7.3.2009 | 22:00
Gamalt aflaskip að grotna niður í Ísafjarðarhöfn
Það er ömurlegt að horfa uppá svona lagað gerast. Hrönn er mjög merkur bátur vegna þessa að upphaflega var hún Guðbjörg ÍS og sú þriðja ef ég man rétt í röð Guggana. Síðar varð hún svo mikið aflaskip í Ólafsvík undir nafninu Matthildur SH 67. Kvikmyndaáhugamenn muna örugglega eftir henni úr myndini Ingaló, en þar spilaði Matthildur stórt hlutverk og endaði svo á hafsbotni að lokum. Hvað nú verður um Möttuna er ekki gott að segja?
Hrönn ÍS sökk í Ísafjarðarhöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |