28.10.2008 | 21:30
Frítúr
Þessa dagana er ég í frítúr og á Skaganum með Rannveigu og stelpunum. Rannveig er í staðlotu í KHÍ og ég reyni að hafa ofanaf fyrir stelpunum á meðan.
Ég kom austan frá Vopnafirði aðfaranótt mánudagsins í arfavitlausu veðri með flutningabíl frá Ragnari og Ásgeir sem var að fara með fiskinn af okkur vestur í Rif. Sá sem kom að sunnan til að leysa mig af lenti í þvílíkum hrakkningum og þurfti Björgunarsveitin á Héraði að bjarga honum tvisvar ofan af heiðum fyrir austan. Örvar komst svo ekki út frá Vopnafirði fyrren í hádeginu á mánudag og varð svo að halda í var við Langanes í gær og lá þar fram á miðja nóttina, þá dúraði og þeir gátu farið að leggja.
Ég skaust svo í nótt suður í Þorlákshöfn að kíkja aðeins á þá á Friðriki Sigurðssyni og ná í smávegis sem ég átti þar. Ég tók yfirstýrimanninn af honum með úr Kópavogi, en hann var að koma úr fríi, og tók svo 2. stýrimann með í bæinn í frí. Þeir eru í ufsa og það er hörku fiskirí og mikið púl. Línan er bara hobbý miðað við það.
Það verður víst að segjast að þetta árið hafi veturinn skollið snemma á fyrir norðan og austan, og með þvílíkum krafti að maður hefur ekki séð annað eins á þessum árstíma í seinni tíð. En samkvæmt spám á þetta að réna næstu daga og hlýna aftur í bili. Þó var kominn það mikill snjór á Akureyri og í Víkurskarðið að hann er varla á förum áður en næsta hret skellur á. Eða það held ég allavega.
21.10.2008 | 00:09
Ekki fyrir sjóveika.
20.10.2008 | 23:49
Sjósókn frá Rifi
20.10.2008 | 20:25
Hvar eru bissnesmennirnir?
19.10.2008 | 00:40
Skrýtnir tímar, en alltaf ljós í myrkrinu.
Ég hef ekki verið mikið að blogga þessa dagana. Þar er líklega aðllega leti um að kenna og það að þegar ég hef verið og þá sjaldan í fríi, þá hefur fjölskyldan gengið fyrir. Í dag fórum við sem dæmi í skírn hjá systir minni á Skaganum, þar sem systurdóttir mín var skírð af séra Eðvarð Ingólfssyni sóknarpresti á Akranesi. Þess má til gamans geta að hans bernskuslóðir eru á Hellissandi. En hérna ólst hann upp og þekkir örugglega hverja þúfu. Skagamenn eru mjög heppnir með sóknarprest, því eins kærleiksríkan og góðan mann eins og séra Eðvarð er ekki víða að finna. Hann gifti okkur og skírði dætur okkar báðar. Aníta Sif sú yngri var skírð heima hjá okkur í Krókatúninu í byrjun sumars 2005. Eldri dóttirin var rétt orðin 2 ára og var svo hrifin af séra Eðvarð að þegar hann tók hana í fangið þegar hann var að fara og spurði hvort hún vildi bara ekki koma með sér, þá var Embla fljót að svara já í fúlustu alvöru. Það er því ömurlegt til þess að hugsa að menn sem hugsuðu meira um Mammon og veraldleg gæði skuli nú vera að gera framtíð veslings barnsins sem í dag var verið að skíra til kristni, óörugga og dökka. Það ljómar ekki kærleikurinn og friðurinn kringum þá í dag
Þetta er svona kveðja til þeirra sem nú bera ábyrgð á hvernig framtíð barnana okkar er í dag, það er hæpið að þau rúnti um á Range Rover í framtíðini eins og þeir.
21.9.2008 | 15:22
Í fyrsta gír.
7.9.2008 | 00:04
Lék í þessari
Ég lék Mr Rodricers co worker.
Líklega sá Hólmari sem hefur verið næst því að komast til Hollywood.
6.9.2008 | 23:05
Gott að ekki fór verr.
Bjargað á land eftir að plastbát hvolfdi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |