Ströndum ekki

Ég var að kíkja inná síðuna www.strondumekki.is sem er síða sem áhugamenn um betri samgöngur til Vestmannaeyja standa að. Núna hafa 2905 skrifað undir gegn höfn í Bakkafjöru, og ég hvet fleiri til að kynna sér síðuna og sérstaklega skoða myndbandið úr Bakkafjöru sem tekið var fyrir um ári síðan. Langar fólk til að fara ælandi á Þjóðhátíð úr Bakkafjöru eða viti sýnu fjær af hræðslu, því mér finnst ekki fýsilegt að bjóða fólki uppá að sigla þaðan við þær aðstæður sem þarna geta skapast. Fólki sem ekki er kannski vant sjóferðum. Nei færum Eyjamönnum frekar nýjan Herjólf vilji þeir það frekar og nýtum aðstöðuna sem komin er í Þorlákshöfn betur.

En einn túrinn framundan

Tíminn líður mjög hratt þennan veturinn þrátt fyrir vond veður. Það er farið að líða á seinnihlutan á vertíðini hjá mér, og stutt orðið í sumarið. Sumardagurinn fyrsti eftir tæplega hálfan mánuð, og vonandi verður sumarið gott. Það bara kemur ekki annað til greina eftir leiðnlegan vetur.


Því miður, oftast bara peningaplokk og tímasóunn

Þetta er rétt hjá Hafþóri, tímasóunn og penigaplokk og í sjaldnast nýjustu bílarnir notaðir á þessi námskeið. Farið að ganga svoldið mikið nærri atvinnuréttindum manna að þurfa að borga einhverjum gagnslaust námskeið bara til að halda sínum áunnu réttindum og þar með atvinnu sinni. Gott hjá honum og sýnir að margt af viti kemur úr Hólminum að vísu með örfáum undantekningum.
mbl.is Óku flautandi og blikkandi á brott
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helgarfrí.

Jæja stutt er á milli fría hjá mér. Ég er varla kominn úr páskafríi þegar við tók helgarfrí. Skýringin er sú að ég var í frí fyrsta túrinn eftir páska.

Eitthvað virðist vorið vera latt eins og ég, því það er svona varla að það sé á leiðini eins og veðrið hefur verið hérna fyrir vestan undan farna daga. En daginn er svo greinilega samt farið að lengja. Ég brá mér inní Hólminn í síðustu viku í norðan leiðinda gluggaveðri og fannst heldur kuldalegt og leiðinlegt um að litast. Norðan beljandi og öll skipin 3 í landi. Ekki samt vegna veðurs, heldur kvótaleysis, og það um miðja vertíð. Ja versnandi heimur fer. Enginn trillukarl að keppast við að gera klárt fyrir vorið hvernig sem viðraði. Sá eini sem ég hitti var því fegnastur að vera hættur þessu rugli og frekar en skipaflotinn, ekki vegna veðurs. Hvernig er þetta að verðaWoundering

Síðustu helgi var ég svo en og aftur á Skaganum, í afmælisveislu hjá tengdamömmu. Mjög góð veisla í alla staði og gaman að hitta svona mikið af mínu góða tengdafólki á góðri stundu. Kona mín og systkyni hennar gerðu mjög góða veislu fyrir tengdó og ég er mjög montinn að hafa fengið að hjálpa smá til. Til lukku öll samanSmile og hamingjuóski með árin tengdamamma.Whistling


Gamlar hafnir og nýjar.

Það blása kaldir norðan vindar um Snæfellsnesið og ekkert gaman að vera á ferð útivið. En það er nú víst óhjákvæmilegt, enda er langt páskafrí hjá mér loks á enda, líklega haldið til sjós í kvöld. Ég var í fríi fyrsta túrinn eftir páska, svo þessvegna er mitt páskafrí svona langt.

Svona áður en ég held á sjóinn þá langar mig að lokum, og af gefnu tilefni að bæta aðeins við um væntanlega Landeyjahöfn eða Bakkafjöruhöfn öðru nafni. Skoðanir hafa víst verið skiptar og margir tjáð sig um þess væntanlegu höfn sem á að fara að gera þarna suðurfrá, meðal annas til samgöngubóta til Vestmannaeyja.

Fyrir um 7 árum síðan var ég háseti á dragnótabát frá Reykjavík, sem gerður var út það sumar frá Þorlákshöfn. Við vorum á útilegu og vorum á veiðum með allri suðurströndini þetta sumar frá Eldey austur í Lónsbugt. Meðal þeirra staða sem við vorum að veiðum á var Bakkafjaran skammt frá þeim stað þar sem höfnin á að koma, mjög grunt og nálægt landi. Þarna var góð ýsuveiði megnið af sumrinu. Þegar við vorum þarna var gott veður og ládauður sjór, en í eitt skiptið vorum við þarna í suðvestan og sunnan kalda ásamt öðrum bát og alveg uppí brimgarðinum. Það hefði ekki verið gott að fá í skrúfuna eða drepist á vél þarna við þessar aðstæður því þá hefði verið mikil hætta á ferðum. Báturinn sem var samskipa okkur var eiginlega innan við fyrsta brotið, enda minni og liprari. Okkur á hinum stóð svona eiginlega ekki á sama, en það var öryggi að við vorum 2 þarna.

Sumarið 2006 var ég svo á humri frá Þorlákshöfn og gekk vel þrátt fyrir ríkjandi sunnanáttir nánast alla vertíðina. Það var alveg ömurlegt sumar þarna við suðurströndina. Við sigldum oft framhjá Bakkafjöru þetta sumar og nánast alltaf eða oftast var mikið brim þarna, því sjóinn náði aldrei að slá niður milli lægða og vinda.

Núna þegar ég er að róa úr Rifshöfn og má búa við það að skipið mitt kemst ekki út eða inn nema á réttu falli, þá skil ég ekki þann forgang miðað við þær hugmyndir sem ég sá kynntar í síðasta blaði Siglingastofnunar um bætur á Rifshöfn. Löngu tímabærar bætur. Eins eru fleiri hafnir eins og t.d. Hornafjörður og Sangerði sem þyrftu örugglega á endurbótum á innsiglingu að halda eins og Rifshöfn, auk ýmisa annara framkvæmda. Í Þorlákshöfn er búið að breyta, stækka og endurbæta höfnina meða tilliti til siglinga til Eyja og vöruflutinga til og frá landinu, auk þess sem Eyjamenn sjálfir virðast hafa meiri áhuga á endurbótum í sinni höfn, en að fá Bakkafjöruhöfn.

En Bakkafjöruhöfn mun koma og við verðum bara að sjá hvað setur og ekki fara út í einhverja öfgafulla umræðu sem engu skilar. Best er að vona það besta og að framkvæmdir í Bakkafjöru verði yfirstíganlegar og árangursríkar, og enginn þurfi að segja eftirá: ég sagði það.

Kv að sinni


Skrítinn ákvörðun.

Það er svoldið skrítið að leggja bara fyrirtækið niður svona snögglega, þó ekki hafi stefnt í gjaldþrot. En eigendurnir hafa kannski talið stefna í það með tímanum. Hefði ekki verið best að reyna að selja fyrirtækið frekar en eyða því svona. Leitt að 11 manns skuli verða atvinnulaus við þetta.
mbl.is Aðalflutningar hætta rekstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki lausn á ferjusiglingum til Vestmannaeyja

Það er nú nokkuð til í því að þetta sé ekki skynsamleg lausn á þessum vanda. Á www.123.is/tobbivilla er myndband sem tekið var fyrir ári síðan við Bakkafjöru við svona bara nokkuð eðlilegar aðstæður. Eins og myndbandið sýnir hjá Tobba Villa þá lá Lóðsinn úr Vestmannaeyjum undir áföllum í ekki verra veðri en þarna var, 14m/s SSV. Því spyr maður hvernig yrði það í en verra veðri, náttmyrkri og snjókomu. Áhættan við að sigla inn eða út úr Bakkafjöruhöfn yrði of mikil til að fórna mannslífum fyrir. Eins og hugsandi menn í Eyjum segja, hugsum málið tökum enga áhættu.
mbl.is Höfn í Bakkafjöru vanhugsuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann fer víða.

Þetta kvikindi syndir um allt nánast, og sé hann kominn í Elliðaey eftir því sem segir í fréttini, þá sýnir það hversu syndur minkurinn er. Það er nefnilega talsverður spölur útí Elliðaey úr Fagurey og straumhart að auki á milli. Vonandi tekst Stjána Bents og félögum að uppræta þenna ófögnuð úr eyjunum, því þetta er ekki auðfúsugestur þar sem varp er að finna. Gangi ykkur vel strákar.
mbl.is Minkur kominn í Fagurey og Elliðaey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki gott leitarveður

Þessa stundina er leiðinda norðaustan kaldi hérna Breiðafjarðarmegin við nesið. Auk þess er snjóhraglandi og lélegt skygni. Það er eins og vorið hafi hinkrað aðeins. Því er nú kannski ekki kjöraðstæður til loðnuleitar, og það er líka spurningin hvort hún hafi ekki gengið eitthvað inneftir Breiðafirðinum um Páskana, því nú er kominn sá tími sem allt fylltist af loðnu inní firðinum hérna í gamla daga og þorskurinn hætti að láta bjóða sér handfærakróka.
mbl.is Leitað að loðnu við Snæfellsnes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rólegt á Skaganum

Við fjölskyldan eyddum megninu af páskahelgini á Skagnum, í blíðskaparveðri. Að vísu var svoldið kalt á miðvikudagskvöldið. En við vorum samt dugleg að ganga með börn og hunda um Akranes.

Eitt stingur þó í augunn á Akranesi, eins og reyndar víða er málið annasstaðar. Það er deyfðin við höfnina. Þegar við bjuggum á Skaganum 2002 til 2006 var talsvert meira líf við höfnina á Akranesi en er nú, en síðustu 2 ár finnst mér eins og bátum sem róa að staðaldri frá Akranesi fari stöðugt fækkandi. Fyrir ca 20 árum síðan var mjög blómleg smábátaútgerð frá Akranesi, og leyfar af þeirri stórútgerð sem þar var áratugum saman framundir 1980. Líklega má kannski segja sem svo að Akranes sé einn þeirra útgerðabæja sem hvað fyrst fóru að finna fyrir neikvæðum áhrifum kvótakerfissins. Nú er staðan sú að jú það eru 2-3 nótaskip gerð út frá Skaganum einn ísfisktogari og 2 frystitogarar. Málið er að öll þessi skip utan eins eru í eigu HB Granda sem er nú að fara að loka allri fiskvinslu sinni á Akranesi að fiskimjölverksmiðjuni undanskilini. Fyrir um 20 árum síðan var mjög stór trillufloti gerður út frá Akranesi. Því til sönnunar nægir að benda á bókina Íslensk skip og Íslensk skip bátar, en í dag eru trillurnar sárafáar, nánast hægt að telja þær á fingrum annarar handar sem eru í útgerð allt árið eða stóran hluta af árinu. Að vísu er sama sagan og í Hólminum að höfnin er full af smábátum, en flestir þeirra eru meira til sports.

Akraneshöfn er mjög skemmtileg höfn að róa úr og stutt á öll helstu mið. Það er mjög fjölbreytt fiskiflóra sem bátum frá Akranesi stendur til boða. Það er stutt í góð ýsumið í t.d. Hvalfirðinum, ufsa og þorsk á Hraununum og Búðagrunninu. Steinbítur hefur fengist á línu bara rétt norðan við Flösina. Og stutt er á góðar grásleppuslóðir hvort sem er við Skagan sjálfan eða uppi á Mýrum. Það er synd og skömm að svona skuli þetta vera orðið svona við bæjardyrnar á sjálfu Alþingi.Arnar AK 22 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband