Það eru skýringar á því.

Tilfellið er nú svo að kreppan kemur af minni þunga niður á landsbyggðini en höfuðborgarsvæðinu. Ef tala má um kreppu á landsbyggðini þá skall hún á fyrir löngu síðan og ekki fóru 101ribbaldar á Austurvöll með egg, skyr og gangstéttarhellur. Ó nei, það er ekki fyrren nú þegar sukkið er að leggja landið endanlega í eyði sem fólk á höfuðborgarsvæðinu vaknar til lífssins og gengur berserksgang í mótmælum. Ekki sá maður forsvarsmann Radda fólksins boða til mómæla þegar landsbyggðin þurfti að taka á 30% afkomuskerðinu ofaná mikil samdrátt og óheillasamar breytingar, sem ekki voru heilu byggðarlögunum til góðs. Ekki komu fram raddir fólksins, eða nokkur mótmæli þegar atvinnulíf á Flateyri varð fyrir miklu áfalli fyrir tæpum 2 árum síðan. Höfuðorsökin í þeim harmleik var stjónkerfi sem búið var til af þeim sjónmálamönnum sem nú eru við völd. Því hefur ekki verið mótmælt á Austurvelli síðan trillukarlar landsins tóku sig til og skunduðu í höfuðborgina til að mótmæla friðsamlega þeim áformum þáverandi valdhafa að gera eigur þeirra og afkomu að engu. Því er ekkert skrítið þó landsbyggðarfólk hafi meiri þolinmæði en 101 íbúarnir, við erum búin að láta valtra yfir okkur árum saman í nafni hagræðingar, og hvert er sú hagræðing að leiða okkur. Höfuðatvinnuvegur okkar skuldar á fimmtahundrað milljarða.
mbl.is Meiri biðlund á landsbyggðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver stjórnaði landinu þessi ár sem kreppan fór svona með landsbyggðina og misréttið átti sér stað? Voru það ekki akkurat flokkarnir sem hafa sterkustu stöðuna á landsbyggðinni hafa alltaf fengið endurnýjað traust þar? Það er hálf hallærislegt að fara sífelt í þennan meting við 101 Reykjavík. Hvernig væri að nýta athvæðiréttinn og -vægið sem er meiri á landsbyggðinni en í Reykjavík og skipta út þessu liði sem hefur komið okkur í þessa stöðu. Aumt er það að hvarta yfir því að trúbadorinn Hörður Torfason hafi ekki mótmælt fyrir landsbyggðina þegar stjórnvöld brugðust ykkur. Ég veit ekki betur en að það séu mótmæli um land allt í dag og að frumhvæði hvers byggðarlsgs fyrir sig. Reynum nú að vinna saman og koma okkur út úr þessum vandræðum og það ætti að verahagur okkar allra.

Með baráttu kveðju,

Garðar

Garðar Garðarsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 21:28

2 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Þetta er rétt félagi og á þetta hef ég bent hér á bloggi. Mér var að vísu bent á það af Reykjavíkur fröken að það væri ekki hægt að bera saman ástandið út á landi og í Reykjavík. Ekki veit ég hvað sú sæmdar fröken Reykjavík átti þar við, nema þá helst að við úti á landi værum ekki gildir þjóðfélagsþegnar.   Marg oft hafa sjómenn bent á það undanfarin ár að tekjur þeirra hafa dregist saman um allt að 30% prósent vegna rangrar skráningar á gengi. Kreppan hér í Ólafsfirði hefur varað í 9 ár og merkilegt nokk ég held við séum á uppleið. Sumir hér segja að bankarnir hafi bjargað landsbyggðinni frá skelli núna vegna þess að þeir vildu ekki lána okkur, það var víst enginn fengur að þeirra mati.  Hér líkt og í þínu byggðarlagi fóru stór fyrirtæki á hausinn og tugir manna misstu vinnu og hús sín. Enginn mótmælti á Austurvelli.   Við gætum skrifað meira en satt að segja bera ég enga vorkunn í brjósti mér til þeirra sem mótmæla við Þinghúsið þessa dagana.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 24.1.2009 kl. 21:48

3 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Hárrétt Snjólaug, og það hryggir mig að horfa uppá hversu mikill samdráttur hefur orðið í þeim fallega bæ sem Ólafsfjörður er. Ég er reyndar mjög bjartsýn á að þið eigið eftir að njóta góðs af Héðinsfjarðargöngum, göngum sem mjög hafa verið gagnrýnd á 101 svæðinu, og mikið talað um að ekki ættu rétt á sé.

Sem dæmi þá var það nánast gleymt daginn eftir þegar Kambur á Flateyri lagði upp laupana og fjöldi manns missti vinnuna, og það var ekki það að fyrirtækið væri farið á hausinn. Eigendurnir gáfust bara upp á að reyna að halda því gangandi í stöðugt fjandsamlegra umhverfi. og engum datt í hug að kasta eini einustu gangstéttarhellu!

Sigurbrandur Jakobsson, 24.1.2009 kl. 22:03

4 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Já það var skrítið upphlaupið út af Héðinsfjarðargöngum. Þessi tvö byggðarlög sem göngin munu tengja hafa skaffað þjófélaginu ómældar tekjur undanfarna áratugi og borgað til þjóðfélagsins.  Á síldarárunum skilað t.d. Siglufjörður hæstu tekjum í ríkiskassann engin virðist muna eftir því, Þormóður Rammi er stórfyrirtæki ásamt öðrum útgerðum á svæðinu og það þarf ekki mörg ár til að borga þessi göng með skatttekjum.  Þetta man enginn og ekki heldur að ríkið borgar mest allar vegaframkvæmdir í höfuðborginni.

En við lifum og erum bjartsýn, vona að þið séuð það líka. 

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 24.1.2009 kl. 22:13

5 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Við erum það og ekki annað hægt. Hér eru öflugar útgerðir eftir sem lifað hafað ýmsar hremmingar. Það hefur fjölgað í bátaflotanum hérna það sem af er vetri. Svo síðast en ekki síst er verið að byggja vatnsátöppunarverksmiðju, sem kemur til með að skapa tugi starfa beint og óbeint.

Enginn barlómur hérna.

Sigurbrandur Jakobsson, 24.1.2009 kl. 22:45

6 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Alltaf gaman að lesa svona ein og þið skrifið það villjið þið meina að Höfurborgarsvæðið sé baggi á ykkur Djöfull er fólk með milkla hræsni Reykjavik hefur setið eftir í úthlutun fé til vegamála .rátt fyrir að hér sé mesta umferðinn   fyrirtæki hafa farir á hausin í Reykjavík löngu fyrir kreppu og men ekki eftir stunu frá landsbyggðini ég hef ekki verið með skítkast í garð landsbyggðinar en að lesa svona hroka er bara ótrúlegt . Í sambandi við orð ykkar um væl  vill bara benda ykkur á fleiri milljarðastyrki sem þið hafir fengir í gegnum árin í hvótaúthlutun það er ekki Reykvíkingum að kenna að þei seldur hann siðan í burt 

Jón Rúnar Ipsen, 25.1.2009 kl. 01:17

7 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Þú ert laglega úrýllur núna Jón. Mér sýnist þú vera að misskilja okkur mjög og sem gott dæmi um borgarbarn þá hefurðu ekki fylgst nógu vel með því sem er að gerast úti á landi undanfarin 10 ár jafnvel lengur. Kvótakerfið eitt og sér er einhver sú mesta mismununn sem yfir landsbyggðina hefur gengið. Á árunum uppúr 1970 var mikill nýsköpun í gangi um allt land í kjölfar þess að síldin hvarf. Þá var veitt fyrirgreiðsla um smíði fjölda skuttogara og stórra vertíðabáta, bæði innanlands og utan. Flotinn var nánast endurnýjaður á 5 ára tímabili og margt þessara skipa er en í dag í fullri drift. Þessi floti fór ekki síður til Reykjavíkur en annara bæja um landið og um 1980 stóðu allir jafnir að öllu á sama grunni. Búið var að koma erlendum fiskiskipum út úr landhelgini og þjóðin sat loksins ein að auðlindini. 1983 kemur svo út það sem hefur verið kallað svört skýrsla frá Hafrannsóknarstofnunn, um að ástand fiskistofnana okkar sé eftir allt saman orðið svo bágt að grípa verði til róttæka aðgerða. Þá varð til það sem í dag er Lög um stjórn fiskveiða, öðru nafni kvótakerfið. Fyrstu árin var þetta bara úthlutun á skip eða bát byggt á veiðireynslu 3 árana þar á undan og var ekki framseljanlegt. Þetta var og er ekki styrkur við landsbyggðina og var að sjálfsögðu aldrei hugsað sem slíkt. En 2-3 árum eftir að kvótinn var settur á komu stærri útgerðirnar, þar á meðal á Akureyri og í Reykjavík með þá kröfu að þetta yrði framseljanlegt milli skip vegna hagræðingar fyrir þá svo meðal annast þeir gætu fækkað skipum. Þetta var í sjálfu sér mótað af þeim sjálfum fram á þennan dag og er búið að valda miklum vanda víða um land. Meira segja sjálf Akureyri hefur ekki farið varhluta af þessu. Og ég get nefnt sem dæmi að í mínum heimabæ Stykkishólmi var orðin mjög öflug útgerð fyrir 10 árum síðan, bæði stórra og smárra skipa. Þegar ég fór í skóla til Reykjavíkur fyrir 10 árum síðan reiknaði ég alltaf með að eiga afturkvæmt í minn heimabæ og fá vinnu við það sem ég var að mennta mig í, en svo fór nú ekki og ég mun að öllum líkindum ekki eiga þangað afturkvæmt, því fljótlega eftir að ég var farinn fór mjög að halla undan útgerð í Hólminum og nú er svo komið að þarna er bara eitt kvótalítið línuskip og en vertíðarbátur sem er kallaður undanvillingur vegna þess að hann er eiginlega ekkert gerður þarna út þó hann sé skráður þaðan.

Talaðu svo um hroka og ósanngirni herra Jón.

Sigurbrandur Jakobsson, 25.1.2009 kl. 09:21

8 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Hehe heyrurðu í honum Jóni, Sigurbrandur. Er þetta rödd fólksins?

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 25.1.2009 kl. 12:43

9 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Hvað mun kosta í heðinsfjarðargöng þegar þau opna ekki neit frekar en fleiri jarðgöng sem eru gerð út á land . En það kostar í Hvalfjarðargöng og heyrist ekki orð frá fólki spurning hvort það sé ekki komið að því að láta samgöngur endurspegla kostnað Hefur fólk sem heimtar fleiri jarðgöng út á landi skoðar hvað það kostar íbúa vestmanaeyja að komast til og frá landi ? Ég er frekar litið borgarbarn en ef þetta er allmenur hugsunargangur fólks sem er búsett útá landi þá hef ég ekkert þangar að sækja . hef búið út á landi og gafst upp á að hlusta á þessi rök ÞIð borgarbúar þetta gerir bara lítið úr ykkur enda er það staðreynd að rökleysa býr að baki svona málflutning .

Í stað þess að einu sinni að standa saman og reyna að knýja fram breytingar þá keppist fólk við að rífa vinnu annarra niður .

Eitt skýrt dæmi er þessi landshluta REMBINGUR Afhverfu stendur landshlutanir ekki saman og krefjast þess að þeir skattar sem eyrnamerktir eru vegagerð skili sér  og bara til að koma með smá leiðindi Snjólaug veist þú hvað Göngin kosta sem þú ert að styðja ?? Veist þú hvað suðurlandsvegur myndi kosta sem þó fleiri nota ???

Jón Rúnar Ipsen, 25.1.2009 kl. 13:40

10 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Jújú Snjólaug, ég heyri því miður. Við Jón erum reyndar gamlir vinnufélagar til skamms tíma..

Það er nú reyndar nokkuð til í því Jón að fólk hafi keppst við að rífa niður vinnu annara. En það er ekki nýtt, og ég er búin að súpa mjög seyðið af því síðan ég komst til vits og ára, og stend eftir í nánast sömu sporum og ég byrjaði í fyrir 25 árum. Mín grein var fyrir miklum hremmingum bæði innan frá og utan, og sér í lagi af völdum ráðamanna. Eiginlega ætti ég að vera meðal þeirra sem láta eins og vitleysingar á Austurvelli af bræði. En mér dettur það ekki til hugar. Ég vil freka þrátt fyrir allt reyna að byggja mig upp aftur og halda áfram.

Svona viðhorf eins og þetta með Héðinsfjarðargöng er ekki nýtt frá borgarbúum. Vissulega er þetta dýr framkvæmd en hún skapar atvinnu til skamms tíma og hagræðingu til langs tíma.

Sigurbrandur Jakobsson, 25.1.2009 kl. 15:37

11 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

En eftir stendur sú spurning afhverju eiga sumir að borga en ekki allir ??

og innihaldslitil rök að reyna að halda þessu áfram með borgar börn en sannar að þegar eingin eru haldbær svör þá kemur alltaf borgarbúi sem sagt hér mer segi ég að allar þinar skoðanir séu ómarktækar og bull af því að þú býr út á landi  .

Jón Rúnar Ipsen, 25.1.2009 kl. 18:05

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband