Ekki hættur.

Það hefur lítill tími gefist til að sinna blogginu þessa dagana, því þegar ég kom í land á fimmtudaginn stökk ég beint uppí bíl og suður á Skaga. Ég skrapp ekki einusinni heim. Ég var svo að detta inn aftur og fer aftur út um hálfátta í kvöld. Annas er farið að síga á seinnihlutan á úthaldinu vegna þess að kvóti Örvars SH er að verða búinn. Það eru myndir frá útskriftarbróðir mínum á Ósk KE á www.123.is/skipamyndir  af miklum afla í trossurnar hjá honum. Svo miklum að slá varð stroffu á trossuna og snörla henni innyfir spilið með gilinum, svo stífluð var hún. Nú fer að líða senn að niðurstöðum Hafró úr togara og netaröllum og ég reikna með að þær verði ekki í samræmi við myndirnar frá Dóra á Ósk. Ég hitti hann ekki fyrir svo löngu síðan í Smáralind hressan að vanda enda búinn að vera mikil þorskveisla hjá þeim á Óskini í vetur. En fiskifræðingar sjá ekki neitt frekar enn fyrri daginn. Allur þessi niðurskurður er að verða búinn að drepa niður alla vertíðarstemmingu, því þeim fer ár frá ári fækkandi bátunum sem stunda netaveiðar á vetrarvertíð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband