Letin á enda! Æi!

Jæja góðir hálsar þá fer að styttast í fríinu í bili, en ég tek meira í ágúst. Þá eru líka Dönsku dagarnir í Hólminum og þeim missi ég ekki af, auk þess sem í bígerð er að fara á fornar slóðir vestur í Súðavík. Þrátt fyrir leiðinlegan endir í Súðavík, sakna ég Djúpsins alltaf. Ísafjarðardjúp fyllir mig alltaf lotningu vegna sinnar fallegu og stórbrotnu náttúru. Breiðfirskt sumar er alltaf gott, en svo skrítið sem það er þá er sumar og haust við Djúp stórfenglegra. Ég þakka nú samt mínum sæla að vera ekki að streða á strætó í Reykjavík í svona fallegu verðri eins og er í dag. Sumar úti á landi er skemmtilegra en í Reykjavík, þó vissulega hafi verið gaman sumurin sem ég var á strætó, og það er svoldið sem ég er feiginn að hafa upplifað.

Nú við hjónin vorum eina viku á Golden Sands í Búlgaríu með félögum mínum af Örvari og þeirra mökum. Við nutum sólarinar og góðs matar þessa viku. Við fórum einn daginn í jeppasafarí og um kvöldið á Búlgarsktkvöld. Það var svaka ævintýri og nóg af rakía (sem er 50-70% vín), sem varð til þess að sumir urðu svoldið valtir á fótunum þegar kom á hótelið um kvöldið. En það stoppaði okkur ekki í að fara út á lífið um nóttina og klukkan var um 2.30 þegar ég kom heim á hótel. Við vorum flest saman þetta kvöld og auk þess kom með dönsk vinkona okkar Rannveigar sem við kyntumst þarna úti og skemmti sér konunglega með þessari íslensku áhöfn af Örvari. Það sama var ekki að segja um íslenska ferðafélaga á Búlgaskakvöldinu. Konu eini úr Reykjavík fannst við karlarnir af Nesinu vera mestu ruddar og mótmælti hástöfum þegar við vorum að spá í að taka lagið í rútuni á leið á hótelið aftur. Það var nefnilega stungið uppá að taka Fingurinn, sem er lag sem Eddi kokkur og Dralli háseti sömdu þegar ég fékk krók í fingurinn í vor svo sauma þurfti 5 spor. Konan hélt við ætluðum að fara með klámvísu, sem þetta ekki erHalo, enda lagið um mig og fingurinn minn. Svo ég hélt smá tölu yfir henni þegar ég komst að því að hún væri úr ReykjavíkTounge. (Þessir Reykvíkingar). Þetta var æðisleg ferð og Terra Nova á hrós skilið. Flugið með Air Primera var líka fínt þó það væri um 5 tímar.

En nú er letin svo á enda því ég er að fara að leysa af sem vélavörður á Friðriki Sigurðssyni ÁR 17. Hann er á humarveiðum svo það verður humarveisla í sumar og haustHappy. Ég verð í þessu allavega fram að Verslunarmannahelgi, því eins og ég sagði, þá er nóg skemmtilegt framundan í ágúst.

Nóg í biliCool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki er nú letin alveg á enda, það vantar blogg frá þér.

Jóhann Elíasson, 4.7.2008 kl. 10:29

2 identicon

Sæll Brandur og takk fyrir síðast , ég tala við þig þegar mig vantar á grillið þú skilur. Annars erum við Símon og pulsukokkurinn  að slást við kræklinginn þesa dagana.

Alex Páll Ólafsson (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 21:18

3 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Alli þú færð örugglega humar fyrir Dönsku dagana. Gangi ykkur svo vel í kræklingnum.

Bestu kv

Sigurbrandur Jakobsson, 7.7.2008 kl. 23:56

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband