Helgarfrí.

Jæja stutt er á milli fría hjá mér. Ég er varla kominn úr páskafríi þegar við tók helgarfrí. Skýringin er sú að ég var í frí fyrsta túrinn eftir páska.

Eitthvað virðist vorið vera latt eins og ég, því það er svona varla að það sé á leiðini eins og veðrið hefur verið hérna fyrir vestan undan farna daga. En daginn er svo greinilega samt farið að lengja. Ég brá mér inní Hólminn í síðustu viku í norðan leiðinda gluggaveðri og fannst heldur kuldalegt og leiðinlegt um að litast. Norðan beljandi og öll skipin 3 í landi. Ekki samt vegna veðurs, heldur kvótaleysis, og það um miðja vertíð. Ja versnandi heimur fer. Enginn trillukarl að keppast við að gera klárt fyrir vorið hvernig sem viðraði. Sá eini sem ég hitti var því fegnastur að vera hættur þessu rugli og frekar en skipaflotinn, ekki vegna veðurs. Hvernig er þetta að verðaWoundering

Síðustu helgi var ég svo en og aftur á Skaganum, í afmælisveislu hjá tengdamömmu. Mjög góð veisla í alla staði og gaman að hitta svona mikið af mínu góða tengdafólki á góðri stundu. Kona mín og systkyni hennar gerðu mjög góða veislu fyrir tengdó og ég er mjög montinn að hafa fengið að hjálpa smá til. Til lukku öll samanSmile og hamingjuóski með árin tengdamamma.Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband