20.10.2008 | 20:25
Hvar eru bissnesmennirnir?
Það fer ekki mikið fyrir glamúrnum hjá þotuliðinu þessa dagana, nema að því undanskildu að einhver umfjöllun er um snekkju Jóns Ásgeirs. Spaugstofan á laugardag var alveg frábær Egill Helgason í hlutverki rukkarans að rukka Jón Ásgeir með öllum ráðum og lífverðir til sölu í Byko og Húsasmiðjuni. Þökk sé að við getum haft Spaugstofuna til að hressa uppá sálarlífið þessa dagana, ásamt Dagvaktini, sem tekin er upp í minni heimasveit Reykhólasveit. Það fallegt í Bjarkarlundi sem og annasstaðar í sveitini.