Kosningar strax.

Meðan hundruð fólks sér framá langvarandi atvinnumissir og sálarangist tilheyrandi því, virðast þingmenn og valdhafar ætla að sitja sem fastast, þrátt fyrir að algert stjórnleysi og ringulreið virðist ríkja á þeim bænum. Þeir nenna ekki orðið að stappa stálinu í fólk.

Því held ég að vilji þeir að einhverjir axli ábyrgð, að þá ættu þeir að ganga fram í góðu fordæmi, rjúfa þing og boða til kosninga.


mbl.is 60 sagt upp hjá Ris ehf.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurbrandur.

Eins og Steingrímur J. sagði, þeir hafa hjálpað til við að keyra þjóðina í þrot eftir 17 ára ráðsmennsku. Þessir valdhafar geta ekki bent á aðra til að kenna um hvernig farið hefur. Þeir beinlínis skýldu útrásarliðinu og hvöttu það áfram. Það er fáránlegt að þeir skuli telja það sjálfsagt að sitja áfram í því ljósi. Fyrir mitt leyti vil ég fá minn flokk, Vinstri græna til að moka út úr ríkisfjósinu alla mykjuna og þeim treysti ég helst til að byggja skynsamlega upp aftur í góðri samvinnu við okkur almenning.

Vonandi veiðist vel hjá þér.

Kveðja að sunnan.

Sigga Hilmars (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 13:06

2 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Sæl Sigga

Það veiðist ef eitthvað er of mikið vegna þess að ekkert má eiginlega veiða, svo er ég reyndar í frítúr núna.

En það er satt hjá þér, eftir 17 ár er loksins endanlega allt komið í rúst. Og það merkilega er að öll þessi ár hefur verið varað við þessu. Frá upphafi galt landsbyggðin fyrir þetta og guð minn góður það gerir sér engin í hugarlund hversu miklar eignatilfærslur voru frá landbyggðini í hýtina hjá útrásargrúppuni. Stór pappírsfyrirtæki keyptu upp allar veiðiheimildir og eftir varð bara rjúkandi rústir, enda finnst fólki á Bíldudal kreppan í dag hlægileg miðað við það sem það hefur upplifað síðastliðin 10 ár.

Bestu kveðjur suður, ég kíkti á Hlemm á miðvikudaginn, en sá engan sem ég þekkti nema Einar no 24. Það hefur greinilega margt breyst hjá Strætó .

Sigurbrandur Jakobsson, 31.10.2008 kl. 14:26

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband