5.6.2009 | 13:16
Furðulega illa útfærð ráðgjöf
En einusinni er komin fagleg ráðgjöf frá Hafrannsóknarstofnun um veiðar á nytjastofnum á næsta fiskveiðiári sem hefst í byrjun september. Í fyrra lagði stofnunin til veiðar á 124 þús tonnum af þorski á yfirstandandi fiskveiðiári í stað 130 þúsund. Niðurstaða sjávarútvegsráðherra var samt þrátt fyrir hörð mótmæli stofunarinar 130 þús tonn, og í vetur var það svo aukið í 160 þús tonn, þrátt fyrir en harðari mótmæli Hafransóknarstofnunar, og fullyrðingar um að allt uppbyggingarstarf fyrri ára yrði gert að engu. Þrátt fyrir þetta er ráðgjöfin nú 150 þús tonn, aðeins 10 þús tonnum minna en það sem búið er fyrir löngu að gefa út að veitt verði á næsta fiskveiðiári. Nú spyr maður er þetta fagleg tilviljun, eða bara fagleg ráðgjöf.
En hitt er svo annað mál að þrátt fyrir að ýsustofninn hafi verið metin svo sterkur fyrir 2 árum síðan að óhætt yrði að setja allan flotan á ýsu, jafnt stór sem smá skip, þá er nú svo komið að ráðgjöfin í ár er nánast bara helmingur af því sem var 2007. Ástæðan er jú sú að verulega er farið að ganga á árgang 2003, þ.e. smærri ýsuna. Það í sjálfu sér kemur ekki á óvart vegna þess að sókn í ýsu jókst ekkert smá á fiskveiðiárinu 2007-8, og þrátt fyrir það náðist varla allur kvótin í ýsuni það ár, eða 115 þús tonn. Í fyrra var svo skorið niður í ýsuni, um 12 þús tonn og nú fer ráðgjöf Hafró úr 87 þús tonnum, á síðasta ári, í aðeins 57 þús tonn.
Þetta á eftir að verða endanlegur banabiti margra útgerða smærri bátana, sem hafa geta haldið sér uppi með litlar sem engar veiðiheimildir í þorski, og sótt í ýsuna í staðin. Það þýðir bara en meiri samdráttur í greinini, þ.e. færri skip og bátar gerðir út næsta vetur.
Því finnst mér Hafransóknarstofnunn vera farin að skulda okkur útskýringar á því hvað þeir byggja sínar faglegu ráðgjöf á, og hvort menn þar á bæ hafi ekki gert sér grein fyrir afleiðingum aukinar sóknar í ýsuna til langframa, eða bara horft framhjá því.
150 þúsund tonna þorskkvóti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |