6.9.2009 | 11:32
Ekki til umræðu.
Það er furðulegt en og aftur að heyra umræðu um afnám sjómannaafsláttar komna af stað aftur. Í upphafi var þetta kannski hugsuð sem gulrót til að manna fiskiskipaflota sem var barn síns tíma, en í dag lít ég meira á þetta sem uppbót, á langar fjarvistir sjómanna frá heimilum sínum og fjölskyldum.
Annað mætti líka gera, þ.e. taka upp skatta aflsátt fyrir landsbyggðina, því þrátt fyrir kreppu hefur verið sem dæmi erfitt að manna kennarastöður víða útá landi sérstaklega á þeim stöðum sem lengst eru frá höfuðborgarsvæðinu.
Tvöföld varðstaða um sjómannaafslátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þið sjómenn verðið að átta ykkur á einu. Útgerðirnar eru þær sem ráða miklu í þessu landi og þær vilja ekki lenda í því að borga sjómönnum dagpeninga.
Ef menn/konur verða frá fjölskyldum sínum í lengri tíma í öðrum atvinnugreinum þá er dagpeningum bætt við launin. Það eru engin sanngirni í því að skattgreiðendur borgi ykkar laun. Útgerðirnar hlæja að okkur skattborgurum vegna þessa.
Fyndist þér sanngjarnt að veita manni skattafslátt sem vinnur við virkjanir uppi á heiðum í nokkrar vikur í senn?
Heimir Örn Hólmarsson (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 12:45
Já ekkert að því og hvað meinarðu með ÞIÐ sjómenn!!
Sigurbrandur Jakobsson, 6.9.2009 kl. 13:18
Það er nú mín skoðun að það yrði töluvert dýrara fyrir ríkissjóð að afnema sjómannaafsláttinn heldur en að gafa hann áfram.
Ef sjómenn fengju ekki lengur sjómanna afslátt þá yrði að taka upp dagpeningakerfi líkt og t.d. opinberir starfsmenn fá. Smiðir geta nýtt sér slíkt og fleirri starfsstéttir sem vinna utan byggðarlags. Veit ekki alveg hvað má borga mikla dagpeninga á mánuði en hef heirt tölur um 160þúsund sem er skattfrjáls ef þú átt kostnaðarnótur á móti.
Þá væri t.d. hægt að gefa upp hluta af sjómannslaunum sem dagpeninga og fá fram töluvert meiri skattafslátt en fæst í dag. Rökin eru sömu og hjá öðrum starfsstéttum sem þyggja dagpeninga, til að greiða fyrir upphihald þegar unnið er fjarri heimabyggð.
Þá yrði t.d. fæðispeningum breitt í dagpeninga og yrðu þá skattfrjálsir líkt og hjá öðrum stéttum.
Þorsteinn Bjarki Ólafsson (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 14:38
Þér finnst semsagt réttlátt að afgangur akattborgara landsins niðurgreiði launakostnað útgerðarfyrirtækja?
Púkinn, 6.9.2009 kl. 20:16