Góðir hálsar

Ég sá nýlega fréttaskýringu á Stöð 2 um þrætueplið sem Ögmundur bjó til í Gufudalssveit, þar sem málið var skoðað frá hinum ýmsu sjónarhornum. Meðal annara var rætt við stórbóndan, Hallgrím Jónsson á Skálanesi, sem að mig minnir er kominn á níræðisaldurinn, og er alinn upp í sveitini og þekkir hvern krók og kima hennar eins og lófana á sér. Ég leyfi  mér allavega að fullyrða að hann þekki Galtarárland örugglega betur en ég til fjalls og fjöru. Eins þótti mér það sniðug lýsing hjá Kristjáni Unnarssyni fréttamanni að væri maður villtur í Teigsskógi þá væri nóg að standa upp, svo merkilegur er nú þessi blessaði skógur og ekkert öðruvísi en skóglendið á Galtará sem dæmi, eða í vestanverðum Djúpafirðinum þar sem Ögmundur ætlar í sínu einræði að fara með veginn um.

Þegar vegurinn var endurnýjaður frá Skálanesi og inní Kollafjörð að Klettshálsi fyrir nokkrum árum, fór hann að sjálfsögðu gegnum Galtarárlönd og aðallega fjörur. Vegagerðin sendi okkur til umsagnar gögn um veglínu og væntanlega efnistöku, í landareignini. Vissulega var maður svo sem með blendnar tilfiningar, þegar maður sá væntanlega veglínu og svo náttulega líka þegar maður skoðaði veginn þegar hann var kominn í gagnið. Flestir eigenda jarðarinar höfðu lítið við þetta að athuga, en að minsta kosti ég og bróðir minn gerðum strax athugasemdir við efnistöku á jörðini. Okkur fannst einfaldlega of mikið tekið og á of mörgum stöðum. Bróðir minn fór á fund með Vegagerðarmönnum og þeir tóku þessu öllu vel, og fækkuðu efnistökustöðunum og minkuðu efnistökuna. Auk þessa benti ég þeim á hugsanlegar fornleyfar, sem þyrfti að rannsaka áður en vegurinn yrði lagður yfir þær, og það var sama sagan, nánast um leið var gerð ransókn. Eitt af þeim rökum sem landeigendur í Þorskafirði og á Hallsteinsnesi hafa notað gegn vegalagninguni eru spjöll á fornminjum!!!. Reyndar kom svo í ljós að minjarnar á Galtará voru ekki eins merkilegar og ætla mætti, og ekki það merkilegar að þeim yrði þyrmt. Það sem um var að ræða var samkvæmt sögusögnum dys, en í ljós kom svo að enginn leyndist fornmaðurinn þar undir heldur grjót hleðsla sem talið var að væri fornt siglingamerki.

 Svæði það sem leggja á veginn samkvæmt úrskurði Ögmundar er jafn merkilegt og hríslurnar í Teigsskógi ef ekki merkilegra. Upp Hjallahálsinn frá Þorskafirði, er líka hrísluvaxið land, og uppi á hálsinum eru vötn og mikið um merka steina og grjót. Eins er það von mín að gamla vegastæðið niður í Krossgilið verði ekki fyrir raski, því en sést móta vel fyrir veginum gamla. Mig hefur reyndar lengi langað að fara og skoða hann betur. Í Djúpafirðinum innanverðum er mikið fuglalíf, sé í lagi dvelur þar oft mikið af álft. Um það svæði sem hún heldur sig á fer vegurinn líklega um að mestu. Rök landeigenda á Hallssteinsnesi og náttúruverndarsamtaka er að arnarvarp, verði í hættu sé farið um Hallsteinsnes. Örninn er þá greinilega rétthærri álftini, eða er þetta sami grátkórinn og grét þegar andófið var sem mest móti Gilsfjarðarbrú. Örn og einhverjir smáfuglar áttu að vera í stórhættu við þá framkvæmd og svo ramt var kveðið að framkvæmdir voru stopp yfir viðkvæmasta tíman hjá erninum varpið. Í dag er Örninn en í Gilsfirði, rúmum áratug seinna, og annað fuglalíf hefur ekki beðið stóran skaða þar, en ummæli féllu á sínum tíma á þann veg að, hugsanlega væru stæðstu umhverfisspjöll á þeim tíma í uppsiglingu!! Nú í vestanverðum Djúpafirði og upp Ódrjúgsháls, er nákvæmlega sama kjarrið og er frá Gröf og út að Hallsteinsnesi, og örugglega jafnmargar fornminjar líka. Þar er eitt eyðibýli Miðhús, sem er reyndar búið að vera í eyði í ja allavega öld og er örugglega jafnverðugt ransóknarefni og í Þorskafirðinum. Frá Miðhúsum og fyrir Grónes er samfellt kjarr, og fjöldi sumarhúsa, þar á meðal hús í eigu Starfmannafélags Landhelgisgæslunar. Upp og yfir Ódrjúgsháls er svo mjög gróið og eins þegar kemur yfir og í Brekkulandið. Mjög fallegt landsvæði sem á eftir að umturnast við veginn hans Ögmundar. Er þetta þá flokkað af Ögmundi og landeigendum í Þorskafirði sem annasflokksland, eða þá Galtarárland er það þá líka í sama flokki, að mati þessa sömu landeigenda.

Á Galtará varð mikið rask og miklar breytingar. Hluti fjörunar neðan við bæinn var tekinn undir veginn og ýmislegt sem mér og fleirum þaðan var kært hvarf undir veginn. Eins var mikið efni tekið, bæði grjót og möl. Skóglendið liggur reyndar þannig að það slapp að mestu, en ásýnd fallegara fjöru og lendingarinar á Galtarár breytist mjög.

Það er þvi mín hugmynd svona í lokin að verði þetta öllu illu heilli endanleg niðurstaða, að þá verði hálsarnir nefndir í eitt nafn Ögmundarhálsar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband