Þetta þarf að koma uppá borðið fyrir almennings sjónir

Þetta er ótrúlegt. Ég man þá tíð þegar þessi maður talaði um trillukarla sem ábyrgðarlausa menn sem tækju eða stælu frá öðrum, bara vegna þess að þeir vildu tryggja sér og sínum mannsæmandi afkomu. Þessi sægreifi kom í fjölmiðla vikum saman og skrifaði margar greinar í blöð um þessa ósvífnu menn sem voguðu sér að biðja um meira, þó þeir væru að fiska svo miklu meira en þeim var ætlað og ekki var það nú mikið.

En hann og félagar hans höfðu sitt í gegn og niðustaðan varð algert hrun í sjávrplássum landsins, sérstaklega þar sem smábáta útgerð átti sér langa hefð, eins og á Vestfjörðum. Það var loksins aftur í sumar smá lífsglæta þegar strandveiðrnar voru í hámarki.


mbl.is Gamli Landsbankinn afskrifar skuldir Magnúsar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Veiztu, Sigurbrandur, ég held nefnilega að maðurinn trúi því sjálfur að það sem hann segir og gerir og þiggur sé rétt. Ég held að hann sjái ekkert athugvert við að sitja einn að kvóta og fá milljarða afskrifaða. Svei mér, ég hef meiri samúð með mönnum sem haga sér svona vitandi að þeir séu að gera rangt heldur en svona siðblindingjum.

Emil Örn Kristjánsson, 18.8.2009 kl. 12:47

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband