Öfgar kalla á öfga.

Það hlýtur að vera ömurlegt hlutskipti að vera mótmælandi. Vera alltaf neikvæður útí eitthvað og allt og alla. Finnast maður vera með málstaðinn alveg á hreinu, en svo bara skilja ekki allir hann eða það sem furðulegast er að einhverjir eru ekki sammála.

Það er ég samt viss um að þeir sem mótmælin eiga að bitna hvað mest á, landsfeður og mæður, halda sínum svefni hvað sem öfgafólki líður.


mbl.is Mótmælendum ógnað á gamlársdag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er mótmælandi. Er ekki reið út í alla. Bara þá sem hafa steypt íslensku þjóðinni í það svartnætti sem hún býr nú við. Ég er með málstaðinn á hreinu og skil alveg ef einhverjir eru ekki sammála. Hvernig getur þú verið viss um að "landsfeður og mæður" haldi svefni sínum? Í færslu þinni er ekkert að finna nema órökstudda sleggjudóma og fordóma. Það hafa allir rétt á sínum skoðunum en það má alveg gagnrýna þá sem ekki hafa neitt til síns máls. Þú hefur engin svör við þessu nema þú getir með undraverðum hætti sannað (í það minnsta rökstutt) að "mótmælendur" séu það sem þú segir þá vera. Ég efast einnig um að þú hafir vitneskju um svefnvenjur ráðamanna.

Mín skoðun: sorglegt að fólk skuli einbeita sér að því að gagnrýna mótmælendur en ekki þá sem hafa skaðað þjóðina og eru enn að.

BH (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 17:32

2 identicon

Þarna voru tveir viðræðuillir ofbeldisfullir gaurar sem ýttu við fólki.

Það er það sem ég á útúr þessu. Reyndar hef ég séð þessa típu á öllum mótmælum á austurvelli Einn af hverjum þúsund í besta falli.

Það er enginn alvöru mótstaða við mótmæli.

Bara einn og einn andmótmælandi. Oftast í póllitiskum leik.

Enda opinberaði annar þeirra þá fordóma þegar hann taldi mótmælendur sjálfkrafa vera komúnista !

Már (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 17:38

3 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Gaman að þessu. En jú er svona nokkurveginn viss um að ráðmenn okkar taka þetta ekki nærri sér, því um leið og þeir gera það eru þeir fyrst orðnir vanhæfir. Þeir hafa orðið að taka margar óvinsælar og erfiðar ákvarðanir í gegnum tíðin, og þeirra bíður en fleiri.

En þetta með þá sem steyptu þjóðini í svartnætti BH (örugglega en með grímuna), þá er ég vissum að þú hefur þegið eitthvað úr þeirra köku eins og þorri fólks í landinu

Sigurbrandur Jakobsson, 2.1.2009 kl. 17:46

4 identicon

Fá kökumola í morgunmat réttlætir ekki að svelta í kvöldmat.

Elías Þórsson (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 19:18

5 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Er friðurinn að slitna? Er að brjótast út stríð? Nei varla.

Vinnum friðinn.

Það er sigur fyrir okkur öll.

Kristbergur O Pétursson, 2.1.2009 kl. 20:38

6 identicon

Fyrir utan grímuglæddar taggeitur var einasta öfgafólkið við Hótel Borg þessir sem sjá má hér

Þessir komu til að styðja við bakið á sínum mönnum sem mættu með heimagerðar reyksprengjur á friðsaman fund til að hleypa honum upp í leiðindi. 

Athyglin dregin frá tilefninu og tilgangi hægri öfgamanna og stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar náð.

101 (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 21:03

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband