19.4.2009 | 18:31
Strandveiðar í stað byggðakvóta.
Það er ólýsanleg tilfinning að loksins skuli vera að koma fram tillaga í framfaraátt í sjávarútvegi og ekki síst í atvinnulega séð. Steingrímur J er kominn með drög að frjálsum handfæraveiðum, að vísu með ákveðnum takmörkunum, í stað byggðakvóta. Rúm 8600 tonn af þorski verða til skiptana í þetta, og ég er þess handviss að þetta skili miklu meiru en byggðakvótin hefur nokkurntíman gert, öðru en illdeilum og ágreiningi. Að vísu er ég persónulega ekki sáttur við þá útfærslu á þessu að bátar uppað 15 brt fái að stunda þetta, því þegar krókaleyfin voru við líði vöru ekki stærri bátar en 6 brt á línu og handfæraveiðum.
Alla stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins voru krókaveiðar á þessari stærð báta í mikili óvissu og sem dæmi á ég á spólu þáttinn Lífið um borð, með Eggerti Skúlasyni fyrrum fréttamanni þar sem hann fór í róðra með trillukörlum í Grímsey og Stykkishólmi 1993. í þessum þætt kom það skýrt fram að á þeim tíma voru þessar veiðar í mikili óvissu vegna starfa hinar svokölluðu tvíhöfðanefndar um málefni sjávarútvegs. Í 10 ár var þessi óvissa sem loks tók enda í tíð Árna Mattíssen sem sjávarútvegsráðherra, þegar hann með einu pennastriki afnam sóknardagakerfi handfærabáta, og setti þá alla í kvóta með þeim afleiðingum að smábátum fækkaði verulega og þeir sem eftir eru sjá ekki út úr skuldasúpuni, og eiga jafnvel enga leið út.
Því ræð ég mér ekki fyrir spenningi að loksins fái ég fleiri verkefni fyrir Arnar AK 22.