7.2.2009 | 17:25
Tók hann þá ekki virkan þátt í þensluni.
Það er furðuleg staðhæfing hjá þingmanni að viskiptalíf (brask) samræmist þingmensku. Það hlýtur alltaf að koma til árekstra, ekki síst við samvisku sína. Mér finnst að hann hefði átt að velja á milli og það sama ætti að gilda um aðra þingmenn í sömu stöðu og hann. Þó að í gegn um tíðina hafi þingmenn verið í svipaðri stöðu, þá hafa aðstæður síðustu 10-15 árin verið mun öðruvísi en á fyrrum og siðferðið allt annað í stjórnmálum. Í þenslu og með puttana á púlsinum er ekki auðvelt að standast freistingar.
Fjármál Lúðvíks komu í veg fyrir ráðherrastól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Auðvitað tók hann virkan þátt...Og örugglega miklu fleiri en hann:::
Freistingarnar voru fyrir framan þá alla. Og það þarf ansi sterk bein til að standast þær.
Ingunn Guðnadóttir, 8.2.2009 kl. 06:48
Já það þarf sterk bein, en ég sá ítarlegri grein í Mogganum um þetta, og þar var tafla yfir Miðklett annað félagið, sem sýndi skuldaþróunn milli ára. Þetta leit út eins og hin versta græðgi, hundruð milljóna lántökur milli ára og bara yfirdráttur félagsins er 21 milljón. Það er eitthvað um 500 krónur í vexti á mánuði.
Sigurbrandur Jakobsson, 8.2.2009 kl. 11:55
Sigurbrandur, velflestir íslendingar tóku þátt í þenslunni, blindaðir af boðskap gulldrengjanna á frjálshyggju flippinu. Það þótti best að fá að skulda sem mest! Ég vil ekki kalla þetta græðgi, heldur skort á skynsemi, eða bara heimsku, að vilja moka að sér lánsfé langt utan greiðslugetu, sama hver á í hlut, og þar eru margir sekir. 'Eg kalla þetta heimsku því ég ólst upp við þær "gamaldags" skoðanir að fólk ætti án undantekninga að standa í skilum og borga skulir sínar. Mikið hefur Lúlli fengið hagstæð vaxtakjör ef hann þarf ekki að borga nema 500 kr. í vexti af 21 milj. á mánuði? Agnes Bragadóttir hefur marga skrautlega "fréttaskýringuna" látið frá sér fara á langri ævi, og ekki allar á traustum grunni byggðar, svo vissara er að gleypa ekki allt hrátt þegar hún vill koma höggi á einhvern sem ekki hefur að hennar mati réttan pólitískan lit. Um hana má nota orð látins skálds sem hann orti um konu í sinni sveit, fréttaglaða úr hófi um hagi náungans, niðurlag mannlýsingar sem hljómar svo " flær og reytir mest sem má, / mannorðsfeiti af öðrum"!!!
Stefán Lárus Pálsson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 17:04
500 þúsund eru svona lausleg ágiskun hjá mér. En standi menn í skilum er líklega hægt að fá góð kjör.
Sigurbrandur Jakobsson, 8.2.2009 kl. 18:46