Strætó b.s. með sitt framlag til mótvægisaðgerða á landsbyggðini.

Þetta er nú lýsandi dæmi um þá þröngsýni sem virðist vera hjá Strætó b.s. þessa dagana. En það var samt vel að sér vikið að leysa vanda með þessar 300 millur sem vantar uppí reksturinn. Látum bara landsbyggðina borga.

Eins og ég hef alltaf skilið þessi námsmannakort þá eiga þau að vera fyrir þá nemendur sem búa og stunda nám á höfuðborgarsvæðinu. Það ætti engu máli að skipta hvort einhverjir nemar hafi lögheimili en hjá mömmu og pabba á Þórshöfn, því ekki eru þau að stunda námið sitt þaðan, heldur frá nemendagörðum eða leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.

Ég ætla rétt svo að vona að sveitafélögin á landsbyggðini láti kröftuglega í sér heyra yfir þessari fáránlegu og heimskulegu ákvörðun Strætó b.s. Hún er stjórnendum Strætó til vansa og sýnir hversu tilviljankendir og ónákvæmir stjórnunarhættirnir eru þar á bæ.


mbl.is Nemar utan af landi fá ekki lengur frítt í strætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum, þegar ég las þetta, stjórn Strætó bs virðist vera á einhverri annarri plánetu en við hin.  Ég hefði nú haldið að það væri mun þarfara að auka notkun landans á almenningssamgöngum ekki að draga úr notkuninni með öllum hugsanlegum ráðum eins og nú er gert t.d. með því að láta vagnana ganga á klukkustundar fresti á sunnudögum og svo eru menn hissa á því að strætó sé ekki notaður.  Ef það á að halda svona áfram að skera niður þjónustu og útiloka svona einhverja "hópa" þá er miklu hreinlegra að leggja STRÆTÓ bara niður strax og kasta bara ÖLLU sem heitir almenningssamgöngur og hætta þessum LEIKARASKAP sem er nú í gangi því það virðist ekki vera NEINN áhugi á því að gera neitt í almenningssamgöngum.

Jóhann Elíasson, 18.8.2008 kl. 09:42

2 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Það er alveg satt hjá þér Jóhann, þetta er bara leikaraskapur sem ekki skilar neinu, eins og við sáum glögga frétt um smartkortakerfið sem enginn vil bera ábyrgð á. Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvðæinu hafa verið stjórnlausar síðastliðin þrjú ár. Stanslausar kollsteypur (með alkalýskemdum) á leiðarkerfi strætó, hagræðingin nær aðeins til þeirra lægra settu. Því ég get nefnt sem dæmi þegar ég byrjaði hjá strætó sumarið 2003. Þá var bara deildarstjóri aksturdeildar og svo næstur honum forstjóri og stjórn. Í dag eru komnar 2 stöður ofar honum sem bara voru búnar til við leiðarkerfisbreytinguna 2005. Leiðarkerfisbreytingu sem átti að færa strætó meiri tekjuafgang af rekstri. Í fyrra varð að skera niður reksturinn um 2-300 miljónir, eða meira, og svo aftur núna. Svo þá er spurningin til hvers að halda þessu úti ef ekkert sveitafélagana sem að þessu standa vil setja í þetta fjármagn. Ekkert skrítið að vagnarnir gangi tómir utan 2 ferða á dag.

Sigurbrandur Jakobsson, 18.8.2008 kl. 10:17

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er gagnstætt öllum markaðs- og rekstrarlögmálum að þegar tekjur minnka að draga saman þjónustu.  Þetta fólk, sem er þarna við stjórnvölinn, er ekki alveg í lagi og ætti að leggja eitthvað annað fyrir sig en að reka fyrirtæki og það fyrirtæki sem getur haft mikil áhrif á lífsafkomu þegnanna í landinu.  Mikil er þeirra ábyrgð og enn meiri virðist "gloppan" á milli eyrna þeirra vera. 

Jóhann Elíasson, 18.8.2008 kl. 10:34

4 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Hehe það er satt Jói, þetta er ekki fagleg vinnubrögð, og svo mikið lærði ég í markaðsfræði hjá þér ég veit að sjálfsögðu þetta eykur ekki farþegafjöldan og hvað þá að það dragi úr kostnaði. Rekstur Strætó b.s. minnir mig alltaf á gamalt kaupfélag sem er við það að fara á hausinn, enda bara gamlir í haldssamir bændur við stjórnvölinn.

Eftir leiðarkerfisbreytinguna og vaktakerfisbreytingu 2005 held ég að viðhaldskostnaður vagnana hafi aukist.

Sigurbrandur Jakobsson, 18.8.2008 kl. 12:02

5 identicon

Tjah... það er amk. alveg á hreinu að margir nemar sem höfðu stefnt á áframhaldandi notkun strætisvagna muni nú í meira mæli nota einkabílinn sem fararskjóta.

Þessar breytingar eru alveg út í hróa hött, hvað þá þar sem oft er dýrara fyrir einstaklinga utan af landi að stunda nám á höfuðborgarsvæðinu -þar sem þeir þurfa að greiða leigukostnað og annað sem "Reykjavíkurbörnin" þurfa oft ekki að greiða.

Sigríður Inga (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 15:49

6 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Það er satt hjá þér Sigríður Inga, og við þetta er að bæta að skrái þau lögheimili sitt á höfuðborgarsvæðinu þá verða þau af landsbyggðastyrknum frá Lín sem er ætlaður meðal annas til að koma til móts við háa húsaleigu og ferðakostnað til og frá heimabyggð

Sigurbrandur Jakobsson, 18.8.2008 kl. 16:07

7 identicon

Sigríður Inga....

Síðan hvenær hafa nemendur í Reykjavík ekki þurft að borga leigu?  Ég þekki engan (nema framhaldskólanema) sem býr ennþá heima hjá sér, allir eru þeir fluttir að heiman og þurfa að borgar háar upphæðir í leigu.

 Svo er náttúrulega annað mál að Reykvíkingar fá barasta ekki inn á stúdentagarðana hér, því fólkið utan af landi fær forgang.  Með því er verið að færa Reykvíkingina til Keflavíkur (Keili) þar sem nemendur fá frítt í rútu.  En af því að flestir nemendur þurfa á öllum sínum krónum að halda, þurfa þeir að færa heimilisfang sitt til Keflavíkur til þess að fá húsaleigubætur - en ef það er gert fá þeir ekki strætókort í Reykjavík, þar sem, þrátt fyrir búsetu í öðru bæjarfélagi, er þeirra líf.

þetta er allt saman rotið kerfi.  tekjutengd námslán sem eru greidd út eftir á (ÞETTA ERU LÁN!) þannig að nemendur þurfa að tala við bankana um heimild þangað til lánin eru greidd út.  Og þar sem þetta er á heimild þá tekur bankinn vexti (ofan á tekjuskerðinguna).  Lánin eru ekki það há fyrir (106.000 fyrir skerðingu) og svo halda þeir að nemendur geti lifað á þessu?  Mér finnst þetta mjög sorglegt allt saman.  Lánin eiga að vera þarna svo fólk þurfi ekki að vinna með skóla og geti einbeitt sér að skólanum.  En lánin eru svo lág og svo skert að fólk neyðist til þess að vinna með, bara til þess að fá lánin enn meira skert.

*hristir haus*

Helga Dís (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 18:33

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband