21.8.2008 | 22:59
Helgarfrí og helgi á Bifröst.
Helgin er framundan með menningarnótt í Reykjavík. Það kæmi mér ekki á óvart þó Reykvíkingum tækist vel til þetta árið. En það er gert ráð fyrir 100.000 manns. Viðkvæmni Hólmara á sér engan sinn líkan og ég ákvað að fjarlægja færsluna um Dönsku dagana vegna þess hversu ógeðlegar sumar athugasemdirnar við hana voru. Það mætti halda að skoðanafrelsi sé ekki vel séð í Hólminum. En ég er bara svo gamaldags að ég hefði viljað sjá minna fréttaefni um þessa hátíð af þessum toga.
Við förum á sjó í næstu viku, og höfum verið að vinna við að gera skipið klárt í þessari viku. Nú er því helgarfrí og vinnuhelgi hjá mér í Háskólanum á Bifröst. Ég ákvað að skella mér í fjarnám við frumgreinadeldina á Bifröst. Ég var búinn að vera að bræða það með mér í ein 2 ár og sló svo til í vor og sótti um. Hvernig gengur verður bara að ráðast, og ég tek bara einn vetur í einu.