19.10.2008 | 00:40
Skrýtnir tímar, en alltaf ljós í myrkrinu.
Ég hef ekki verið mikið að blogga þessa dagana. Þar er líklega aðllega leti um að kenna og það að þegar ég hef verið og þá sjaldan í fríi, þá hefur fjölskyldan gengið fyrir. Í dag fórum við sem dæmi í skírn hjá systir minni á Skaganum, þar sem systurdóttir mín var skírð af séra Eðvarð Ingólfssyni sóknarpresti á Akranesi. Þess má til gamans geta að hans bernskuslóðir eru á Hellissandi. En hérna ólst hann upp og þekkir örugglega hverja þúfu. Skagamenn eru mjög heppnir með sóknarprest, því eins kærleiksríkan og góðan mann eins og séra Eðvarð er ekki víða að finna. Hann gifti okkur og skírði dætur okkar báðar. Aníta Sif sú yngri var skírð heima hjá okkur í Krókatúninu í byrjun sumars 2005. Eldri dóttirin var rétt orðin 2 ára og var svo hrifin af séra Eðvarð að þegar hann tók hana í fangið þegar hann var að fara og spurði hvort hún vildi bara ekki koma með sér, þá var Embla fljót að svara já í fúlustu alvöru. Það er því ömurlegt til þess að hugsa að menn sem hugsuðu meira um Mammon og veraldleg gæði skuli nú vera að gera framtíð veslings barnsins sem í dag var verið að skíra til kristni, óörugga og dökka. Það ljómar ekki kærleikurinn og friðurinn kringum þá í dag
Þetta er svona kveðja til þeirra sem nú bera ábyrgð á hvernig framtíð barnana okkar er í dag, það er hæpið að þau rúnti um á Range Rover í framtíðini eins og þeir.
Athugasemdir
Sæll.
Mér verður þessa dagana svo oft hugsað til gamla fólksins. Fólksins sem byggði upp þetta land, frá örbyrgð og ömurlegheitum.
Hvernig skyldi þessu fólki líða, að horfa upp á hvernig nokkrir menn fóru með arfleið okkar??
Ingunn Guðnadóttir, 19.10.2008 kl. 11:33
Sæl og blessuð Ingunn.
Það ömurlegasta við bankahrunið, held ég að sé það að fjöldi eldriborgara er að tapa sparifénu sínu og þar með að borga sukk bankastjórnendana. Ég sá aðeins leiftur úr Silfri Egils í dag og að þar var verið að tala um að Icesave hafi verið stofnað um það leiti sem fór að halla undan og bera á kreppu og að það hefði bara verið græðgi sem þar réð ferðini. Það verður einhver að svara til saka og vera ábyrgður fyrir því að fjöldi fólks stendur nú uppi tómhent meðan auðstéttin spókar sig um á verðlausum Range Roverum.
Sigurbrandur Jakobsson, 19.10.2008 kl. 15:52
Sæll Brandur, nú á dögum kalla gárungarnir Range Rover Game Over
Alex Páll Ólafsson (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 20:30
Huhu Það er nokkuð til í því.
Sigurbrandur Jakobsson, 20.10.2008 kl. 20:34