Bara hreint út sagt frábært.

Og þetta gerist þrátt fyrir hvalveiðar. Það er líklega margt til í því sem Úlfar Eysteinsson kokkur sagði að allt tal um að hvalveiðar spilli fyrir, sé bara hjákátlegt röfl. Venjulegt fólk vill njóta og neyta. Þegar horft er á fallega náttúru og dýralíf, poppar oft fyrst uppí hugann fegurðin, og síðan hvernig þessi fegurð og lífríki eru nýtt. Sem dæmi, flestum þykir gaman að fara í sjóferð, á fögrum degi. Njóta þess að horfa yfir spegilsléttan hafflötinn. Síðan fer fólk að spá í hvað veiðist úr þessum silkislétta haffleti og hvernig það smakkist, og svo framvegis. Hjá Sæferðum í Stykkishólmi, er t.d. meðal liða í ferð um suðureyjar Breiðafjarðar að setja út plóg og skafa upp af botninum skel og sitthvað fleira sem smakka má á. Ég vona bara að ferðamennirnir, og reyndara efa það ekki, geri sér grein fyrir að það sem þeir eru að borða þarna, er ekki síður lífvera en hvalur.
mbl.is Ísland stendur upp úr dræmu ferðasumri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband