Páskar í skugga sorgar.

Það hafa verið rólegir páskar hjá okkur fjölskylduni eftir mjög viðburðaríka daga á undan. Þann 1 apríl dó temgdaamma mín Valgerður Einarsdóttir Vestmann á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi eftir stutt veikindi í kjölfar slys, sem hún varð fyrir í byrjunn febrúar. Hún var komin vel á tíræðisaldur 92 ára gömull. Síðan ég kynntist henni fyrir rúmum 7 árum man ég bara eftir henni sem glaðlegri konu sem var mjög umhugað um alla sína mörgu afkomendur. Hún var fædd í Kanada og kom til Íslands Alþingisárið 1930. Hún var því Vestur-Íslendingur.

En á svipuðum tíma í Valgerður tengdaamma, varð fyrir því slysi sem leiddi til hennar veikinda, greindist stjúpfaðir minn Frans Magnússon með æxli í ristli. Í fyrstu var ekki haldið að það væri illkynja og því svo alvarlegt. En við nánari skoðun kom í ljós að það var illkynja, og farið að dreífa sér. Hann var skorinn, en í sjálfu sér var ekkert hægt að gera og á ótrúlega skömmum tíma dró það hann til dauða og 7 apríl dó hann á Sjúkrahúsinu á Akranesi. Þetta var mikið högg vegna þess hversu stuttan tíma þetta tók, og vegna þess hvað við héldum að þetta væri ekki eins alvarlegt í upphafi og raunin varð. Hann vantaði tæpa tvo mánuði í 72 árinn. Frans var Ungverji og í hópi flóttamanna sem komu um jólin 1956 til Íslands. Samt hef ég ekki kynnst öðrum eins Íslending og Fransa. Hann var ævinlega þakklátur fyrir að búa á Íslandi. Þó hann hafi í æsku ekki séð annað en Dóná svo bláa, þá varð hans ævistarf sjómenska. Hann var allt háseti, kokkur, vélstjóri, stýrimaður, og svo var hann um tíma skipstjóri á sinni eigin trillu Svölu SH 210 frá Grundarfirði. Að síðustu var hann bátsmaður og netamaður á togaranum Má SH 127 frá Ólafsvík. Hans síðustu sjóferðir voru svo í janúar síðast liðnum á Hannesi Andréssyni SH 737 frá Grundarfirði, í afleysingum.

Blessuð sé minning þeirra beggja og þakkar fyrir margar góðar stundir, því eitt áttu þau mikið sameiginlegt. Óþrjótandi glaðleiki og lífsgleði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband