Skagamenn!!!! Takið ykkur á í umferðini!

Þá fer að síga á Hvítasunnuhelgina og sjóferð framundan í kvöld. Fram að mánaðarmótum róum við bara einusinni á milli helga, frá sunnudagskvöldi og í land á fimmtudagsmorgni.

Helgini eyddi fjölskyldan á Akranesi eins og svo oft áður á hótel tengdamömmu í vellystingum að venju, og kunnum við henni okkar þakkir fyrir það.

En það var ljóður á dvölini á Skaganum. Það stakk okkur mjög hversu tillitsleysi, ruddaskapur og frekja er farin að verða áberandi í umferðini á Skaganum. Sérstaklega á þetta við gagnvart gangandi vegfarendum í umferðini. Ekki er stoppað fyrir fólki við gangbrautir, og varla hægt á fyrir fólki sem er komið af stað með börn sín og hunda útá gangbrautir. Rauð gangbrautarljós eru ekki virt frekar en umferðarljósin á mótum Kirkjubrautar, Kalmannsbrautar og Stillholts. Troðningur og frekjuskapur ökumanna við aðra ökumenn er mjög áberandi og tillitsemi og greiðasemi enginn. Sem dæmi á bílaplaninu á Skarðsbraut lenti ég í því að einn ökumaður tróð sér afturfyrir mig þegar ég var að bakka uppað bílskúrnum hjá tengdapabba. Það var bara heppni að ég sá hann og bakkaði ekki á hann eða fyrir hann, og fýlusvipurinn sem ég fékk frá þessum ágæta manni var ekki fallegur. Sú regla gildir í umferðini eins og annasstaðar, að þú kemur fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig. Eins var það áberandi, að vegna þess að íbúum hefur fjölgað mjög á Skaganum að þá hefur umferð á álagstímum þynngst, að þá myndast umferðarhnútar á fjölförnum götum. Ekki virðast ökumenn á Akranesi vera í stakk búnir að takast á við slíkt hvað þá kunna á slíkt. Eins virðast ökumenn ekki taka mikið tillit til hraðatakmarka einsog á Skarðsbraut og Vestugötu og bruna því framhjá skólum og leikskólum eins og þeir vilja sennilega að brunað sé framhjá þeirra heimili þegar börn og barnabörn eru að leik fyrir utan.

Það var því hálf óttablandið að fá sér göngutúr í góðaveðrinu með fjölskylduna á Akranesi vegna þess að manni fannst maður ekki öruggur þegar við fórum yfir götu, jafnvel þó gangbrautarljós væru til staðar.

Skagamenn!! Gerið betur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband