Ákveðin menning að líða undir lok.

Kaupfélögin og fólkið sem í þeim starfaði var stór kapituli í sögu síðustu aldar. Bæði í Stykkishólmi og í Reykhólasveit þar sem ég ólst upp voru starfandi Kaupfélög, og annað þeirra Kaupfélag Króksfjarðar í Reykhólasveit er að ég held starfandi en, með verslun í Króksfjarðarnesi og útibú á Reykhólum. Kaupfélag Stykkishólms varð aftá móti gjaldþrota 1986. Ég vann þar sem bílstjóri síðasta árið og svo árið sem Kaupfélagið í Búaðrdal rak verslanir Kaupfélags Stykkishólms. Kaupfélagið í Stykkishólmi lokaði matvörubúðini um áramót 1987-88, og seldi Skipavík hf byggingavöruverslunina sumarið eftir að mig minnir. Í húsi Kaupfélags Stykkishólms er nú glæsilegt ráðhús Stykkishólmsbæjar.
mbl.is 50 ár í kaupfélaginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband