunda námið sitt þaðan, heldur frá nemendagörðum eða leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.
Ég ætla rétt svo að vona að sveitafélögin á landsbyggðini láti kröftuglega í sér heyra yfir þessari fáránlegu og heimskulegu ákvörðun Strætó b.s. Hún er stjórnendum Strætó til vansa og sýnir hversu tilviljankendir og ónákvæmir stjórnunarhættirnir eru þar á bæ.
Nemar utan af landi fá ekki lengur frítt í strætó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.8.2008 | 20:57
Björgunarafrek
Í gær var það óhapp að lítill skemmtibátur Eggja-Grímur sökk norð-vestur af Garðskaga. Veðrið í gærmorgunn á Akranesi var ekki til að hrópa húrra fyrir. Suð-vestan 5-8 m/s, svo ekki hafa verið góð skilyrði fyrir litla báta á þessum slóðum. Þyrla Landhelgisgæslunar kom mjög fljótt á vettfang og skömmu seinna m/b Happasæll KE 94. Þá var Eggja-Grímur skyndilega að því fréttir sögðu kominn að því að sökkva. Með harðfylgi náðu skipverjar á Happasæl að ná tveggja manna áhöfn Eggja-Gríms og sigmanni þyrlunar um borð til sín. Myndir af þessu atviki sýnist mér sína allt annað en fréttir af þessu sögðu, og að þarna hafi áhöfn Happasæls unnið mikið afrek. Sigmaðurinn og annar skipverja Eggja-Gríms lentu í sjónum og í einhverjum fréttum var sagt að einn úr áhöfn Happasæls hafi farið í sjóinn til að aðstoða þá.
Mér finnst að þætti áhafnar Happasæls KE 94 í þessari björgunn sé ekki haldið nógu hátt sem skildi. Líklega hefði nú þyrlan samt náð þeim um borð ef Happasæls hefði ekki notið við, en svo virðist vera sem að þegar til kom hafi aðkoma Happasæls auðveldað björgunina, vegna þess hve snögglega báturinn fór að fara niður.
Myndin hér af ofan er frá Landhelgisgæsluni og dæmi nú hver sem vill. En mér finnst þetta hafa verið farið að líta illa út í lokin.
16.8.2008 | 20:10
Kerfið virkaði aldrei sem skildi.
Árið 2005 var farið að setja búnað í strætisvagnana fyrir þetta kerfi. Einn af þeim vögnum sem þetta var sett í var gamli 5C vagn no 80. Hann var með þeim fyrstu að fá þetta. Ég hætti hjá Strætó í lok þess sumars og þá var verið að prófa þetta kerfi með það í huga að koma í fyrstu upp skólakorti fyrir kerfið og svo átti nú væntanlega að þróa almennkort í kerfið. Ég kom svo aftur til starfa hjá Strætó í desember 2006, og þá var þetta kerfi og búnaður fyrir það í notkun. Mér fannst þetta samt aldrei virka sem skildi og oftast bilað. Þetta virtist þurfa meira fjármagn í þetta til að reyna að gera þetta skárra, en nóg var nú samt komið.
Svona mistök sína það að það er vissara að hugsa málinn til fulls áður en endirinn er ljós, ekki síst vegna þess að þarna fóru 400 milljónir fyrir lítið, og gaman væri að vita hvert þær fóru og til hverra.
Smartkortakerfið klúðraðist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.8.2008 | 16:42
Vonandi lærir hann í þetta skiptið.
En eina ferðina eru Reykvíkingar að horfa fram á óvissu í borgarstjórn sinnar fallegu borgar. Þetta segir fólki bara það að það er valkostur í næstu kostningum.
Dagur B og Svandís Svavars geta farið að hlakka til næstu kostninga.
Borgarstjóri mætir í Ráðhúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.8.2008 | 12:19
Farið hefur fé betra.
Farvel og komið aldrei aftur.
Þetta hefur engu skilað nema óvinsældum í þeirra garð og auknu fylgi við stóriðju.
Beinið mótmælum ykkar næst í skynsamlegri átt, og plese verið betur til fara! Skelfilegt að horfa uppá svona hippaútgang!
P.S. Ég er bara svoldið hræddur um að næstu búiðr verði í garðinum hjá mér
Saving Iceland tekur niður búðir sínar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.8.2008 | 19:49
Vonandi næst hann.
Ökuníðingur skildi félagann eftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |