Ekki lausn á ferjusiglingum til Vestmannaeyja

Það er nú nokkuð til í því að þetta sé ekki skynsamleg lausn á þessum vanda. Á www.123.is/tobbivilla er myndband sem tekið var fyrir ári síðan við Bakkafjöru við svona bara nokkuð eðlilegar aðstæður. Eins og myndbandið sýnir hjá Tobba Villa þá lá Lóðsinn úr Vestmannaeyjum undir áföllum í ekki verra veðri en þarna var, 14m/s SSV. Því spyr maður hvernig yrði það í en verra veðri, náttmyrkri og snjókomu. Áhættan við að sigla inn eða út úr Bakkafjöruhöfn yrði of mikil til að fórna mannslífum fyrir. Eins og hugsandi menn í Eyjum segja, hugsum málið tökum enga áhættu.
mbl.is Höfn í Bakkafjöru vanhugsuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Þetta þarfnast meiri athugana áður en í er ráðist.

Sigurbrandur Jakobsson, 28.3.2008 kl. 08:27

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ef skoðaðar eru aðstæður þar sem fyrirhuguð hafnarmannvirki eiga að koma þá er fyrir það fyrsta stórt og mikið sandrif rétt fyrir framan hafnarkjaftinn á fyrirhugaðri höfn.  Meira að segja í logni "brýtur" á þessu rifi (þetta segir nú nokkuð um þá gríðarlegu hafstrauma sem eru við suðurströndina), sandburðurinn við  suðurströndina er alveg gríðarlegur, fyrirhugaðir "grjótgarðar" sem eiga að varna því að sandur og fleira berist í fyrirhugaða höfn eiga að ná nokkra metra út (ég hef nú ekki mikla trú á að nokkrar steinvölur séu nú stór fyrirstaða í því brimi sem oft verður við suðurströndina).  Ferjan á að "sigla" yfir sandrifið og ekki sýnist mér veita af því að skipið verði á "skriðbeltum" líka og einnig ef stendur til að sigla í slæmum veðrum þá þurfa að vera til "nýrnabelti" fyrir áhöfnina og svo þurfa salernin að vera búin "þriggja punkta öryggisbeltum".

Jóhann Elíasson, 28.3.2008 kl. 21:46

3 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Þetta verður feigðarflan og ég hef ekki trú á að nokkur hafi áhuga á að sigla þarna út í náttmyrkri og brælu

Sigurbrandur Jakobsson, 30.3.2008 kl. 19:59

4 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Þið eruð miklir sérfræðingar sýnist mér.  Þið hljótið að búa þarna, þið hafið svo mikið vit á þessu.  Samt hef ég aldrei séð ykkur, þrátt fyrir það að ég bý þarna líka.  Skrítið.  Eflaust er höfnin á Hellissandi hættuleg við einhverja öfga aðstæðir.  Samt hef ég engan heyrt tala um feigðarflan varðandi þá höfn.

Hjalti Garðarsson, 30.3.2008 kl. 20:22

5 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Það er löngu búið að leggja höfn af á Hellissandi, og nú er hún Rifi. Skipið sem ég er á er annað af tveim systurskipum og stæðstu skipin í Rifshöfn. Höfninn er ekki betri en það að þau verða að sæta sjávarföllum til að komast inn og út. Það er náttulega ekki ásættanlegt og því segi ég það að við hefðum örugglega meira með fjármagnið að gera til að fylgja eftir þeim hugmyndum sem komnar eru fram um að gera hana öruggar um að fara. Við á mínu skipi höfum lent mjög illa í því að fara þarna inn á röngum tíma sem alltaf getur skeð. Hvað Bakkafjöru varðar hef ég stundað veiðar þar alveg uppí fjöru um hásumar og það var nú ekkert frýnilegt. Svo vil ég en og aftur benda á myndbandið hans Tobba Villa. Lóðsinn liggur undir áföllum þarna í fjöruni í ekki verra veðri og þar eru reyndir menn á ferð

Sigurbrandur Jakobsson, 30.3.2008 kl. 22:34

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband