Sjómannadagurinn

Í Snæfellsbæ eru tvenn hátíðarhöld í dag í tilefni Sjómannadagsins. Í Ólafsvík og á Hellissandi. Að sjálfsögðu fórum við í Sjómannagarðinn á Hellissandi í kalasanum, en það er talsverður strekkingur í dag. Skólastjóri okkar Snæfellsbæinga hélt meiren frábæra hátíðarræðu og eftir að hafa hlustað á hann langar mig að minnast sjómannadagsins í Hólminum hér fyrr á árum.

Það var alltaf mikið stuð við höfnina í Stykkishólmi á Sjómannadaginn. Áhafnir bátana kepptu í kappróðri og frystihúsakonurnar líka. Svo margar áhafnir kepptu hér á árum áður að þetta tók 2-3 klukkutíma bara kappróðurinn og önnur dagskrá. Þá var líka og er víst en gert í Hólminum að keppa í línubeitningu, enda Hólmarar margir hverjir góðir beitningarmenn. Svo var línan lögð yfirleitt af austur enda hafskipabryggjunar. Það var gert þannig að renna var sett á bryggjukantinn og að aðstoðarbáturinn, yfirleitt Gísli Gunnarsson SH 5 dró svo úr bölunum inní innra sundið sem nú er reyndar búið að loka fyrir 20 árum síðan þegar aðstaða fyrir nýjan Baldur var sett upp út í Súgandisey. Eitt árið man ég þó eftir, 1982 mynnir mig, að þá var Hermann SH 116 aðstoðarbátur. Það var nýlega keyptur um 7 tonna bátur í eigu Kidda Gests, Kjartans á Tindum og Björgvins Guðmunds. Kiddi var sjálfur með hann í þessu hlutverki, og það var eins og því miður kom fyrir austan kaldi. Þegar Kiddi byrjaði að draga út línuna austur sundið gekk allt vel í fyrstu, en þegar inn úr sundinu kom og kaldabáran jókst þá hafði báturinn eiginlega ekki kraft til að draga það sem eftir var af línuni út. Þetta vakti smá kátínu fólks enda gerði kynnirinn sem mig minnir að hafi eins og svo oft áður verið Rafn Jóhanns, smá grín að þessu.

En svo í seinni tíð fór eins og svo sem annasstaðar bátum fækkandi og liðum sem nenntu að róa líka. Eins fóru kappróðrabátarnir sjálfir forgörðum og ég held að þeir hafi ekki en verið endurnýjaðir. Sjómannadagurinn hefur víða um land farið halloka eftir því sem útgerð dregst saman. Tökum sem dæmi Stykkishólm. Á árunum 1975 til 1990 voru 13 til 18 bátar af stærðini 12 til 150 tonn í Stykkishólmi. Uppúr 1990 fór þeim fækkandi, sérstaklega vegna breytinga og eigenda skipta á Rækjunesi hf. Að vísu fjölgað trillum mjög á þessum tíma og mín byrjunn í trilluútgerð er einmitt á þessum tíma. En frá þessum tíma fer svo stig af stigi að verða samdráttur í útgerð stærri skipanana enda ýmsar breytingar gerðar, sem dæmi að Sigurður Ágústson hf gerði út 3-4 báta um 1990 seldi þá alla nema einn Kristinn Friðriksson SH 3 og keypti í staðinn nýjan Hamrasvan SH 201. Síðan má segja að frá því um 2000 og fram að þessu hafi þetta allt dregist saman í Hólminum og nú er staðan sú að aðeins 3 bátar yfir 100 eru gerðir út frá Stykkishólmi. Tveir þeirra liggja núna verkefnalausir við bryggju, en sá þriðji er norður í landi að veiðum, og enginn hólmari í áhöfn.

Svona saga er ekki einsdæmi á landinu í dag. Það yrið mín einasta ósk á þessum degi að hinir 63 kjörnu fulltrúar okkar á Alþingi, sæu sóma sinn í að snúa þessari þróunn við, og kveiktu líf í hinum aðkreppt sjávarbyggðum landsins. Það að fjölga álverum og styrkja hlutabréfa og fjármalamarkaðinn, kemur okkur ekkert við sem viljum hafa okkar lifibrauð af því sem sjórinn gefur. Slíkt er bara ölmusuboð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband