Ekki gott leitarveður

Þessa stundina er leiðinda norðaustan kaldi hérna Breiðafjarðarmegin við nesið. Auk þess er snjóhraglandi og lélegt skygni. Það er eins og vorið hafi hinkrað aðeins. Því er nú kannski ekki kjöraðstæður til loðnuleitar, og það er líka spurningin hvort hún hafi ekki gengið eitthvað inneftir Breiðafirðinum um Páskana, því nú er kominn sá tími sem allt fylltist af loðnu inní firðinum hérna í gamla daga og þorskurinn hætti að láta bjóða sér handfærakróka.
mbl.is Leitað að loðnu við Snæfellsnes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Farðu varlega.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.3.2008 kl. 20:00

2 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Þakka þér Heimir sömuleiðis, og þakka þér innilega að gerast bloggvinur. Það verður svona aðgengilegra að fylgjast með þér kæri vin.

Sigurbrandur Jakobsson, 25.3.2008 kl. 20:07

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband