Undanþágur frá réttindum eiga ekki rétt á sér.

Síðan ég byrjaði til sjós hefur mér alltaf verið þyrnir í augum umdanþágur frá réttindum. Það að í fyrra skuli umsóknir um undanþágur hafa verið yfir 700 er alveg með ólíkindum. Og því ekki síður að á sjöttahundrað hafi verið samþykktar.

 


mbl.is Færri undanþágubeiðnir eftir hrunið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir mann sem hefur lengi verið til sjós þá er þetta viðhorf mjög skiljanlegt en hitt er víst að fyrir okkur hina sem erum að byrja tel ég þennan glugga frekar nauðsinlegann. Því ef ég kemst ekki í námskeið slysavarnarfélagsins nema ég sé kominn á sjó og kemst ekki á sjó nema ég sé búinn með námskeiðið þá er auðséð að nýliðun verður lítil sem engin.

Ásgeir Bergmann (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 10:53

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þið segið nokkuð!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.3.2009 kl. 10:55

3 Smámynd: Björn Jónsson

Sammála þér.

Að vísu held ég að Ásgeir sé eitthvað að misskilja fréttina, þarna er verið að tala um Skipstjórnarlærða og menn með réttindi úr Vélskóla.

Það geta allir byrjað til sjós sem fá pláss, þeir þurfa bara að panta strax hjá Slysavarnarfélaginu í námskeið hjá þeim, þótt þeir þurfi að bíða jafnvel í mánuði þá er búið að skrá þá inn og geta verið á sjó þangað til.

Björn Jónsson, 13.3.2009 kl. 11:11

4 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Þú ert að misskilja Ásgeir, því þarna er verið að tala um skipstjórnar og vélstjórnarlærða menn. Ef þú hefur ekki Slysavarnaskólan geturðu samt fengið pláss, og skipstjórinn sækir um í skólan fyrir þig og vegna þess að þú ert skráður, veitir lögskráningarstjóri þér skráningu á þeim forsendum. En ef þú ert skráður í skólan og mætir ekki þegar þú átt að mæta á námskeiðið, þá færðu ekki skráninu vegna skrópsins og verður að hætta á skipinu og kemst ekki aftur fyrren þú hefur mætt á næsta námskeið.

En hvað hitt varðar þá er ömurlegt að á meðan sem dæmi menn í minni stöðu verða að sætta sig við að fá ekki að nýta sín réttindi, fái aðrir sem ekki nenna eða geta lært að fara í störfinn réttindalausir.

Hjá kennurum er reglan önnur, þar er auglýst eftir réttindafólki í öllum fjölmiðlum samkvæmt reglum og sæki réttindafólk um verður það réttindalausa að víkja. Hvað sjómenn varðar virðist nóg að auglýsa þetta í Kaupfélaginu þar sem fáir nenna að lesa þetta, og það talið ásættanleg auglýsing.

Sigurbrandur Jakobsson, 13.3.2009 kl. 11:34

5 identicon

Hvada øryggisfrædsla er folgin i thvi ad skra menn a namskeid?  Thad ætti ad vera lidin tid ad ungir menn hæfu sjomennsku an thess ad hafa fengid øriggisfrædslu sem uppfyllir øriggiskrøfur STCW- 95. Thvi midur hefur Slysavarnarskolinn ekki stadid sig nægjanlega vel og keyrt a thessu LIU øryggisnamskeidum.

Helt ad thessi undanthagu vitleysa væri lidin tid. Greinilega ekkert lagast sidastlidin 30 ar.

Sigtr.Ingi Johannsson (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 13:44

6 identicon

Já ég er að misskilja, og ég verð þá að snúast á meiði með þér. Ég myndi ekki vilja hafa réttindalausann skipsstjóra. Ég er sjálfur á undanþágu sem matsveinn og fæ ekki námskeið fyrr en i sept, því þætti mér súrt í broti að þurfa að sitja í landi þangað til.  

Ásgeir Bergmann (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 15:12

7 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Það sem ég meina Ásgeir er að það er ekkert réttlæti í að menn sem leggja á sig 2-3 ár í sjómannaskóla til að öðlast mikil réttindi í brú og vél verði að lúffa fyrir mönnum sem ekki nenna eða geta farið í skólann. Jafnvel þó þeir hafi sambærilega eða meiri reynslu, þá er það svo í hinum vestræna heimi að menntunn er mikls metin og sem dæmi trygginga og flokkunarfélög vilja hafa slíkt á hreinu.

Áttu sem sé ekki að fara á námskeið fyrren í sept. Það eru svo margir sem eiga eftir að fara og svo eru líka endurmenntunarnámskeið fyrir þá sem þurfa að uppfæra, en það versta er að undanfarin misseri hafa margir sem hafa skráð sig á námskeið ekki mætt og tekið þar með pláss að óþörfu af þeim sem vilja fara sem fyrst eins og þú.

Sigurbrandur Jakobsson, 13.3.2009 kl. 16:37

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er bara FÁRÁNLEGTað vera að veita þessar undanþágur.  Það hefur oft sýnt sig, þar sem "undanþágumenn" hafa átt þátt í sjóslysum og ýmsum misjafnlega neyðarlegum tilvikum, að flest þessi slys og tilvik eru til komin vegna kunnáttuleysis og vankunnáttu í siglingafræði og kunnáttuleysis á siglingatæki um borð í viðkomandi bát.  Fáum dettur í hug að sækja um undanþágu til að aka bíl en mönnum virðist finnast allt í lagi að sækja um undanþágu til þess að stjórna bát með 5-7 manns í áhöfn hvernig skyldi standa á þessu?

Jóhann Elíasson, 14.3.2009 kl. 09:32

9 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Já hvernig þætt fólki að fá próflausan strætóbílstjóra á undanþágu til að aka sér í vinnuna í umferðarþunganum á morgnana. Einhverjir mundu nú frekar taka taxa. En svo finnst mönnum allt í lagi að menn séu við stjórnvölinn á fiskiskipum í snarvitlausum veðrum án þess að hafa fengið nokkra menntu til þess. Þetta nær bara ekki nokkri átt.

Sigurbrandur Jakobsson, 14.3.2009 kl. 11:33

10 identicon

Ég held að það fái ekki nokkur maður undanþágu til að vera skipstjóri nema hafa að minnsta kosti réttindi til að vera stýrimaður á sama skipi.

Þannig fær t.d. enginn réttindi til að vera yfirvélstjóri á skipi með 510-1020 hestafla vél (að 750kw) nema vera með réttindi sem yfirvélstjóri á vél allt að 510hestöfl (375kw) og má því vera 1. vélstjóri (vélavörður) á umræddri vél sem sótt er um undanþágu á.

Ef við settum þetta í samhengi við strætóbílstjóran þá værum við að tala um að veita manni með bílpróf til eitthverra ára undanþágu til að aka strætó.  Maðurinn kann að keyra bíl, kann umferðarreglurnar en hefur reyndar ekki reynslu af akstri á svona stóru ökutæki.  Ég mundi nú ekki veita hverjum sem hefur bílpróf undanþágu til að aka strætó.

Mér finnst samt að það ætti ekki að vera þörf á að veita undanþágur, en það er oft ekki nægt framboð af skipstjórnar eða vélstjórnarmönnum og því þurft að fá undanþágur fyrir menn.

Ég var t.d. fyrir mörgum árum á netabát og lenntum í því að yfirvélstjórinn mætti ekki um borð þar sem hann var á fylleríi og búinn að slökva á símanum og var um 185km frá heimahöfn skipsins.  Við vorum með netinn í sjó og urðum að fara vitja um þau áður enn fiskurinn eyðilegðist í þeim.  Hvað áttum við að gera?  Við leituðum að vélstjóra á öllu nærliggjandi bæjarfélögum og enginn fannst.  Ekki svo gott að finnavélstjóra sem þú getur ekki sagt hvað þú þarft hann í marga daga.

Vélstjórinn lét sjá sig eftir nokkra daga og var honum sagt upp með sínum lögbundna 3ja mánaða fyrirvara.  Þetta gerðist svo aftur stuttu síðar en við sátum uppi með helv.... aum..... þangað til uppsagnarfresturinn hans var búinn.

Ég tel að í eitthverjum svona tilfellum meigi veita undanþágu.  Hjá okkur fékk vélavörðurinn undanþágu til að vera yfirvélstjóri og annar um borð sem var með vélgæsluréttindi fékk undanþágu til að vera 1.vélstjóri.

En ég geri mér reyndar grein fyrir að margar af þessum undanþágubeiðnum á síðasta ári hafi komið frá "skítaútgerðum", þ.e. útgerðum þar sem hluturinn er að alla jöfnu ekki mönnum bjóðandi og því fáist sjaldnar réttindamenn á þau skip, en þar er oft spurning hvort undanþágur eigi yfir höfuð rétt á sér, enda á þetta bara að vera skammtíma úrræði.

En ef réttindamaður sækir um pláss þar sem undanþágumaður er í á undanþágumaðurinn ekki að fá undanþágu endurnýjaða.  Held undanþágur séu aldrei gefnar út nema hámark í 1 mánuð.

Þorsteinn Bjarki Ólafsson (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 14:39

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband