10.3.2009 | 12:56
Gott dæmi um mjög lélega blaðmennsku!
Það er mjög fyndið að vita til þess að blaðamenn á fjölmiðli sem nú er kominn í eigu fólks í sjávarútvegsgeiranum, þekki ekki muninn á línuskipum og togurum, því hann er nú þó nokkur. Bæði Ágúst og Sturla eru línuskip með beitningarvél í eigu Þorbjarnarins í Grindavík.
Þetta eru ekki mjög fagleg vinnubrögð við vinnslu fréttarina að sem dæmi, fletta uppá skipunum á www.skip.is og fá upplýsingar um hverskonar veiðar þau stunda. Það getur vel verið að á síðum Grimsby Tribune séu þetta kallaðir togarar, en það afsakar ekki að það gengið úr skugga um að það sé rétt eða rangt.
Komi fleiri svona fagleg vinnubrögð í vinnslu frétt af sjávarútveginnum, segi ég helgaráskrift Moggans upp. Ég ætla mér allavega að krefjast þess að ég sé að fá 1. flokks gæði í því sem ég er að kaupa, en ekki blað í anda Slefað og Sleiktblaðamennsku.
Fleiri togarar landa í Grimsby | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |