8.6.2008 | 11:38
Kominn í sumarfrí.
Búlgaría er framundan á morgunn og notaleg slökunn á sólarströnd. Við verðum eins og greifar þarna strákarnir á Örvari, með þjóna á hverjum fingri. Nei ég segi bara svona. Allavega er viku dvöl þarna úti, og örugglega af nógu að taka. Örvar fer svo ekkert aftur af stað fyrren í lok ágúst með nýju kvótaári.
Ég verð ekkert á strætó í sumar því ekki er pláss fyrir mig þar og sennilega á ég ekki von á að fara þangað aftur á næstuni því miður. Enda náttulega í góðu plássi á Örvari. Það hefði þó verið gaman að nýta eitthvað af sumarfríinu í að keyra svona bara til að fá smá tilbreytingu frá línuni. En svona er lífið.
Þess í stað verð ég eitthvað að vinna um borð við að snurfussa og endurbæta, auk þess sem ég kannski tek einhverja lausatúra ef í boði eru, því alltaf er sjósókn yfir sumartíman að dragast saman, þökk sé fiskifræðingum og kann ég þeim miklar þakkir fyrir að sjálfsögðu. Síðan er líka bara notalegt að vera hér í óbeislaðri náttúrufegurðini í sumar.
Athugasemdir
Takk fyrir það og láttu þér batna í fætinum
Sigurbrandur Jakobsson, 8.6.2008 kl. 16:47
Til hvers þarftu þjóna..ertu ekki giftur ? Þú myndir fíla þig á grásleppunni núna..það er Monsuvertíð og kallarnir brosa hringinn..
símon (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 01:05
Hafðu það gott í fríinu kallinn. Ég er nokkuð viss um að það örvar hugann að komast í frí, með einum eða öðrum hætt.
Kjartan Pálmarsson, 13.6.2008 kl. 12:41
Hæ Símon og þið hin. Loksins kominn heim.
Það er auðvitað rétt Símon ég er giftur, en það nægir mér bara ekki ég vil meiri þjónustu og það sama á við Alla Palla held ég.
En ég er alveg miður mína að missa af þessari Monsuvertíð. Það á eftir að liggja á sálini í framtíðini og alveg ferleg mistök hjá mér, vegna þess að ég er með trillu á Skaganum með leyfi og allt.
Sigurbrandur Jakobsson, 17.6.2008 kl. 10:39
Konan mín nægir mér alveg því hún fær að hvíla sig yfir blá nóttina
Alex Páll Ólafsson (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 11:25
Ég átti nú við annað en þú heldur Alli. Varst þú ekki á eftir okkur á Vatnaleið í gærkvöldi?
Sigurbrandur Jakobsson, 17.6.2008 kl. 13:56