8.1.2009 | 19:20
Verður minnisvarði um bruðl.
Annsi er ég hræddur um að þessi kumbaldi eigi eftir að skemma umhverfið við höfnina og miðbæinn ókominn ár, vegna þess að ekki verða til peningar til að klára það.
Enda hvað höfum við með rándýrt tónlistarhús að gera þegar við höfum varla efni á að fara í bíó
Reynt að leysa mál Tónlistarhúss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svona var komið fyrir Íslandi, minnihlutahópar ráku upp gelt og samstundis var ausið í þá milljörðum til að hafa þá góða. Við verðum að passa okkur á frekjunni í þessum hópum.
Baldur Hermannsson, 8.1.2009 kl. 19:26
Að sjálfsögðu er það eðlilegt og sjálfsagt að klára þetta hús sem hefur vantað svo árum saman. Svona neikvætt hjal um minnisvarða og frekju á engan rétt á sér. Og jú ég held að allir íslendingar hafi enn efni á að fara í bíó, þvílíkt NÖLDUR
Gylfi Björgvinsson, 8.1.2009 kl. 19:34
Gylfi fólk fer ekki í bíó þegar þeir eiga ekki fyrir mat. Kreppan bitur mis mikið í fólki.
Það er ekki nöldur að tala um veiruleikann.
Heidi Strand, 8.1.2009 kl. 19:41
Ef það kostar 9-10 milljarða að klára að byggja þetta svo bráðnauðsynlega hús á ekki að vera að spá í þessu. Það kostar ekki meira en 150-180 milljónir að jafna þetta við jörðu og gera þarna hafnarkannt og bílastæði.
Það verður aðeins að forgangsraða í útgjöldum ríkisins og ef að ekki má reka ódýra heilbrigðisþjónustu þá á ekki að byggja 20 milljarða kofa fyrir örfáa útvalda.
Þorbjörn Víglundsson (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 21:52
Sammála síðasta ræðumanni.Hvað höfum við að gera með þennann kofa sem aðeins örfáir hafa efni á að nota.Því ekki er verið að byggja yfir þá sem þess helst þurfa.Ó nei þeir verða nú frekar fyrir fordómum og kallaðir slömm.Af gerfielítunni.
hh (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 21:58
Gylfi hversu marga vantar þetta hús. Það er meira að segja orðið svo dýrt að halda uppi Sinfónuhljómsveitini að hún hefur orðið að draga saman. Hvernig eigum við þá að hafa efni á að reka svona hús eins og staðan er í dag. Byggingakostnaður er bara hluti af þessu svo kemur rekstrarkostnaður árum saman, með mismiklum halla. Hugsaðu málið til enda maður, það kreppir víða að í dag.
Sigurbrandur Jakobsson, 8.1.2009 kl. 23:47
Já hvaða sturlun rak fólk eiginlega til að ráðast í þessa ofurbyggingu - en kannski er ekki enn of seint að breyta henni í spítala?
Baldur Hermannsson, 9.1.2009 kl. 00:24