16.8.2008 | 20:57
Björgunarafrek
Í gær var það óhapp að lítill skemmtibátur Eggja-Grímur sökk norð-vestur af Garðskaga. Veðrið í gærmorgunn á Akranesi var ekki til að hrópa húrra fyrir. Suð-vestan 5-8 m/s, svo ekki hafa verið góð skilyrði fyrir litla báta á þessum slóðum. Þyrla Landhelgisgæslunar kom mjög fljótt á vettfang og skömmu seinna m/b Happasæll KE 94. Þá var Eggja-Grímur skyndilega að því fréttir sögðu kominn að því að sökkva. Með harðfylgi náðu skipverjar á Happasæl að ná tveggja manna áhöfn Eggja-Gríms og sigmanni þyrlunar um borð til sín. Myndir af þessu atviki sýnist mér sína allt annað en fréttir af þessu sögðu, og að þarna hafi áhöfn Happasæls unnið mikið afrek. Sigmaðurinn og annar skipverja Eggja-Gríms lentu í sjónum og í einhverjum fréttum var sagt að einn úr áhöfn Happasæls hafi farið í sjóinn til að aðstoða þá.
Mér finnst að þætti áhafnar Happasæls KE 94 í þessari björgunn sé ekki haldið nógu hátt sem skildi. Líklega hefði nú þyrlan samt náð þeim um borð ef Happasæls hefði ekki notið við, en svo virðist vera sem að þegar til kom hafi aðkoma Happasæls auðveldað björgunina, vegna þess hve snögglega báturinn fór að fara niður.
Myndin hér af ofan er frá Landhelgisgæsluni og dæmi nú hver sem vill. En mér finnst þetta hafa verið farið að líta illa út í lokin.