26.3.2008 | 08:34
Hann fer víða.
Þetta kvikindi syndir um allt nánast, og sé hann kominn í Elliðaey eftir því sem segir í fréttini, þá sýnir það hversu syndur minkurinn er. Það er nefnilega talsverður spölur útí Elliðaey úr Fagurey og straumhart að auki á milli. Vonandi tekst Stjána Bents og félögum að uppræta þenna ófögnuð úr eyjunum, því þetta er ekki auðfúsugestur þar sem varp er að finna. Gangi ykkur vel strákar.
![]() |
Minkur kominn í Fagurey og Elliðaey |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |