Komnir að norðan.

Jæja þá erum við á Örvari loksins komnir aftur í heimahöfn á Rifi eftir tæpa tvo og hálfan mánuð á veiðum fyrir norðan og austan land. Við enduðum í ýsuskoti í Húnaflóanum og lönduðum tvisvar á Skagaströnd í restina. Við lögðum síðan af stað um kl. 11 í gærkvöldi áleiðis heim með 180 kör eftir fjórar fullar lagnir, þar af 110 kör af ýsu. Við fengum suðvestan kalda á heimleiðini og komum í Rif um kl 9 í gærkveldi. Ferðin var tíðindalaus að því leitinu til að við Óðinsboða í Húnaflóa vorum við orðnir samskipa Lundey NS 14 sem var að kom austan af á leið í Breiðafjörðinn, og það er skemst frá því að segja að gangurinn á henni var það mikill að hún hreinlega skildi okkur eftir og við vorum farnir að spá í hvort við myndum sjá hana svo á bakaleiðini fulla af síld af sundunum við Stykkishólm.


Góð myndbönd

Mig langar að benda á skemmtilega vefsíðu Grundfirðingsins Tómasar Loga Hallgrímssonar www.skelfirinn.is . Þar má finna mörg skemmtileg myndbönd, aðallega af Snæfellsnesinu. Hérna er eitt sýnishorn, en ég hef tvisvar áður sett inn myndbönd frá honum.


Nýtt myndaalbúm

Ég var að búa til nýtt myndaalbúm "Örvar SH 777". Ég var að uppgvötva það að í Nokiasímanum mínum er mjög góð myndavél og meininginn er að reyna að vera duglegur að taka myndir á hann og sýna menn og störf um borð í Örvari.

Trúi ekki öðru en hann hljóti að hafi vitað af því í hádeginu.

Mér finnst frekar ólíklegt að hann hafi ekki vitað af því fyrr. Kannski hafa boðskipti verið eitthvað brengluð eða misfarist, en samt fannst mér sem hljóðið í honum virkaði ekki af miklum áhuga.

Sjálfum finnst mér þetta mjög höfðinglegt af pólverjum að bjóða okkur smá aðstoð og ég hlakka til að sjá glottið á pólskum vinnufélögum mínum eftir helgi.

Það er líka eitt í þessu að stór hluti þeirra pólverja sem búsettir eru hér á landi, eru sestir að. Eiga sínar eignir og skuldir líkt og aðrir hér á landi. Að sjálfsögðu eru þeir í sömu sporum og aðrir landsmenn.


mbl.is Geir staðfestir pólska aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er að því að þiggja aðstoð frá Póllandi?

Hefur forsætisráðherra eitthvað á móti því að Pólverjar aðstoði okkur, eða hefur hann eitthvað á móti Pólverjum. Á mínu skipi eru 4 Pólverjar og duglegri og heiðarlegri mönnum hef ég ekki kynnst.

Ég bara blæs á svona!


mbl.is Kannast ekki við pólskt lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvæla

Hversu lengi á að halda landsmönnum í heljargreipum vitleysunar. Það er sama hvar dýpt er veiðarfæri í sjó allstaðar er þorskur.
mbl.is Ekki tilefni til að mæla með aukningu þorskkvótans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mynd tekin upp í fegurð Breiðafjarðareyja.

Við Rannveig fórum á mynduna í bíó, og vorum mjög heilluð sérstaklega af því hversu vel myndin gerir fögru umhverfi Flateyjar og Breiðafjarðar. Flatey er perla Breiðafjarðar, ásamt sínum mörgu systrum.


mbl.is Brúðguminn með 14 tilnefningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það verður hreinasta skelfing á Akranesi

Mér hefur nú reyndar atvinnulífið á Akranesi vera heldur lítilfjörlegt undanfarin 6 ár. Þegar ég flutti á Skagan í lok árs 2002 þá var HB stórveldið að sogast inní Granda og þá urðu uppsagnir og nokkur fjöldi missti vinnuna, þar á meðal sjómenn á skipum HB. Það sem helst hefur ollið íbúafjölgun á Skaganum undanfarin ár, með tilheyrandi byggingaþenslu, er nálægðin við Reykjavík og hversu gott atvinnuástand hefur verið þar og íbúðaverð hærra en á Alranesi. Þegar ég seldi í Hafnarfirði 2002 fékk ég 106 fm einbýli fyrir 65 fm, 2 herbergja íbúð. Það sem ég ekki áttaði mig á að ég var að flytja í algera eyðimörk og þessi 4 ár sem við bjuggum á Skaganum hafa orðið að martöð sem við erum búin að vera að súpa seyðið af síðan. Þetta voru afdrifarík mistök þegar upp er staðið.

Sama held ég að verði hjá mörgum þeim sem fylgdu í kjölfar okkar á svipuðum forsendum eða þeim forsendum að góð vinna yrði áfram í Höfuðborgini og engin kreppa í sjónmáli.  Í dag er sem dæmi mágur minn í hópi þeirra sem taka pokan sinn á morgunn, búinn að búa á Skaganum í akkurat eitt ár. Samkvæmt því sem ég síðast frétti var hann, líklega ekki frekar en aðrir í sömu stöðu á Skaganum búinn að fá aðra vinnu. Eins og staðan er í dag hef ég áhyggjur af þeim


mbl.is 63 sagt upp á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningar strax.

Meðan hundruð fólks sér framá langvarandi atvinnumissir og sálarangist tilheyrandi því, virðast þingmenn og valdhafar ætla að sitja sem fastast, þrátt fyrir að algert stjórnleysi og ringulreið virðist ríkja á þeim bænum. Þeir nenna ekki orðið að stappa stálinu í fólk.

Því held ég að vilji þeir að einhverjir axli ábyrgð, að þá ættu þeir að ganga fram í góðu fordæmi, rjúfa þing og boða til kosninga.


mbl.is 60 sagt upp hjá Ris ehf.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn og VG þurfa engu að kvíða.

Það verður örugglega, hverjum brögðum sem sjálfsstæðismenn beita, óneytanlegur fylgifiskur bankahrunsins mikla og kreppunar að Sjálfstæðisflokkurinn býður afhroð.
mbl.is Fylgi VG meira en Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband