6.9.2008 | 19:51
Lítið að gerast.
Það er hálfgerð gúrkutíð þessa dagana hjá mér. Haustið er að færast yfir og náttúran að taka sínum breytingum eins og vant er á þessum árstíma. Þrátt fyrir hlýindi þessa dagana, þá eru samt merki þess að gras og gróður sé farið að gulna. Á föstudaginn fyrir viku síðan var nánast rok af norðri, fyrsta haustrokið líklega.
Á mánudaginn var, 1. september, gekk nýtt kvóta ár í garð og hafið hér fyrir utan gluggana hjá okkur fylltist af bátum, sem voru að byrja aftur eftir langt sumarstopp í sumum tilfellum.
Athugasemdir
Sigurbrandur, þú ert svo mikið að slá um þig með markaðsfræðikunnáttunni að ég vildi benda þér á þessa færslu. Viltu svo láta mig vita um niðurstöðu greininganna hjá þér?
Jóhann Elíasson, 6.9.2008 kl. 20:49