Á heiður skilið fyrir þrautseigju.

Fyrir um 5 árum síðan var ég mættur fyrren ég átti til vinnu minnar hjá Strætó b.s. Klukkan eitthvað um sex að morgnni svo ég ákvað að fá mér smá rúnt um Lauganesið og Langholtshverfið. Ég var svo mikill sveitamaður og þekkti borgina ekki vel á þessum tíma, nýbyrjaður hjá Strætó og þekkti bara mína leið, 111. Ég bjó nefnilega fyrst í Hafnarfirðinum eftir að ég flutti suður á bóginn. Þegar þessi rúntur leiddi mig inná Langholtsveginn, þarna eldsnemma morguns, veit ég ekki fyrren ég sé gamlan mann standa með mótmælaskilti á horni Langholtsvegar og Holtavegar, einan og ekki nokkur annar á ferli. Seinna þegar leið 5 fór að að mikluleiti mín leið fór ég að venjast því að Helgi Hóseasson stæði þarna á horninu 2-3 skipti á dag, nokkra klukkutíma í senn. Í fyrstu ferð á morgnana var hann mættur á hornið og stóð þar frameftir morgnni. Og svo aftur þegar umferð fór að þyngjast síðdegis. Þetta er ein af mínum ljúfustu minningum frá strætótímabilinu. Þegar Helgi verður allur vona ég að honum verði reistur minnisvarði þarna á horninu, sem minni á það að það á aldrei að láta deigan síga og gefast upp hversu vonlítið sem það er. Sjáið bara Helga hann gefst ekki upp!


mbl.is Rokkað til heiðurs Helga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað ég er sammála þér. Virkilega góð hugmynd.

Ég hélt alltaf að þetta væri bara einhver karl skarfur en svo þegar ég sá heimildarmyndina um hann þá sá maður hann í alveg nýju ljósi.

Viktor Einarsson (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 21:36

2 identicon

falleg orð hjá þér:)))

Kristín (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 21:36

3 identicon

Ég er búin að setja þinn tengil inn núna. Ég er sammála þér með hann Helga. Hann ætti ekki að gleymast, og er stórkostlegt dæmi um mann sem gefst aldrei upp. En ég þori ekki að úttala mig um hvort þetta er skynsamlegt að standa við þetta alla daga. Helgi er vinsæll og vel liðinn af Vogabúum og fær iðulega félagsskap um stund á hornið sitt. Og kannski er þetta betra en að leggjast í kör. Stytta af honum á hornið er alveg sjálfsögð þegar þar að kemur

Sigríður Ágústa Hilmarsdóttir (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 22:16

4 Smámynd: Birna M

Og hann stendur þarna enn kallinn og mun líklega gera fram á síðasta dag.

Birna M, 25.7.2008 kl. 23:09

5 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Ja það verður ekki svipur hjá sjón hornið á Langholtsveginum þegar Helgi hverfur af sjónarsviðinu. Virkilega fallega gert af Atómstöðini að halda smá tónleika fyrir hann.

Sigurbrandur Jakobsson, 26.7.2008 kl. 11:52

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband