8.8.2009 | 02:09
Á móti atvinnusköpun.
En eitt sumarið ætla furðufuglarnir í Saving Iceland að vera með læti á almannafæri til að mótmæla atvinnusköpun á svæði eins og á Reykjanesinu þar sem atvinnleysi er mikið.
Það er réttur hvers manns að hafa atvinnu, (ef hann nennir því) og nær væri þessu liði að fagna því að sá réttur haldist. Það er ekkert eins sálardrepandi og að vera atvinnulaus og hafa ekkert fyrir stafni annað en vonleysi og frekari þjáningar.
Svo er náttulega verið að binda fámennt lið lögreglunar frá frekari og jafnvel brýni störfum á föstudagskvöldi.
Mótmælendur handteknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta eru auðnuleysingjar og rugludallar sem eru bara byrði á samfélaginu. Þessir asnar hefðu betur orðið hvítir blettir í lökum en svartir á samfélaginu.
Jóhann Elíasson, 8.8.2009 kl. 09:13
Maður veltir því stundum fyrir sér Jóhann hvort þetta fólk hafi heila, því ekki virðist hugsunarhátturinn skýr. Sumt af þessu fólki virðist líka vera útlendingar svokallaðir atvinnumótmælendur, sem virðiast hafa það að markmiði að flakka á milli landa þar sem einhverjar athafnir í þágu framfara eru bara til að reyna að spilla fyrir og vera með læti. Þetta fólk er að sýna okkur jafnvel öðurm þjóðum mikla óvirðingu og ókurteisi að koma hingað bara til að berja lögreglu og skvetta skyri, bara vegna einhverja hugsanlegra náttúruspjalla sem það hefur svo ekki hundsvit á.
Ég bara bíð eftir að þetta lið fari að herja á bryggjurnar hjá okkur vegna okkar óábyrgðu fiskveiða.
Sigurbrandur Jakobsson, 8.8.2009 kl. 10:14