Það verður hreinasta skelfing á Akranesi

Mér hefur nú reyndar atvinnulífið á Akranesi vera heldur lítilfjörlegt undanfarin 6 ár. Þegar ég flutti á Skagan í lok árs 2002 þá var HB stórveldið að sogast inní Granda og þá urðu uppsagnir og nokkur fjöldi missti vinnuna, þar á meðal sjómenn á skipum HB. Það sem helst hefur ollið íbúafjölgun á Skaganum undanfarin ár, með tilheyrandi byggingaþenslu, er nálægðin við Reykjavík og hversu gott atvinnuástand hefur verið þar og íbúðaverð hærra en á Alranesi. Þegar ég seldi í Hafnarfirði 2002 fékk ég 106 fm einbýli fyrir 65 fm, 2 herbergja íbúð. Það sem ég ekki áttaði mig á að ég var að flytja í algera eyðimörk og þessi 4 ár sem við bjuggum á Skaganum hafa orðið að martöð sem við erum búin að vera að súpa seyðið af síðan. Þetta voru afdrifarík mistök þegar upp er staðið.

Sama held ég að verði hjá mörgum þeim sem fylgdu í kjölfar okkar á svipuðum forsendum eða þeim forsendum að góð vinna yrði áfram í Höfuðborgini og engin kreppa í sjónmáli.  Í dag er sem dæmi mágur minn í hópi þeirra sem taka pokan sinn á morgunn, búinn að búa á Skaganum í akkurat eitt ár. Samkvæmt því sem ég síðast frétti var hann, líklega ekki frekar en aðrir í sömu stöðu á Skaganum búinn að fá aðra vinnu. Eins og staðan er í dag hef ég áhyggjur af þeim


mbl.is 63 sagt upp á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég flutti á Skagann 07 og er búinn að búa hérna í 14 mánuði c.a, hvergi annarstaðar vildi ég vera. Mér finnst þessi staður frábær.

Ég er í skóla á Akranesi þannig að ég finn lítið fyrir þessu enn, en ef ég væri á vinnumarkaðnum í dag og væri að missa vinnuna að þá væri þetta kannski annað mál.

En þetta er hræðilegt ástand á Akranesi og í raun á landinu öllu. Mikið af fólki hefur verið að flytjast hingað að undanförnu en miðað við þessar fréttir að þá kæmi mér ekki á óvart að fólk mundi flytja annað. Vinnumöguleikarnir hérna eru takmarkaðir og eftir þessar uppsagnir að þá er meira en að segja það, að fá vinnu hérna á Skaganum á næstunni.

Aldrei aftur Sjálfstæðisflokkur, takk fyrir !!!

Bestu kveðjur

Einar (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 17:48

2 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Sæll Einar og þakka þér kommentið.

Í sjálfusér er ástandið úti á landsbyggðini ekkert verra en það hefur verið undanfarin 6 ár. Fólk á sem dæmi Bíldudal og Flateyri hefur þurft að horfa uppá miklar uppsagnir og atvinnumissi á þessum tímum góðæris.

Akranes er mjög fallegur staður og mér fannst í sjálfu sér ekki leiðinlegt að búa þar, enda konan mín þaðan og allt hennar fólk og móðir mín og systir búa þarna líka. En á skyggir að á þessu tímabili varð hrun í mínum geira (sjávarútvegnum) og HB og co varð selt undir hæl Granda og meira segja formaður Verkalýðsfélags Akraness hefur ekki verið sáttur við þau skipti, frekar en aðrir sem til þekkja þarna á Skaganum. Öll þessi ár að undanskildum einum mánuði sótti ég vinnu til Reykjavíkur, á Snæfellsnes eða í Þorlákshöfn.

Málið er að allstaðar þar sem hagræðing veiðiheimilda og vinnslu hefur verið mottóið, þar er sviðin eyðimörk, og sem betur fer hugsa menn ekki svona í Snæfellsbæ, því þar stendur sjávarútvegurinn mjög vel í bili, og svo er verið að reisa hérna heljar mikla vatnsátöppunarverksmiðju, sem mun renna en betri stoðum undir Snæfellsnesið.

Því segi ég, fari þér að leiðast á Skaganum vertu velkominn í Snæfellsbæ þar sem jökullin ber við loft.

Sigurbrandur Jakobsson, 31.10.2008 kl. 18:52

3 identicon

Það fer fullt af fólki á framfæri bæjarsjóðs. Það bætist við írakana sem komu í sumar. Ríkið hættir að borga með þeim rúmlega 100 milljónir árlega á næsta ári og þá taka Skagamenn við þeim reikningi. Glæsilegt í kreppunni.

Hollvinur (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 19:40

4 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Það verður þungur baggi fyrir bæjarsjóð að kingja því. Svona er það þegar menn loka augunum fyrir því að þegar samdráttur verður í meginn atvinnuveginum, þá er ekkert í sjálfusér sem kemur í staðinn. Grundartangi er ekki að skapa sömu hátekjustörf og fylgja sjávarútvegnum.

Sigurbrandur Jakobsson, 31.10.2008 kl. 20:11

5 identicon

Mjög stór hluti af atvinnulífi á Akranesi undanfarin ár hefur byggst á byggingariðnaði sem nú er að hrynja til grunna. Stóriðjan lendir í vanda. Álver er að hrynja. Fyrir nokkrum árum var bærinn helsti sjávarútvegsbær landsins en það er búið. Höfnin er eins og grafhýsi eftir að menn seldu erfðasilfrið fyrir 30 silfurpeninga. Nú breytist Akranes í fátæktargildru og Palestínu norðursins. Þakkið Sjálfstæðisflokknum fyrir þetta Skagamenn.  

Hollvinur (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 20:38

6 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Hver sem þú ert Hollvinur, þá er þetta hárrétt hjá þér. Og það ömurlegasta við þetta er að hvergi á þessum landshluta er betra að gera út og skemmtilegra að róa. 2002 þegar ég flutti á Skagann var talsvert líf við höfnina, þó örugglega væri það á þeim tíma þegar farið að dala. Ég man þá tíð fyrir svona 20-25 árum síðan þegar Skagabátarnir voru að koma hingað vestur á Snæfellsnes að þeir voru stærri og glæsilegri en bátarnir okkar. Við höfum margt að þakka Sjálfstæðiflokknum og þá ekki bara á Skaganum. Þó ég hafi fengið slæma útreið eftir að hafa flutt á Skagann á sínum tíma, þá þykir mér vænt um staðinn og líð frekar en hitt fyrir hvernig er að verða komið fyrir bænum. Uppsveifla undanfarina ára Skaganum  var uppsveifla sem byggðist á nánast engu nema skuldsöfnunn.

Sigurbrandur Jakobsson, 31.10.2008 kl. 22:46

7 identicon

Af hverju fór HB frá Skaganum? Hinir mærðu Bjölgófsfeðgar í teinóttum jakkafötum, með nýkeyptan banka í annarri hendinni komu eins og stormsveipur veifandi dollarareiknigi í hinni, keyptu Eimskip á framvirkum samningi án þess að greiða krónu. Seldu síðan út úr Burðarás (dótturfélagi Eimskips) öll sjávarútvegsfyrirtækin sem það átti og neyddu menn til að bjóða í þau hátt verð. Skagamenn höfðu ekki burði til að bjóða nægjanlega þóknanlegt verð þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir.  Landsbankinn ofl. lánaði kaupendum fyrir herlegheitunum og úr varð mikill gróði fyrir þá feðga en eftir stóðu gríðarlega skuldsett sjávarútvegsfyrirtæki.   Snjall leikur í boði Dabba kóngs ofl.  og hvað stendur eftir í dag? 

D12 (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 23:18

8 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Ekki neitt og svo ætlast þessir menn til þess að þjóðin vorkenni þeim vegna óvissu um fjárhag þeirra. Skildu þeir ekki eftir auðn um allt land,  og hvert fór svo allur kvótagróðinn og hvar er hann nú??

Sigurbrandur Jakobsson, 1.11.2008 kl. 00:51

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband