7.11.2008 | 16:48
Trúi ekki öðru en hann hljóti að hafi vitað af því í hádeginu.
Mér finnst frekar ólíklegt að hann hafi ekki vitað af því fyrr. Kannski hafa boðskipti verið eitthvað brengluð eða misfarist, en samt fannst mér sem hljóðið í honum virkaði ekki af miklum áhuga.
Sjálfum finnst mér þetta mjög höfðinglegt af pólverjum að bjóða okkur smá aðstoð og ég hlakka til að sjá glottið á pólskum vinnufélögum mínum eftir helgi.
Það er líka eitt í þessu að stór hluti þeirra pólverja sem búsettir eru hér á landi, eru sestir að. Eiga sínar eignir og skuldir líkt og aðrir hér á landi. Að sjálfsögðu eru þeir í sömu sporum og aðrir landsmenn.
Geir staðfestir pólska aðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta eru allt lán veitt fyrir og í gegnum IMF og verða aðeins afgreidd ef IMF kemur að málunum hér. Það er einnig ástæðan fyrir að Geir hafði enga vitneskju um pólska lánið. Það er IMF sem aflar þessara lána. Ísland með núverandi ráðamenn við stýrið fá engin lán.
Thor Svensson (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 17:20
Geir er kominn í ónáð hjá Davíð og því hefnir Davíð sín með því að segja honum ekki svona ýmsa smámuni.
Jóhann Elíasson, 7.11.2008 kl. 18:05
Hann vissi ekkert af þessu í morgun. Davíð hefur gleymt að segja honum frá þessu. Það er hann sem ræður....ríkisstjórn hvað?????
Haraldur Bjarnason, 7.11.2008 kl. 19:06
Ja hérna, þetta er þá líklega að verða stjórnlaust og vitlaust!
Sigurbrandur Jakobsson, 7.11.2008 kl. 19:20