Falleg sjón

Þessa stundina eru 2 nótaskip, Álsey og Kap, að skríða fyrir eldhúsgluggan hjá mér hérna í Keflavíkini (á Hellissandi), í leit að loðnu. Það er kostur að búa svona á sjávarbakkanum með útsýni út á miðin. Í gær fannst loðna hérna rétt innan við Öndverðarnesið og því lögðu nokkur nótaskip í hann hingað vestur. Eitthvað virðist vera rólegt yfir veiðini í dag en þetta getur blossað upp hvenær sem er. Kannski veðrið sé of gott í dag því í gær var sól og norðan gola. Það er því ekki amarleg sjón að sjá þessar sjóborgir á sveimi hérna útifyrir, ekki það að við hérna á nesinu séum óvön því síðan í síldarævintýrinu í Grundarfirði í vetur.

Páskafrí

Það er loksins komið páskafrí hjá mér. Tíminn líður svo hratt áfram að manni finnst eins og maður hafi verið að koma úr jólafríinu. Þetta er búið að vera gott tímabil og gjöfult mjög, auk þess sem maður finnur að vorið er við þröskuldinn. Og það er líka hvergi betra að taka út vorið en við Breiðafjörðinn, þá sérstaklega inni í Stykkishólmi, við eyjar og sund. Vorkoman er svo eitthvað allt önnur við Faxaflóann en hér vesturfrá. Einhverra hluta vegna er kannski ekki gott að skýra það en spurningin hvor við Breiðafjörðinn fari betur saman fagurt mannlíf og fögur náttúra. Ekki gott að segja, en maður saknar mest Stykkishólms að vori til.

Kveðja að sinni


Í tilefni dagsins

Mig langar til að vekja athygli hólmara sem og annara á Ljósmyndasafni Stykkishólms, og þá sérstaklega hlut Árna Helgasonar fyrrum póstmeistara í Hólminum í því. Árni féll frá á dögunum kominn á tíræðisaldur og á þessari stundu er útför hans gerð frá hini gullfallegu Stykkishólmskirkju. Þáttur Árna í Ljósmyndasafninu á eftir að verða mikil heimild um líf og störf í Hólminum á árunum 1980 til 1990, því eftir að hafa flett í gegnum það sýnist mér flestar myndirnar vera frá því tímabili. Enda mikil gróska og uppbygging í Hólminum á þeim tíma. Það eru ekki ýkjur en maður getur gleymt sér klukkustundum saman við að skoða þessar myndir hans Árna, ekki kannski vegna þess að þær séu vel teknar eða svoleiðis. Heldur er svo mikil saga og birta yfir þeim. Það er því mín heitasta ósk að meira yrði lagt í þetta góða safn og gert verði átak í að safna meira af myndum í það. Því ég held að þeir séu ansi margir sem lúri á góðum myndum úr Hólminum frá fyrri tíð. Það væri gaman ef fleiri myndir fengjust frá árdögum hörpuskelveiðana 1970-75. Það var víst stór floti heimabáta og aðkomubáta sem stunduðu veiðarnar fyrstu árin og ríkti örugglega gullgrafarastemming þá. Til að mynda var einn þessara báta gamla Aðalbjörg RE 5 sem reyndar fékk einkennisstafina SH 215 meðan hún var við þessar veiðar í Hólminum. Hún er nú því miður að grotna niður á Árbæjarsafninu í Reykjavík. Og er lýsandi dæmi um hvernig við berum virðingu fyrir liðnum tímum.

Á eftir að laga þetta svoldið til:)

Þetta verður svona svoldill þróunarbragur á þessu fyrst í stað. Laga þetta til með tíði og tíma.

Kominn á Moggablogg!

Það má örugglega segja með sanni um mig að ég er óhræddur að breyta til. Þess vegna lét ég verða af því að skipta um bloggsíðu var orðinn svoldið þreyttur á blog.central, og búinn að bölva oft mikið yfir því hvað það var oft óþekkt við mig, alveg frá upphafi.

 En nóg um það í bili. Ég er að vonast til að ég verði duglegri að blogga en ég hef verið á gamla blogginu uppá síðkastið. En held ég að ég fari að mildast og hætta að ergja mig yfir einhverju rugli. Svo stjórnast auðvitað blogggetan af sjóróðrum hjá mér. En verði Moggabloggið betra viðureignar má búast við mun skemtilegri síðu hjá mér en var á blog.central.

Eftir sem áður eru sjávarútvegs og byggðamál mér hugleikin, sem og málefni Snæfellinga og sérstaklega Stykkishólms. Því er einkar vel við hæfi að opna þetta með svolitlu sem snýr að Hólminum.

Í liðini viku átti ég samtal við fasteignasala um smámál sem ekki skiptir svo sem máli, en megin þorri samtalsins fór að snúast um Stykkishólm eftir að ég sagði honum frá því að ég væri þaðan. Hann sagði mér þá að Stykkishómur væri sá bær hér um sveitir sem hann taldi að sýnu mati, að ætti hvað bjartasta framtíð fyrir sér. Mér þótti mjög vænt um að heyra þetta frá þessum góða manni sem ég er alveg öruggur á að veit hvað hann syngur. Það er kannski ekki gott að segja hvað öll þessi gríðarlega uppbygging í Stykkishólmi hefur að segja og kannski fæstum það ljóst. Ekki síst Hólmurum sjálfum. Eins er líka öll sú uppbygging í vegamálum sem átt hefur sér stað á undanförnum árum mikinn þátt í þessu. Stykkishólmur er bara steinsnar frá höfuðborgini og öllum helstu samgönguæðum, um landið eða frá því. Ég nokkuð vissum að á næstu árum á ferðaþjónusta eftir að eflast en frekar í Hólminum og sú þróunn sem verið hefur undanfarið að fólki fækki heldur snúist við að sama skapi.

Því segi ég bara áfram Stykkishólmur og Snæfell!!!


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband