Komnir að norðan.

Jæja þá erum við á Örvari loksins komnir aftur í heimahöfn á Rifi eftir tæpa tvo og hálfan mánuð á veiðum fyrir norðan og austan land. Við enduðum í ýsuskoti í Húnaflóanum og lönduðum tvisvar á Skagaströnd í restina. Við lögðum síðan af stað um kl. 11 í gærkvöldi áleiðis heim með 180 kör eftir fjórar fullar lagnir, þar af 110 kör af ýsu. Við fengum suðvestan kalda á heimleiðini og komum í Rif um kl 9 í gærkveldi. Ferðin var tíðindalaus að því leitinu til að við Óðinsboða í Húnaflóa vorum við orðnir samskipa Lundey NS 14 sem var að kom austan af á leið í Breiðafjörðinn, og það er skemst frá því að segja að gangurinn á henni var það mikill að hún hreinlega skildi okkur eftir og við vorum farnir að spá í hvort við myndum sjá hana svo á bakaleiðini fulla af síld af sundunum við Stykkishólm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband