16.8.2008 | 20:10
Kerfið virkaði aldrei sem skildi.
Árið 2005 var farið að setja búnað í strætisvagnana fyrir þetta kerfi. Einn af þeim vögnum sem þetta var sett í var gamli 5C vagn no 80. Hann var með þeim fyrstu að fá þetta. Ég hætti hjá Strætó í lok þess sumars og þá var verið að prófa þetta kerfi með það í huga að koma í fyrstu upp skólakorti fyrir kerfið og svo átti nú væntanlega að þróa almennkort í kerfið. Ég kom svo aftur til starfa hjá Strætó í desember 2006, og þá var þetta kerfi og búnaður fyrir það í notkun. Mér fannst þetta samt aldrei virka sem skildi og oftast bilað. Þetta virtist þurfa meira fjármagn í þetta til að reyna að gera þetta skárra, en nóg var nú samt komið.
Svona mistök sína það að það er vissara að hugsa málinn til fulls áður en endirinn er ljós, ekki síst vegna þess að þarna fóru 400 milljónir fyrir lítið, og gaman væri að vita hvert þær fóru og til hverra.
Smartkortakerfið klúðraðist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Blaðamaður er hógvær í skrifum sínum um greiðslukerfið. Við höfum heyrt að það sé nærri 500 milljónum sem fóru í þetta kerfi. Og afhverju? Eins og gengur hjá strætó er oftar en ekki verið að "spara". Í staðin fyrir að kaupa kerfi erlendis frá sem var tilbúið til notkunar var keypt "ódýrara" kerfi sem þurfti að spinna endalaust í kringum með endalausum kostnaði. Það varð allt vitlaust út af 500 milljóna kostnaði við Grímseyjarferju sem er þó til í dag. Greiðslukerfi strætó er ekki til lengur! Út úr því hefur reyndar verið búið til dýrasta skiptimiðakerfi í heimi!
Afhverju fer ekki fram opinber rannsókn á þessu máli?
Mbl.is: "Anna Skúladóttur, fyrrum fjármálastjóri Reykjavíkurborgar, segir hugmyndina að baki verkefninu standa fyrir sínu þótt því hafi ekki lyktað eins og vonir stóðu til". Það er eitthvað að þegar hægt er að réttlæta 500 milljón króna fjáraustur í eitthvað sem er svo ekki til þegar yfir lýkur. Það er þó hægt að segja um Tetra talstöðvakerfið (þrátt fyrir sína galla) sem hefur kostað hundruðir milljóna króna, að það er þó til í dag.
busblog.is, 17.8.2008 kl. 12:00
Já hversvegna er þetta ekki rannsakað, því eitthvert fóru þessir peningar. Og þá hvert?
Sigurbrandur Jakobsson, 17.8.2008 kl. 12:04