18.3.2008 | 16:29
Falleg sjón
17.3.2008 | 15:15
Páskafrí
Það er loksins komið páskafrí hjá mér. Tíminn líður svo hratt áfram að manni finnst eins og maður hafi verið að koma úr jólafríinu. Þetta er búið að vera gott tímabil og gjöfult mjög, auk þess sem maður finnur að vorið er við þröskuldinn. Og það er líka hvergi betra að taka út vorið en við Breiðafjörðinn, þá sérstaklega inni í Stykkishólmi, við eyjar og sund. Vorkoman er svo eitthvað allt önnur við Faxaflóann en hér vesturfrá. Einhverra hluta vegna er kannski ekki gott að skýra það en spurningin hvor við Breiðafjörðinn fari betur saman fagurt mannlíf og fögur náttúra. Ekki gott að segja, en maður saknar mest Stykkishólms að vori til.
Kveðja að sinni
8.3.2008 | 15:46
Í tilefni dagsins
8.3.2008 | 01:21
Á eftir að laga þetta svoldið til:)
8.3.2008 | 01:18
Kominn á Moggablogg!
Það má örugglega segja með sanni um mig að ég er óhræddur að breyta til. Þess vegna lét ég verða af því að skipta um bloggsíðu var orðinn svoldið þreyttur á blog.central, og búinn að bölva oft mikið yfir því hvað það var oft óþekkt við mig, alveg frá upphafi.
En nóg um það í bili. Ég er að vonast til að ég verði duglegri að blogga en ég hef verið á gamla blogginu uppá síðkastið. En held ég að ég fari að mildast og hætta að ergja mig yfir einhverju rugli. Svo stjórnast auðvitað blogggetan af sjóróðrum hjá mér. En verði Moggabloggið betra viðureignar má búast við mun skemtilegri síðu hjá mér en var á blog.central.
Eftir sem áður eru sjávarútvegs og byggðamál mér hugleikin, sem og málefni Snæfellinga og sérstaklega Stykkishólms. Því er einkar vel við hæfi að opna þetta með svolitlu sem snýr að Hólminum.
Í liðini viku átti ég samtal við fasteignasala um smámál sem ekki skiptir svo sem máli, en megin þorri samtalsins fór að snúast um Stykkishólm eftir að ég sagði honum frá því að ég væri þaðan. Hann sagði mér þá að Stykkishómur væri sá bær hér um sveitir sem hann taldi að sýnu mati, að ætti hvað bjartasta framtíð fyrir sér. Mér þótti mjög vænt um að heyra þetta frá þessum góða manni sem ég er alveg öruggur á að veit hvað hann syngur. Það er kannski ekki gott að segja hvað öll þessi gríðarlega uppbygging í Stykkishólmi hefur að segja og kannski fæstum það ljóst. Ekki síst Hólmurum sjálfum. Eins er líka öll sú uppbygging í vegamálum sem átt hefur sér stað á undanförnum árum mikinn þátt í þessu. Stykkishólmur er bara steinsnar frá höfuðborgini og öllum helstu samgönguæðum, um landið eða frá því. Ég nokkuð vissum að á næstu árum á ferðaþjónusta eftir að eflast en frekar í Hólminum og sú þróunn sem verið hefur undanfarið að fólki fækki heldur snúist við að sama skapi.
Því segi ég bara áfram Stykkishólmur og Snæfell!!!