19.4.2009 | 18:31
Strandveiðar í stað byggðakvóta.
Það er ólýsanleg tilfinning að loksins skuli vera að koma fram tillaga í framfaraátt í sjávarútvegi og ekki síst í atvinnulega séð. Steingrímur J er kominn með drög að frjálsum handfæraveiðum, að vísu með ákveðnum takmörkunum, í stað byggðakvóta. Rúm 8600 tonn af þorski verða til skiptana í þetta, og ég er þess handviss að þetta skili miklu meiru en byggðakvótin hefur nokkurntíman gert, öðru en illdeilum og ágreiningi. Að vísu er ég persónulega ekki sáttur við þá útfærslu á þessu að bátar uppað 15 brt fái að stunda þetta, því þegar krókaleyfin voru við líði vöru ekki stærri bátar en 6 brt á línu og handfæraveiðum.
Alla stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins voru krókaveiðar á þessari stærð báta í mikili óvissu og sem dæmi á ég á spólu þáttinn Lífið um borð, með Eggerti Skúlasyni fyrrum fréttamanni þar sem hann fór í róðra með trillukörlum í Grímsey og Stykkishólmi 1993. í þessum þætt kom það skýrt fram að á þeim tíma voru þessar veiðar í mikili óvissu vegna starfa hinar svokölluðu tvíhöfðanefndar um málefni sjávarútvegs. Í 10 ár var þessi óvissa sem loks tók enda í tíð Árna Mattíssen sem sjávarútvegsráðherra, þegar hann með einu pennastriki afnam sóknardagakerfi handfærabáta, og setti þá alla í kvóta með þeim afleiðingum að smábátum fækkaði verulega og þeir sem eftir eru sjá ekki út úr skuldasúpuni, og eiga jafnvel enga leið út.
Því ræð ég mér ekki fyrir spenningi að loksins fái ég fleiri verkefni fyrir Arnar AK 22.
12.4.2009 | 19:01
Páskar í skugga sorgar.
Það hafa verið rólegir páskar hjá okkur fjölskylduni eftir mjög viðburðaríka daga á undan. Þann 1 apríl dó temgdaamma mín Valgerður Einarsdóttir Vestmann á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi eftir stutt veikindi í kjölfar slys, sem hún varð fyrir í byrjunn febrúar. Hún var komin vel á tíræðisaldur 92 ára gömull. Síðan ég kynntist henni fyrir rúmum 7 árum man ég bara eftir henni sem glaðlegri konu sem var mjög umhugað um alla sína mörgu afkomendur. Hún var fædd í Kanada og kom til Íslands Alþingisárið 1930. Hún var því Vestur-Íslendingur.
En á svipuðum tíma í Valgerður tengdaamma, varð fyrir því slysi sem leiddi til hennar veikinda, greindist stjúpfaðir minn Frans Magnússon með æxli í ristli. Í fyrstu var ekki haldið að það væri illkynja og því svo alvarlegt. En við nánari skoðun kom í ljós að það var illkynja, og farið að dreífa sér. Hann var skorinn, en í sjálfu sér var ekkert hægt að gera og á ótrúlega skömmum tíma dró það hann til dauða og 7 apríl dó hann á Sjúkrahúsinu á Akranesi. Þetta var mikið högg vegna þess hversu stuttan tíma þetta tók, og vegna þess hvað við héldum að þetta væri ekki eins alvarlegt í upphafi og raunin varð. Hann vantaði tæpa tvo mánuði í 72 árinn. Frans var Ungverji og í hópi flóttamanna sem komu um jólin 1956 til Íslands. Samt hef ég ekki kynnst öðrum eins Íslending og Fransa. Hann var ævinlega þakklátur fyrir að búa á Íslandi. Þó hann hafi í æsku ekki séð annað en Dóná svo bláa, þá varð hans ævistarf sjómenska. Hann var allt háseti, kokkur, vélstjóri, stýrimaður, og svo var hann um tíma skipstjóri á sinni eigin trillu Svölu SH 210 frá Grundarfirði. Að síðustu var hann bátsmaður og netamaður á togaranum Má SH 127 frá Ólafsvík. Hans síðustu sjóferðir voru svo í janúar síðast liðnum á Hannesi Andréssyni SH 737 frá Grundarfirði, í afleysingum.
Blessuð sé minning þeirra beggja og þakkar fyrir margar góðar stundir, því eitt áttu þau mikið sameiginlegt. Óþrjótandi glaðleiki og lífsgleði.
7.4.2009 | 11:05
Áhætta
Grásleppuveiðar eru og hafa alltaf verið mikill áhætta ekki síst fyrir Norðurlandinu og Ströndum. Ég man sem dæmi 1979 að mig minnir að þá lagði hafís yfir veiðisvæðinn útifyrir Norðurlandi ofaná mikla ótíð sem hélt svo áfram fram á sumar.
Fyrir utan hvað tímabilið er stutt eru sveiflur í náttúruni þessum veiðiskap mjög skæðar, og skapa því mikla áhættu. Það er því ekki nýtt að menn komi tekjulausir út úr þessum veiðiskap.
Milljónatjón hjá veiðimönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.3.2009 | 10:39
Undanþágur frá réttindum eiga ekki rétt á sér.
Síðan ég byrjaði til sjós hefur mér alltaf verið þyrnir í augum umdanþágur frá réttindum. Það að í fyrra skuli umsóknir um undanþágur hafa verið yfir 700 er alveg með ólíkindum. Og því ekki síður að á sjöttahundrað hafi verið samþykktar.
Færri undanþágubeiðnir eftir hrunið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.3.2009 | 19:48
Engin uppgjöf, lítil markmið.
Ekki ætlar Hörður Torfason að gefast uppá að mótmæla. Einhver veginn mynnir mig að 100 manns hafi mætt á síðasta fund.
Síðasta umræðu efnið kvótan til þjóðarinar, er náttulega athyglisvert, að loksins skuli vera vakin einhver smá athygli á því óréttlæti sem búið er að dynja yfir þjóðina í 25 ár, og flestir hafa dásamað og hinum verið sama um. Nú er það bara líklega of seint, því sé meinið ekki upprætt nógu snemma verður það óviðráðanlegt, og þú verður að lifa með því.
Áfram mótmælt á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.3.2009 | 12:56
Gott dæmi um mjög lélega blaðmennsku!
Það er mjög fyndið að vita til þess að blaðamenn á fjölmiðli sem nú er kominn í eigu fólks í sjávarútvegsgeiranum, þekki ekki muninn á línuskipum og togurum, því hann er nú þó nokkur. Bæði Ágúst og Sturla eru línuskip með beitningarvél í eigu Þorbjarnarins í Grindavík.
Þetta eru ekki mjög fagleg vinnubrögð við vinnslu fréttarina að sem dæmi, fletta uppá skipunum á www.skip.is og fá upplýsingar um hverskonar veiðar þau stunda. Það getur vel verið að á síðum Grimsby Tribune séu þetta kallaðir togarar, en það afsakar ekki að það gengið úr skugga um að það sé rétt eða rangt.
Komi fleiri svona fagleg vinnubrögð í vinnslu frétt af sjávarútveginnum, segi ég helgaráskrift Moggans upp. Ég ætla mér allavega að krefjast þess að ég sé að fá 1. flokks gæði í því sem ég er að kaupa, en ekki blað í anda Slefað og Sleiktblaðamennsku.
Fleiri togarar landa í Grimsby | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.3.2009 | 21:33
Veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta
Vinstri grænir eru án efa fyndnasta fólk Íslands, þessa dagana. Það gæti verið að síma og netsamband sé löngu dottið út við Vestfirði og þeir viti ekki að VG er ekki lengur í stjórnarandstöðu.
Þvílíkt rugl.
Sjávarútvegur og landbúnaður verði efldur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.3.2009 | 22:00
Gamalt aflaskip að grotna niður í Ísafjarðarhöfn
Hrönn ÍS sökk í Ísafjarðarhöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.3.2009 | 11:38
Þessir menn ættu ekki að ganga lausir.
Lánuðu sjálfum sér milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.3.2009 | 20:36
Draslið burt.
Tekist á um Tónlistarhús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |