Smá hugleiðing um sveitarfélag á suðurlandi

Nýverið sá ég grein í vefmiðli þar sem kunnuglegan stað bar á góma Þorlákshöfn. Jú og hvað tengir Þörlákshöfn við mig??

Þorlákshöfn varð til uppúr 1950 sem sjávarpláss og útgerðarstaður ekki kannski fallegasta bæjarstæði landsins en á sinn sjarma :) Faðir minn var einn af frumbýlingum 1951 þegar Egill Thorarensen o.fl voru að koma af stað útgerð og gamli Meitilinn varð til og upphafið af þessu en faðir minn var vélstjóri og skipstjóri á 2 af 4-5 bátum sem Meitilinn átti á þessum fyrstu árum Brynjólfi ÁR 2 og Jóni Vídalín ÁR 205. Seinna meir flutti móðir mín og bróðir í Þorlákshöfn og sumarið 2001 réri ég þaðan á Aðalbjörgu RE 5 frá Reykjavík og þau urðu nú fleiri sumurinn í Þorlákshöfn plús ein netavertíð og hálf að auki. Síðast réri ég sumarið 2008 á Friðriki Sigurðssyni ÁR 17 á humar.

Á mínu uppvaxtarheimili var talað um Þorlákshöfn með mikili virðingu og hún alltaf nefnd sínu nafni en eftir að bróðir minn bjó þar og náði sér í maka frá Þorlákshöfn heyrði ég oft reyndar talað um Höfnina og eins var það gert þegar ég var á Sæfara ÁR 170, en um daginn var bleik brugðið.

Aðra eins óvirðingu finnst mér þessum stað vera sýnd eins og kalla hann Þolló hvað er að segi ég nú bara????


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband